Fótbolti

Arnar Þór sendi Hareide skilaboð eftir að hann fékk starfið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Åge Hareide ásamt Ómari Smárasyni, fjölmiðlafulltrúa KSÍ.
Åge Hareide ásamt Ómari Smárasyni, fjölmiðlafulltrúa KSÍ. vísir/hulda margrét

Arnar Þór Viðarsson sendi eftirmanni sínum í starfi þjálfara íslenska karlalandsliðsins í fótbolta skilaboð og óskaði honum góðs gengis.

Nú stendur yfir blaðamannafundur þar sem Åge Hareide ræðir í fyrsta sinn við íslenska fjölmiðla eftir að hann var ráðinn landsliðsþjálfari.

Hann tók við starfinu af Arnari Þór sem var sagt upp um síðustu mánaðarmót. Hareide greindi frá því að Arnar Þór hefði sett sig í samband við hann eftir að hann fékk starfið hjá KSÍ.

„Ég fékk skilaboð Arnari og hann óskaði mér og liðinu góðs gengis,“ sagði Hareide. „Ég segi að það sé klassi yfir því.“

Arnar Þór stýrði íslenska liðinu í fyrstu tveimur leikjum þess í undankeppni EM 2024. Ísland tapaði fyrir Bosníu, 3-0, en vann Liechtenstein, 0-7.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×