Að eiga í faðmlagi við möru Sólveig Tryggvadóttir og Heiða Hauksdóttir skrifa 19. apríl 2023 19:00 Afhverju ættu hjúkrunarfræðingar að segja JÁ við samningnum? Í vor eru komin 20 ár síðan við útskrifuðumst sem hjúkrunarfræðingar frá Háskólanum á Akureyri. Þegar við útskrifuðumst vorum við fullar bjartsýni, gleði og ánægju yfir því að hafa lokið þessum áfanga og hlökkuðum innilega til að takast á við starfið okkar sem við höfðum menntað okkur til. Starfið er okkur ávallt hugleikið og höfum við bætt við okkur menntun jafnt og þétt og unnið á ýmsum deildum bæði hér heima og erlendis. Allan þann tíma sem við höfum starfað sem hjúkrunarfræðingar þá hafa launamál verið ofarlega á baugi og hangið yfir höfðum okkar eins og mara. Lög, verkfallsbann og gerðardómur Mara er, samkvæmt gamalli þjóðtrú, „óvættur sem ræðst á sofandi fólk“. Það að fá martröð er að vera troðin af möru. Oftast var talað um mörur sem kvenkyns verur en þó voru þær mörur sem ásóttu konur gjarnan taldar karlkyns. Á þessum 20 árum hafa verið sett á okkur lög, verkfallsbann og gerðardómur. Það hefur engu máli skipt hvort það sé góðæri, kreppa, verðbólga eða jafnvel heimsfaraldur. Allt kemur fyrir ekki, það er aldrei nægilegt svigrúm til að greiða hjúkrunarfræðingum sambærileg laun og aðrar háskólastéttir. Það er afar slítandi að þurfa alltaf að berjast fyrir sínum kjörum. Að kreista eitthvað fram en um leið borga lánasjóði ríkisins mikið af launahækkuninni til baka. Nú stendur fyrir dyrum að greiða atkvæði um enn einn kjarasamninginn sem lagður er fyrir hjúkrunarfræðinga og hefur hann verið kynntur hjúkrunarfræðingum. Hjúkrunarfræðingar eru misvel stefndir fyrir þessum nýjasta samningi og eru margir hverjir bugaðir af þeirri möru sem hangið hefur yfir okkur í áraraðir. Við teljum þó að best sé í stöðunni að samþykkja þennan samning þar sem hann er bara til eins árs og margt gott í honum og ýmsar lagfæringar á hlutum sem kallað hefur verið eftir að lagfæra. Loksins tækifæri Við viljum styðja við formanninn okkar sem hefur staðið í brúnni og samninganefnd Fíh. Það er ekki létt verk að vinna að reyna að fá í gegn launahækkun hjúkrunarfræðinga þar sem afstaða ríkisins er „the computer says no“ og reikniformúlan andsetin af áðurnefndri „möru“ sem vill ekki menntaða kvennastétt upp á dekk. Með þessum samningi gefast loks tækifæri til að aflétta þessari möru. Í þessum skammtímasamningi eru opnaðar dyr að því að geta loksins endurskoðað laun hjúkrunarfræðinga til frambúðar. Af þeim afarkostum sem eru uppi í stöðunni teljum við best að hjúkrunarfræðingar fái að semja sjálfir um sín kaup og kjör og aflétti þar með áratuga álögum mörunnar sem hefur ekki gert neitt annað en að ala á sundrung og óánægju meðal hjúkrunarfræðinga. Maran hefur rænt hjúkrunarfræðinga starfsgleðinni og lagst yfir eins og þokuslæða sem illa gengur að losa sig við. Því þegar þokunni léttir og álögunum aflétt, þá verður sko sannarlega gaman að vera hjúkrunarfræðingur. Hjúkrunarfræðingar eru ein af mörgum mikilvægum stéttum í samfélagi okkar og það hlýtur að vera markmiðið að koma fram með tillögur sem leitt geta til þess að hjúkrunarfræðingar haldist betur í starfi og að þeir sem farið hafa í önnur störf leiti til baka í heilbrigðisþjónustuna. Það er samfélaginu öllu til heilla. Höfundar eru hjúkrunarfræðingar á Sjúkrahúsinu á Akureyri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Sjá meira
Afhverju ættu hjúkrunarfræðingar að segja JÁ við samningnum? Í vor eru komin 20 ár síðan við útskrifuðumst sem hjúkrunarfræðingar frá Háskólanum á Akureyri. Þegar við útskrifuðumst vorum við fullar bjartsýni, gleði og ánægju yfir því að hafa lokið þessum áfanga og hlökkuðum innilega til að takast á við starfið okkar sem við höfðum menntað okkur til. Starfið er okkur ávallt hugleikið og höfum við bætt við okkur menntun jafnt og þétt og unnið á ýmsum deildum bæði hér heima og erlendis. Allan þann tíma sem við höfum starfað sem hjúkrunarfræðingar þá hafa launamál verið ofarlega á baugi og hangið yfir höfðum okkar eins og mara. Lög, verkfallsbann og gerðardómur Mara er, samkvæmt gamalli þjóðtrú, „óvættur sem ræðst á sofandi fólk“. Það að fá martröð er að vera troðin af möru. Oftast var talað um mörur sem kvenkyns verur en þó voru þær mörur sem ásóttu konur gjarnan taldar karlkyns. Á þessum 20 árum hafa verið sett á okkur lög, verkfallsbann og gerðardómur. Það hefur engu máli skipt hvort það sé góðæri, kreppa, verðbólga eða jafnvel heimsfaraldur. Allt kemur fyrir ekki, það er aldrei nægilegt svigrúm til að greiða hjúkrunarfræðingum sambærileg laun og aðrar háskólastéttir. Það er afar slítandi að þurfa alltaf að berjast fyrir sínum kjörum. Að kreista eitthvað fram en um leið borga lánasjóði ríkisins mikið af launahækkuninni til baka. Nú stendur fyrir dyrum að greiða atkvæði um enn einn kjarasamninginn sem lagður er fyrir hjúkrunarfræðinga og hefur hann verið kynntur hjúkrunarfræðingum. Hjúkrunarfræðingar eru misvel stefndir fyrir þessum nýjasta samningi og eru margir hverjir bugaðir af þeirri möru sem hangið hefur yfir okkur í áraraðir. Við teljum þó að best sé í stöðunni að samþykkja þennan samning þar sem hann er bara til eins árs og margt gott í honum og ýmsar lagfæringar á hlutum sem kallað hefur verið eftir að lagfæra. Loksins tækifæri Við viljum styðja við formanninn okkar sem hefur staðið í brúnni og samninganefnd Fíh. Það er ekki létt verk að vinna að reyna að fá í gegn launahækkun hjúkrunarfræðinga þar sem afstaða ríkisins er „the computer says no“ og reikniformúlan andsetin af áðurnefndri „möru“ sem vill ekki menntaða kvennastétt upp á dekk. Með þessum samningi gefast loks tækifæri til að aflétta þessari möru. Í þessum skammtímasamningi eru opnaðar dyr að því að geta loksins endurskoðað laun hjúkrunarfræðinga til frambúðar. Af þeim afarkostum sem eru uppi í stöðunni teljum við best að hjúkrunarfræðingar fái að semja sjálfir um sín kaup og kjör og aflétti þar með áratuga álögum mörunnar sem hefur ekki gert neitt annað en að ala á sundrung og óánægju meðal hjúkrunarfræðinga. Maran hefur rænt hjúkrunarfræðinga starfsgleðinni og lagst yfir eins og þokuslæða sem illa gengur að losa sig við. Því þegar þokunni léttir og álögunum aflétt, þá verður sko sannarlega gaman að vera hjúkrunarfræðingur. Hjúkrunarfræðingar eru ein af mörgum mikilvægum stéttum í samfélagi okkar og það hlýtur að vera markmiðið að koma fram með tillögur sem leitt geta til þess að hjúkrunarfræðingar haldist betur í starfi og að þeir sem farið hafa í önnur störf leiti til baka í heilbrigðisþjónustuna. Það er samfélaginu öllu til heilla. Höfundar eru hjúkrunarfræðingar á Sjúkrahúsinu á Akureyri
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun