Eins og svo oft áður er erfitt að lesa í lið ÍBV áður en flautað er til leiks á Íslandsmótinu. Erlendir leikmenn koma seint til móts við liðið og þá er erfitt að átta sig á hvernig undirbúningstímabilið hefur gengið. Venju samkvæmt spáir íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports fyrir um gengi liðanna í Bestu deild kvenna fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst þann 25. apríl með þremur leikjum. Fyrstu umferðinni lýkur svo 26. apríl með tveimur leikjum. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir því að ÍBV lendi í 8. sæti Bestu deildar kvenna í sumar og falli niður um tvö sæti milli ára. Eyjakonur fengu aðeins 15 gul spjöld á síðustu leiktíð.Vísir/Bára Dröfn Enn eitt árið mætir ÍBV til leiks með mikið breytt lið og þjálfara, Todor Hristov, sem er að stíga sín fyrstu skref. Mikið mun mæða á Todor enda ekki auðvelt verkefni framundan. Sumarið 2022 spilaði ÍBV vonum framar og endaði liðið í 6. sæti Bestu deildar, þó aðeins fjórum stigum á eftir bronsliði Breiðabliks. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og þó Eyjafólk sé bjartsýnt að eðlisfari þá er búist við því að tímabilið í ár verði töluvert strembnara. Árangur Eyjakvenna í Lengjubikarnum var upp og niður. Líkt og karlaliðið spilaði liðið fjölda leikja á stuttum tíma og því erfitt að lesa í frammistöðu liðsins þar. ÍBV vann tvo af fimm leikjum sínum, skoraði sex mörk og fékk á sig átta stykki. Ár í deildinni: 14. tímabil Besti árangur: 2. sæti (2003, 2004 og 2012) Besti í bikar: Meistarar (2004 og 2007) Sæti í fyrra: 6. sæti í A-deild Þjálfari: Todor Hristov (1. tímabil) Markahæst í fyrra: Kristín Erna Sigurlásdóttir og Olga Sevcova, 5 mörk Liðið og lykilmenn ÍBV spilaði nokkuð öflugan varnarleik í Lengjubikarnum og þarf vörnin að halda vel ef liðið ætlar sér að gera betur en spáin segir til um. Eyjakonur hafa sótt liðsstyrk erlendis frá og treysta á að það muni skila mörkum í sumar. Þegar kemur að því að sækja erlenda leikmenn þá hefur ÍBV gert vel undanfarin ár. Sagan þarf að endurtaka sig þar sem Íslands- og bikarmeistarar Vals sóttu Hönnu Kallmaier á meðan tveir af erlendu leikmönnum liðsins á síðustu leiktíð eltu Jonathan Glenn, fyrrverandi þjálfara liðsins, til Keflavíkur. grafík/bjarki Þeirra í stað eru Holly O'Neill, Caeley Lordemann og Camila Pescatore mættar til Vestmannaeyja. Aðeins sú síðastnefnda var með liðinu í Lengjubikarnum og því er stóra spurningin hversu lengi hinar verða að finna taktinn í Eyjum. Þó hin 24 ára gamla Caeley Lordemann hafi spilað í efstu deild á Spáni og Bandaríkjunum og verði að öllum líkindum lykilmaður þá á hún enn eftir að sanna sig í deild þeirra bestu; Bestu deildinni. ÍBV mun treysta á leikmenn sem þekkja vel til á Eyjunni fögru í von um að byrja mótið af krafti. Komnar Holly O'Neill frá Kanada Caeley Lordemann frá Bandaríkjunum Camila Pescatore frá Bandaríkjunum Kristjana R. Kristjánsdóttir Sigurz frá Breiðabliki Farnar Auður S. Scheving í Stjörnuna [var á láni] Hanna Kallmaier í Val Madison Wolfbauer í Keflavík Lavinia Boanda til Ítalíu Sandra Voitane í Keflavík Þórhildur Ólafsdóttir í Keflavík Guðný Geirsdóttir spilaði helming leikja liðsins á síðustu leiktíð en verður aðalmarkvörður ÍBV í sumar. Haley Marie Thomas er að fara inn í sitt annað tímabil í Eyjum og verður áfram fyrirliði liðsins, allavega ef marka má Lengjubikarinn. Lettneska landsliðskonan Olga Ševcova verður áfram í Eyjum og þarf liðið á mikilvægum mörkum hennar að halda. Þó hún hafi „aðeins“ skorað fimm mörk í Bestu deild kvenna sumarið 2022 þá voru þau hvert öðru mikilvægara. Þrjú þeirra komu í eins marks sigrum og þá skoraði hún tvívegis í 3-0 sigri á Aftureldingu. Guðný Geirsdóttir, 25 ára markvörður Haley Marie Thomas, 24 ára varnarmaður Olga Ševcova, 30 ára sóknarmaður Fylgist með Hin 22 ára gamla Camila Pescatore er vel þess virði að fylgjast með. Hún kemur frá Venesúela en á einnig ættir að rekja til Ítalíu. Þrátt fyrir að vera einkar fjölhæfur leikmaður þá mun Pescatore að öllum líkindum leysa stöðu vinstri bakvarðar í Vestmannaeyjum. Búist er við miklu af henni í Eyjum og ganga sumir eyjaskeggjar svo langt að spá því að hún verði ein sú besta í sinni stöðu á leiktíðinni. View this post on Instagram A post shared by Camila Pescatore (@camilapescatore) Í besta/versta falli Þetta er frekar einfalt. Ef allt gengur upp og útlendingarnir falla eins og flís við rass mun ÍBV gera tilkall til þess að enda í efri hluta deildarinnar. Gallinn er að það á við um töluvert af liðum svo ef liðið byrja illa eða lendir í skakkaföllum á einn eða annan hátt gæti það allt í einu verið búið að sogast niður í fallbaráttu. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna ÍBV Tengdar fréttir Besta spáin 2023: Stutt stopp hjá FH FH er nýliði í deildinni eftir að hafa farið ósigrað í gegnum 1.deildina. Munurinn á deildunum er hins vegar mikill og því þarf allt að ganga upp hjá Hafnarfjarðarliðinu svo ekki fari illa. 19. apríl 2023 10:01 Besta spáin 2023: Skagfirsk sveifla upp og niður Tindastólskonur sáu til þess í fyrra að fyrsta tímabil liðsins í efstu deild, sumarið 2021, yrði ekki eitthvað einstakt tilvik. Þær eru mættar aftur í deild þeirra bestu en líkt og síðast má búast við þungum róðri í Skagafirði við að halda liðinu uppi. 19. apríl 2023 11:01 Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti
Venju samkvæmt spáir íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports fyrir um gengi liðanna í Bestu deild kvenna fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst þann 25. apríl með þremur leikjum. Fyrstu umferðinni lýkur svo 26. apríl með tveimur leikjum. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir því að ÍBV lendi í 8. sæti Bestu deildar kvenna í sumar og falli niður um tvö sæti milli ára. Eyjakonur fengu aðeins 15 gul spjöld á síðustu leiktíð.Vísir/Bára Dröfn Enn eitt árið mætir ÍBV til leiks með mikið breytt lið og þjálfara, Todor Hristov, sem er að stíga sín fyrstu skref. Mikið mun mæða á Todor enda ekki auðvelt verkefni framundan. Sumarið 2022 spilaði ÍBV vonum framar og endaði liðið í 6. sæti Bestu deildar, þó aðeins fjórum stigum á eftir bronsliði Breiðabliks. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og þó Eyjafólk sé bjartsýnt að eðlisfari þá er búist við því að tímabilið í ár verði töluvert strembnara. Árangur Eyjakvenna í Lengjubikarnum var upp og niður. Líkt og karlaliðið spilaði liðið fjölda leikja á stuttum tíma og því erfitt að lesa í frammistöðu liðsins þar. ÍBV vann tvo af fimm leikjum sínum, skoraði sex mörk og fékk á sig átta stykki. Ár í deildinni: 14. tímabil Besti árangur: 2. sæti (2003, 2004 og 2012) Besti í bikar: Meistarar (2004 og 2007) Sæti í fyrra: 6. sæti í A-deild Þjálfari: Todor Hristov (1. tímabil) Markahæst í fyrra: Kristín Erna Sigurlásdóttir og Olga Sevcova, 5 mörk Liðið og lykilmenn ÍBV spilaði nokkuð öflugan varnarleik í Lengjubikarnum og þarf vörnin að halda vel ef liðið ætlar sér að gera betur en spáin segir til um. Eyjakonur hafa sótt liðsstyrk erlendis frá og treysta á að það muni skila mörkum í sumar. Þegar kemur að því að sækja erlenda leikmenn þá hefur ÍBV gert vel undanfarin ár. Sagan þarf að endurtaka sig þar sem Íslands- og bikarmeistarar Vals sóttu Hönnu Kallmaier á meðan tveir af erlendu leikmönnum liðsins á síðustu leiktíð eltu Jonathan Glenn, fyrrverandi þjálfara liðsins, til Keflavíkur. grafík/bjarki Þeirra í stað eru Holly O'Neill, Caeley Lordemann og Camila Pescatore mættar til Vestmannaeyja. Aðeins sú síðastnefnda var með liðinu í Lengjubikarnum og því er stóra spurningin hversu lengi hinar verða að finna taktinn í Eyjum. Þó hin 24 ára gamla Caeley Lordemann hafi spilað í efstu deild á Spáni og Bandaríkjunum og verði að öllum líkindum lykilmaður þá á hún enn eftir að sanna sig í deild þeirra bestu; Bestu deildinni. ÍBV mun treysta á leikmenn sem þekkja vel til á Eyjunni fögru í von um að byrja mótið af krafti. Komnar Holly O'Neill frá Kanada Caeley Lordemann frá Bandaríkjunum Camila Pescatore frá Bandaríkjunum Kristjana R. Kristjánsdóttir Sigurz frá Breiðabliki Farnar Auður S. Scheving í Stjörnuna [var á láni] Hanna Kallmaier í Val Madison Wolfbauer í Keflavík Lavinia Boanda til Ítalíu Sandra Voitane í Keflavík Þórhildur Ólafsdóttir í Keflavík Guðný Geirsdóttir spilaði helming leikja liðsins á síðustu leiktíð en verður aðalmarkvörður ÍBV í sumar. Haley Marie Thomas er að fara inn í sitt annað tímabil í Eyjum og verður áfram fyrirliði liðsins, allavega ef marka má Lengjubikarinn. Lettneska landsliðskonan Olga Ševcova verður áfram í Eyjum og þarf liðið á mikilvægum mörkum hennar að halda. Þó hún hafi „aðeins“ skorað fimm mörk í Bestu deild kvenna sumarið 2022 þá voru þau hvert öðru mikilvægara. Þrjú þeirra komu í eins marks sigrum og þá skoraði hún tvívegis í 3-0 sigri á Aftureldingu. Guðný Geirsdóttir, 25 ára markvörður Haley Marie Thomas, 24 ára varnarmaður Olga Ševcova, 30 ára sóknarmaður Fylgist með Hin 22 ára gamla Camila Pescatore er vel þess virði að fylgjast með. Hún kemur frá Venesúela en á einnig ættir að rekja til Ítalíu. Þrátt fyrir að vera einkar fjölhæfur leikmaður þá mun Pescatore að öllum líkindum leysa stöðu vinstri bakvarðar í Vestmannaeyjum. Búist er við miklu af henni í Eyjum og ganga sumir eyjaskeggjar svo langt að spá því að hún verði ein sú besta í sinni stöðu á leiktíðinni. View this post on Instagram A post shared by Camila Pescatore (@camilapescatore) Í besta/versta falli Þetta er frekar einfalt. Ef allt gengur upp og útlendingarnir falla eins og flís við rass mun ÍBV gera tilkall til þess að enda í efri hluta deildarinnar. Gallinn er að það á við um töluvert af liðum svo ef liðið byrja illa eða lendir í skakkaföllum á einn eða annan hátt gæti það allt í einu verið búið að sogast niður í fallbaráttu.
Ár í deildinni: 14. tímabil Besti árangur: 2. sæti (2003, 2004 og 2012) Besti í bikar: Meistarar (2004 og 2007) Sæti í fyrra: 6. sæti í A-deild Þjálfari: Todor Hristov (1. tímabil) Markahæst í fyrra: Kristín Erna Sigurlásdóttir og Olga Sevcova, 5 mörk
Komnar Holly O'Neill frá Kanada Caeley Lordemann frá Bandaríkjunum Camila Pescatore frá Bandaríkjunum Kristjana R. Kristjánsdóttir Sigurz frá Breiðabliki Farnar Auður S. Scheving í Stjörnuna [var á láni] Hanna Kallmaier í Val Madison Wolfbauer í Keflavík Lavinia Boanda til Ítalíu Sandra Voitane í Keflavík Þórhildur Ólafsdóttir í Keflavík
Guðný Geirsdóttir, 25 ára markvörður Haley Marie Thomas, 24 ára varnarmaður Olga Ševcova, 30 ára sóknarmaður
Besta spáin 2023: Stutt stopp hjá FH FH er nýliði í deildinni eftir að hafa farið ósigrað í gegnum 1.deildina. Munurinn á deildunum er hins vegar mikill og því þarf allt að ganga upp hjá Hafnarfjarðarliðinu svo ekki fari illa. 19. apríl 2023 10:01
Besta spáin 2023: Skagfirsk sveifla upp og niður Tindastólskonur sáu til þess í fyrra að fyrsta tímabil liðsins í efstu deild, sumarið 2021, yrði ekki eitthvað einstakt tilvik. Þær eru mættar aftur í deild þeirra bestu en líkt og síðast má búast við þungum róðri í Skagafirði við að halda liðinu uppi. 19. apríl 2023 11:01