Óskar hefur sungið í fjögur þúsund jarðarförum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. apríl 2023 21:16 Óskar, sem hefur sungið í um fjögur þúsund jarðarförum. Stundum syngur hann í þremur á einum degi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Gamlir bílar og gömul bílnúmer eru honum hugleikinn, svo ekki sé talað um sönginn en hann hefur sungið í um fjögur þúsund jarðarförum. Hér erum við að tala um Álftagerðisbróðurinn Óskar Pétursson, sem Magnús Hlynur heimsótti í þætti sínum, „Mig langar að vita“ í hér á Stöð 2 í kvöld. Bifvélavirkinn Óskar Pétursson er með sitt eigið verkstæði á Akureyri þar sem hann er aðallega að gera upp gamla bíla. Þá er kaffistofan hans mjög vinsæl því karlarnir í hverfinu líta reglulega til hans þar sem sögur eru sagðar og mikið hlegið. Óskar hefur alltaf haft gaman af númerum á númeraplötum bíla. „Þetta er einn fyrsti hæluxinn, sem kom hingað til Akureyrar og fór í sveitina líka og ég er búin að vera að laga hann dálítið til hérna,“ segir Óskar. Og þú ert með A1 númerið? „Já og 25, 44 og 12 og ég veit ekki hvað og hvað,“ segir Óskar og skellihlær. Tveir af bílum Óskars á Akureyri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Óskar er eflaust þekktastur fyrir að vera einn af Álftagerðisbræðrunum frá Álftagerði í Skagafirði, sem allir eru mikli söngmenn og hafa víða komið saman fram. Bræðurnir koma lítið, sem ekkert opinberlega fram lengur enda aldurinn farin að færast yfir þá og önnur verkefni hafa tekið við. Óskar er þó enn þá að syngja á fullum krafti við allskonar tækifæri, ekki síst útfarir eins og í Akureyrarkirkju. Já talandi um útfarir, veit Óskar hvað hann hefur sungið í mörgum útförum ? „Ég giska á að þær séu kannski um fjögur þúsund,“ segir Óskar. Óskar Pétursson bifvélavirki og söngvari á Akureyri, sem hefur nóg að gera við að gera upp gamla bíla og syngja við ýmis tækifæri.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þegar ég kom hingað til starfa blautur á bak við bæði eyrun 1998 þá hringdi ég í þennan fræga mann, Óskar Pétursson, sem var að fara að syngja í jarðarför með mér og spurði hvenær hann vildi æfa með mér fyrir jarðarförina? „ Æfa, það er fyrir aumingja,“ sagði Óskar, segir Eyþóri Inga Jónsson, organisti í Akureyrarkirkju. Álftagerðisbræður, allt frábærir söngvarar, sem hafa gert garðinn frægan á Íslandi. Þeir hafa gefið saman út töluvert af efni, sem er alltaf mjög vinsælt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þátturinn með Óskari Péturssyni er nú aðgengilegur á Stöð 2+ Mig langar að vita Akureyri Tónlist Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Bifvélavirkinn Óskar Pétursson er með sitt eigið verkstæði á Akureyri þar sem hann er aðallega að gera upp gamla bíla. Þá er kaffistofan hans mjög vinsæl því karlarnir í hverfinu líta reglulega til hans þar sem sögur eru sagðar og mikið hlegið. Óskar hefur alltaf haft gaman af númerum á númeraplötum bíla. „Þetta er einn fyrsti hæluxinn, sem kom hingað til Akureyrar og fór í sveitina líka og ég er búin að vera að laga hann dálítið til hérna,“ segir Óskar. Og þú ert með A1 númerið? „Já og 25, 44 og 12 og ég veit ekki hvað og hvað,“ segir Óskar og skellihlær. Tveir af bílum Óskars á Akureyri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Óskar er eflaust þekktastur fyrir að vera einn af Álftagerðisbræðrunum frá Álftagerði í Skagafirði, sem allir eru mikli söngmenn og hafa víða komið saman fram. Bræðurnir koma lítið, sem ekkert opinberlega fram lengur enda aldurinn farin að færast yfir þá og önnur verkefni hafa tekið við. Óskar er þó enn þá að syngja á fullum krafti við allskonar tækifæri, ekki síst útfarir eins og í Akureyrarkirkju. Já talandi um útfarir, veit Óskar hvað hann hefur sungið í mörgum útförum ? „Ég giska á að þær séu kannski um fjögur þúsund,“ segir Óskar. Óskar Pétursson bifvélavirki og söngvari á Akureyri, sem hefur nóg að gera við að gera upp gamla bíla og syngja við ýmis tækifæri.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þegar ég kom hingað til starfa blautur á bak við bæði eyrun 1998 þá hringdi ég í þennan fræga mann, Óskar Pétursson, sem var að fara að syngja í jarðarför með mér og spurði hvenær hann vildi æfa með mér fyrir jarðarförina? „ Æfa, það er fyrir aumingja,“ sagði Óskar, segir Eyþóri Inga Jónsson, organisti í Akureyrarkirkju. Álftagerðisbræður, allt frábærir söngvarar, sem hafa gert garðinn frægan á Íslandi. Þeir hafa gefið saman út töluvert af efni, sem er alltaf mjög vinsælt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þátturinn með Óskari Péturssyni er nú aðgengilegur á Stöð 2+
Mig langar að vita Akureyri Tónlist Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira