„Þykir þetta vera glórulausar ákvarðanir hjá dómurunum“ Kári Mímisson skrifar 18. apríl 2023 21:19 Gunnar Steinn Jónsson stendur vörnina í leik kvöldsins. Vísir/Hulda Margrét Gunnar Steinn Jónsson, leikmaður Stjörnunnar, var eðlilega svekktur eftir að lið hans féll úr leik í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld eftir fjögurra marka tap gegn ÍBV. „Þetta er bara ótrúlega sorglegt. Við spilum frábæran fyrri hálfleik en einhvern veginn náum við ekki að fylgja því eftir hér í seinni hálfleiknum. Við áttum í erfiðleikum með þeirra fimm einn vörn. Þetta er bara ótrúlega sorglegt. Við erum búnir að koma okkur í svona góð færi í vetur, bæði í deild og bikar en svo klúðrum við þeim,“ sagði Gunnar Steinn Jónsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir tap liðsins gegn ÍBV í úrslitakeppni Olís-deildar karla í handbolta. Liðið spilaði mjög vel framan af leiknum en svo í seinni hálfleiknum þá tóku Eyjamenn yfir leikinn og kláruðu hann nokkuð sannfærandi. Var bensínið alveg búið? „Þú getur ekki verið með þannig afsakanir í svona leikjum. Ég er drullu svekktur út í sjálfan mig. Ég er einhver farþegi í úrslitaleik og á að taka miklu meiri ábyrgð. Þetta einhvern veginn dettur þeirra megin. Þeir fara að skora úr öllum færum og við förum að hika. Handbolti er svona leikur.“ Stjarnan fékk líkt og í fyrri leiknum rautt spjald afar snemma í leiknum þegar dómarar leiksins ráku Starra Friðriksson út af þegar það voru ekki búnar nema fimm mínútur af leiknum. Gunnar segist ekki vera sáttur með þessar ákvarðanir hjá dómurunum. „Ég er ekki búinn að sjá þetta en mér þykir þetta vera glórulausar ákvarðanir hjá dómurunum. Þetta er í úrslitakeppni og það eru fimm mínútur búnar. Það er enginn að biðja um rauð spjöld hérna. Gefið bara tvær mínútur og allir sáttir. Þetta eru ekki það gróf brot. Leiðinlegt að sjá ÍBV menn liggjandi í gólfinu. Það er asnalegt að segja þetta eftir tapleik en þeir eru alltaf komnir inn á eftir eina mínútu. Mér finnst þetta vera lélegar ákvarðanir hjá dómurunum, ég verð bara að segja það og þó að það sé asnalegt eftir svona tapleik.“ Gunnar Steinn er einn af reyndustu leikmönnum deildarinnar. Nú þegar samningur hans er liðinn þá spyrja sig eflaust margir hvort að Gunnar muni snúa aftur á næsta ári? „Ég ætla að hugsa mín mál. Það er of snemmt að segja hvað verður. Ég er ekki með samning og ætla bara aðeins að íhuga hvað ég geri á næsta ári. Leyfið mér að taka nokkrar vikur og ég ætla að hugsa minn gang.“ Olís-deild karla Stjarnan ÍBV Tengdar fréttir „Get ekki verið neitt annað en sáttur með mína menn“ Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, gat verið stoltur af sínum mönnum þrátt fyrir að liðið hafi fallið úr leik í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. 18. apríl 2023 21:14 Leik lokið: Stjarnan - ÍBV 23-27 | Eyjamenn snéru taflinu við og sendu Stjörnuna í sumarfrí ÍBV er á leið í undanúrslit Olís-deildar karla eftir góðan fjögurra marka endurkomusigur gegn Stjörnunni í kvöld, 23-27. Eyjamenn voru fimm mörkum undir í hálfleik, en snéru taflinu við eftir hlé og eru því á leið í undanúrslit á kostnað Stjörnunnar annað árið í röð. 18. apríl 2023 19:40 Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira
„Þetta er bara ótrúlega sorglegt. Við spilum frábæran fyrri hálfleik en einhvern veginn náum við ekki að fylgja því eftir hér í seinni hálfleiknum. Við áttum í erfiðleikum með þeirra fimm einn vörn. Þetta er bara ótrúlega sorglegt. Við erum búnir að koma okkur í svona góð færi í vetur, bæði í deild og bikar en svo klúðrum við þeim,“ sagði Gunnar Steinn Jónsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir tap liðsins gegn ÍBV í úrslitakeppni Olís-deildar karla í handbolta. Liðið spilaði mjög vel framan af leiknum en svo í seinni hálfleiknum þá tóku Eyjamenn yfir leikinn og kláruðu hann nokkuð sannfærandi. Var bensínið alveg búið? „Þú getur ekki verið með þannig afsakanir í svona leikjum. Ég er drullu svekktur út í sjálfan mig. Ég er einhver farþegi í úrslitaleik og á að taka miklu meiri ábyrgð. Þetta einhvern veginn dettur þeirra megin. Þeir fara að skora úr öllum færum og við förum að hika. Handbolti er svona leikur.“ Stjarnan fékk líkt og í fyrri leiknum rautt spjald afar snemma í leiknum þegar dómarar leiksins ráku Starra Friðriksson út af þegar það voru ekki búnar nema fimm mínútur af leiknum. Gunnar segist ekki vera sáttur með þessar ákvarðanir hjá dómurunum. „Ég er ekki búinn að sjá þetta en mér þykir þetta vera glórulausar ákvarðanir hjá dómurunum. Þetta er í úrslitakeppni og það eru fimm mínútur búnar. Það er enginn að biðja um rauð spjöld hérna. Gefið bara tvær mínútur og allir sáttir. Þetta eru ekki það gróf brot. Leiðinlegt að sjá ÍBV menn liggjandi í gólfinu. Það er asnalegt að segja þetta eftir tapleik en þeir eru alltaf komnir inn á eftir eina mínútu. Mér finnst þetta vera lélegar ákvarðanir hjá dómurunum, ég verð bara að segja það og þó að það sé asnalegt eftir svona tapleik.“ Gunnar Steinn er einn af reyndustu leikmönnum deildarinnar. Nú þegar samningur hans er liðinn þá spyrja sig eflaust margir hvort að Gunnar muni snúa aftur á næsta ári? „Ég ætla að hugsa mín mál. Það er of snemmt að segja hvað verður. Ég er ekki með samning og ætla bara aðeins að íhuga hvað ég geri á næsta ári. Leyfið mér að taka nokkrar vikur og ég ætla að hugsa minn gang.“
Olís-deild karla Stjarnan ÍBV Tengdar fréttir „Get ekki verið neitt annað en sáttur með mína menn“ Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, gat verið stoltur af sínum mönnum þrátt fyrir að liðið hafi fallið úr leik í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. 18. apríl 2023 21:14 Leik lokið: Stjarnan - ÍBV 23-27 | Eyjamenn snéru taflinu við og sendu Stjörnuna í sumarfrí ÍBV er á leið í undanúrslit Olís-deildar karla eftir góðan fjögurra marka endurkomusigur gegn Stjörnunni í kvöld, 23-27. Eyjamenn voru fimm mörkum undir í hálfleik, en snéru taflinu við eftir hlé og eru því á leið í undanúrslit á kostnað Stjörnunnar annað árið í röð. 18. apríl 2023 19:40 Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira
„Get ekki verið neitt annað en sáttur með mína menn“ Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, gat verið stoltur af sínum mönnum þrátt fyrir að liðið hafi fallið úr leik í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. 18. apríl 2023 21:14
Leik lokið: Stjarnan - ÍBV 23-27 | Eyjamenn snéru taflinu við og sendu Stjörnuna í sumarfrí ÍBV er á leið í undanúrslit Olís-deildar karla eftir góðan fjögurra marka endurkomusigur gegn Stjörnunni í kvöld, 23-27. Eyjamenn voru fimm mörkum undir í hálfleik, en snéru taflinu við eftir hlé og eru því á leið í undanúrslit á kostnað Stjörnunnar annað árið í röð. 18. apríl 2023 19:40