Þrjú þúsund evrur fyrir að yfirgefa landið áður en frestur er liðinn Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 26. apríl 2023 08:35 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðuneytið hefur lagt fram drög að reglugerð um fjárhagsaðstoð við sjálfviljuga heimför en drögin hafa nú verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Um er að ræða breytingar á þeirri fjárhagsaðstoð sem hælisleitendur sem hafa fengið synjun hér á landi eiga rétt á en slík fjárhagsaðstoð hefur staðið fólki til boða um árabil. Breytingunum er ætlað að skapa aukinn fjárhagslegan hvata til að útlendingar hlíti endanlegri niðurstöðu stjórnvalda um að yfirgefa landið enda teljist viðkomandi vera á landinu í ólöglegri dvöl, eins og segir í skýringum með reglugerðinni í samráðsgátt. Þá er í nýju reglugerðinni sú klausa, að ef útlendingur ákveður að yfirgefa landið áður en frestur til sjálfviljugrar heimfarar er liðinn, hækkar umræddur styrkur. Þannig getur fullorðinn einstaklingur fengið allt að 3000 evrur, eða um 450 þúsund íslenskar ef hann ákveður að fara frá landinu áður en búið er að úrskurða í máli hans. „Nýrri reglugerð er ætlað að stuðla að aukinni samvinnu milli stjórnvalda og þeirra útlendinga sem ber að yfirgefa landið,“ segir meðal annars í skýringum ráðuneytisins. „Þannig muni flutningum í fylgd lögreglu fækka og þeim fjölga sem kjósa sjálfviljuga heimför. Gert er ráð fyrir að slíkt leiði af sér töluverðan sparnað fyrir ríkissjóð enda eru flutningar í fylgd lögreglu kostnaðarsamir,“ segir ennfremur. Frestur til að skila umsögnum um reglugerðina er til 9. maí næstkomandi. Uppfært klukkan 09:42: Dómsmálaráðuneytið sendi í morgun frá sér tilkynningu þar sem segir að fyrir mistök hafi eldri drög að umræddri reglugerð verið birt í samráðsgátt í gær. Þau mistök hafa nú verið leiðrétt og hefur fréttinni verið breytt til samræmis við það. Helsti munurinn liggur í því að þær fjárhæðir sem hælisleitendum standa til boða eru nokkuð lægri en í upphaflegu fréttinni. Hælisleitendur Jón Gunnarsson Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Sjá meira
Um er að ræða breytingar á þeirri fjárhagsaðstoð sem hælisleitendur sem hafa fengið synjun hér á landi eiga rétt á en slík fjárhagsaðstoð hefur staðið fólki til boða um árabil. Breytingunum er ætlað að skapa aukinn fjárhagslegan hvata til að útlendingar hlíti endanlegri niðurstöðu stjórnvalda um að yfirgefa landið enda teljist viðkomandi vera á landinu í ólöglegri dvöl, eins og segir í skýringum með reglugerðinni í samráðsgátt. Þá er í nýju reglugerðinni sú klausa, að ef útlendingur ákveður að yfirgefa landið áður en frestur til sjálfviljugrar heimfarar er liðinn, hækkar umræddur styrkur. Þannig getur fullorðinn einstaklingur fengið allt að 3000 evrur, eða um 450 þúsund íslenskar ef hann ákveður að fara frá landinu áður en búið er að úrskurða í máli hans. „Nýrri reglugerð er ætlað að stuðla að aukinni samvinnu milli stjórnvalda og þeirra útlendinga sem ber að yfirgefa landið,“ segir meðal annars í skýringum ráðuneytisins. „Þannig muni flutningum í fylgd lögreglu fækka og þeim fjölga sem kjósa sjálfviljuga heimför. Gert er ráð fyrir að slíkt leiði af sér töluverðan sparnað fyrir ríkissjóð enda eru flutningar í fylgd lögreglu kostnaðarsamir,“ segir ennfremur. Frestur til að skila umsögnum um reglugerðina er til 9. maí næstkomandi. Uppfært klukkan 09:42: Dómsmálaráðuneytið sendi í morgun frá sér tilkynningu þar sem segir að fyrir mistök hafi eldri drög að umræddri reglugerð verið birt í samráðsgátt í gær. Þau mistök hafa nú verið leiðrétt og hefur fréttinni verið breytt til samræmis við það. Helsti munurinn liggur í því að þær fjárhæðir sem hælisleitendum standa til boða eru nokkuð lægri en í upphaflegu fréttinni.
Hælisleitendur Jón Gunnarsson Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent