Breytingar eru ekki alltaf af hinu góða en ef marka má gott gengi Þórs/KA á undirbúningstímabilinu þá hafa breytingarnar á Akureyri aðeins verið af hinu góða. Vísir gengur svo langt að spá þeim í efri helming Bestu deildar kvenna í sumar, eitthvað sem hefur ekki gerst síðan 2019. Venju samkvæmt spáir íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports fyrir um gengi liðanna í Bestu deild kvenna fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst þann 25. apríl með þremur leikjum. Fyrstu umferðinni lýkur svo 26. apríl með tveimur leikjum. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir því að Þór/KA lendi í 5. sæti Bestu deildar kvenna í sumar og fari upp um tvö sæti milli ára. Í ár mun Besta deild kvenna í knattspyrnu vera með sama sniði og Besta deild karla var á síðasta ári. Það er að liðin leika tvöfalda umferð, heima og að heiman, áður en úrslitakeppni hefst. Efstu fimm lið deildarinnar fara í umspil þar sem skorið verður úr um hver verður Íslandsmeistari og hvaða lið nær Evrópusæti. Liðin í 6. til 10. sæti berjast svo um að halda sæti sínu í deildinni. Sumarið 2022 var ekki frábært hjá Þór/KA. Liðið endaði aðeins fimm stigum fyrir ofan fallsæti þrátt fyrir að það hafi tapað síðustu tveimur leikjum tímabilsins. Það verður ekki í boði í ár þar sem slík töp gætu skorið úr um hvort liðið endi í efri eða neðri helming deildarinnar. Þór/KA fór alla leið í úrslit Lengjubikarsins.Vísir/Diego Töluverðar breytingar hafa orðið á liði Þórs/KA milli ára. Til að byrja með er Jóhann Kristinn Gunnarsson mættur aftur í stjórastólinn. Hann þekkir hvern krók og kima hjá félaginu en undir hans stjórn varð Þór/KA Íslandsmeistari haustið 2012. Markmiðin í sumar eru ef til vill ekki jafn háleit en gengið í Lengjubikarnum hefur sett aukna pressu á liðið. Þar fór Þór/KA alla leið í úrslit og lagði meðal annars Íslands- og bikarmeistara Vals sem og Breiðablik á leið sinni þangað. Í úrslitum tapaði liðið naumlega fyrir Stjörnunni en leikurinn fór alla leið í vítaspyrnukeppni. Ár í deildinni: 24. tímabilið í röð í efstu deild (2001-2005 sem Þór/KA/KS) Besti árangur: Íslandsmeistari (2012 og 2017) Best í bikar: Úrslit 2013 Sæti í fyrra: 7. sæti Þjálfari: Jóhann Kristinn Gunnarsson (1. tímabil) Markahæst í fyrra: Sandra María Jessen, 8 mörk Liðið og lykilmenn Þegar Þór/KA varð Íslandsmeistari árið 2012 var hin unga og efnilega Sandra María Jessen allt í öllu í sóknarleik liðsins með 18 mörk í 18 leikjum. Þó hún sé ekki ung og efnileg lengur þá er Sandra María stór ástæða þess að Þór/KA er allt í einu farið að ógna stærstu liðum landsins. Hún var hreint út sagt frábær í Lengjubikarnum þar sem hún skoraði 12 mörk í 7 leikjum. Svo góð var frammistaðan að hún var kölluð inn í A-landsliðið á nýjan leik. Sandra María skoraði 8 mörk í 18 leikjum á síðustu leiktíð en reikna má með að þau verði töluvert fleiri í sumar. Sandra María og Jóhann Kristinn árið 2012.vísir/auðunn Það mætti spyrja sig hvort Akureyringar hafi fundið tímavél en annar af lykilmönnum liðsins varð einnig Íslandsmeistari með liðinu 2012. Miðjumaðurinn Tahnai Annis gekk aftur í raðir Þórs/KA í janúar á þessu ári. Hún spilaði með liðinu 2012 til 2014 og er nú mætt aftur á Akureyri. Tahnai mun vera á faraldsfæti í sumar þar sem hún er fyrirliði Filippseyja og „þarf“ því að skella sér til Ástralíu og Nýja-Sjálands þar sem HM fer fram. Grafík/Bjarki Hulda [Björg Hannesdóttir] og Hulda [Ósk Jónsdóttir] verða að öllum líkindum í stóru hlutverki eins og svo oft áður. Hulda Björg er þó að stíga upp úr meiðslum og ekki er vitað hversu mikið hún mun spila í upphafi móts. Með það líkt og svo margt annað hjá Þór/KA þá er nær ómögulegt að spá fyrir um það. Ásamt Tahnai hefur Þór/KA fengið frekari liðsstyrk erlendis frá. Melissa Lowder er mætt í markið og Dominique Randle í miðvörðinn. Þá er Karen María Sigurgeirsdóttir snúin aftur til liðsins á láni frá Breiðabliki. Sandra María Jessen, 28 ára sóknarmaður Tahnai Annis, 33 ára miðjumaður Hulda Ósk Jónsdóttir, 26 ára vængmaður Það gæti farið svo að Þór/KA fái liðsstyrk um mitt sumar en tveir fyrrum leikmenn liðsins renna út á samning erlendis áður en langt um líður. María Catharina Ólafsdóttir Gros samdi fyrir ekki svo löngu við hollenska félagið Fortuna Sittard. Sá samningur rennur út 7. maí næstkomandi. Sömu sögu er að segja af Margréti Árnadóttur en hún spilar í dag með Parma á Ítalíu. Sá samningur rennur út 20. maí. Hver veit nema Þór/KA fái sumargjöf í formi tveggja nýrra leikmanna sem hafa þó áður spilað með félaginu. Komnar Melissa Anne Lowder, frá Bandaríkjunum Dominique Randle, frá Bandaríkjunum Karen María Sigurgeirsdóttir, frá Breiðabliki [á láni] Tahnai Annis, frá Bandaríkjunum Arna Kristinsdóttir frá Tindastóli [úr láni] Sonja Björg Sigurðardóttir frá Völsungi [úr láni] Una Móeiður Hlynsdóttir frá Völsungi [úr láni] Farnar Andrea Mist Pálsdóttir í Stjörnuna Arna Eiríksdóttir í Val [úr láni] María C. Ólafsdóttir Gros í Fortuna Sittard Margrét Árnadóttir í Parma Sara Mjöll Jóhannsdóttir í HK Fylgist með Efniviðurinn á Akureyri er gríðarlegur. Fjöldi ungra og efnilegra leikmanna gætu blómstað í liði Þórs/KA í sumar en Karlotta Björk Andradóttir [f. 2007] er líklegust til að láta að sér kveða. Hún hefur verið viðloðandi meistaraflokkinn á undirbúningstímabilinu og hver veit nema hún grípi gæsina þegar hún gefst í sumar. View this post on Instagram A post shared by Þór/KA (@thorkastelpur) Í besta/versta falli Í besta falli stríðir Þór/KA bestu liðum landsins og blandar sér af alvöru í baráttuna um bronsið. Að því sögðu þá var liðið ekki langt fyrir ofan fallsæti í fyrra og ef allt fer á versta veg gæti liðið einfaldlega sogast í baráttu um að halda sæti sínu í deildinni. Það er í raun undir Þór/KA komið hvort verður í sumar. Fótbolti Besta deild kvenna Íslenski boltinn Þór Akureyri KA Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Gary sem stal jólunum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport
Venju samkvæmt spáir íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports fyrir um gengi liðanna í Bestu deild kvenna fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst þann 25. apríl með þremur leikjum. Fyrstu umferðinni lýkur svo 26. apríl með tveimur leikjum. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir því að Þór/KA lendi í 5. sæti Bestu deildar kvenna í sumar og fari upp um tvö sæti milli ára. Í ár mun Besta deild kvenna í knattspyrnu vera með sama sniði og Besta deild karla var á síðasta ári. Það er að liðin leika tvöfalda umferð, heima og að heiman, áður en úrslitakeppni hefst. Efstu fimm lið deildarinnar fara í umspil þar sem skorið verður úr um hver verður Íslandsmeistari og hvaða lið nær Evrópusæti. Liðin í 6. til 10. sæti berjast svo um að halda sæti sínu í deildinni. Sumarið 2022 var ekki frábært hjá Þór/KA. Liðið endaði aðeins fimm stigum fyrir ofan fallsæti þrátt fyrir að það hafi tapað síðustu tveimur leikjum tímabilsins. Það verður ekki í boði í ár þar sem slík töp gætu skorið úr um hvort liðið endi í efri eða neðri helming deildarinnar. Þór/KA fór alla leið í úrslit Lengjubikarsins.Vísir/Diego Töluverðar breytingar hafa orðið á liði Þórs/KA milli ára. Til að byrja með er Jóhann Kristinn Gunnarsson mættur aftur í stjórastólinn. Hann þekkir hvern krók og kima hjá félaginu en undir hans stjórn varð Þór/KA Íslandsmeistari haustið 2012. Markmiðin í sumar eru ef til vill ekki jafn háleit en gengið í Lengjubikarnum hefur sett aukna pressu á liðið. Þar fór Þór/KA alla leið í úrslit og lagði meðal annars Íslands- og bikarmeistara Vals sem og Breiðablik á leið sinni þangað. Í úrslitum tapaði liðið naumlega fyrir Stjörnunni en leikurinn fór alla leið í vítaspyrnukeppni. Ár í deildinni: 24. tímabilið í röð í efstu deild (2001-2005 sem Þór/KA/KS) Besti árangur: Íslandsmeistari (2012 og 2017) Best í bikar: Úrslit 2013 Sæti í fyrra: 7. sæti Þjálfari: Jóhann Kristinn Gunnarsson (1. tímabil) Markahæst í fyrra: Sandra María Jessen, 8 mörk Liðið og lykilmenn Þegar Þór/KA varð Íslandsmeistari árið 2012 var hin unga og efnilega Sandra María Jessen allt í öllu í sóknarleik liðsins með 18 mörk í 18 leikjum. Þó hún sé ekki ung og efnileg lengur þá er Sandra María stór ástæða þess að Þór/KA er allt í einu farið að ógna stærstu liðum landsins. Hún var hreint út sagt frábær í Lengjubikarnum þar sem hún skoraði 12 mörk í 7 leikjum. Svo góð var frammistaðan að hún var kölluð inn í A-landsliðið á nýjan leik. Sandra María skoraði 8 mörk í 18 leikjum á síðustu leiktíð en reikna má með að þau verði töluvert fleiri í sumar. Sandra María og Jóhann Kristinn árið 2012.vísir/auðunn Það mætti spyrja sig hvort Akureyringar hafi fundið tímavél en annar af lykilmönnum liðsins varð einnig Íslandsmeistari með liðinu 2012. Miðjumaðurinn Tahnai Annis gekk aftur í raðir Þórs/KA í janúar á þessu ári. Hún spilaði með liðinu 2012 til 2014 og er nú mætt aftur á Akureyri. Tahnai mun vera á faraldsfæti í sumar þar sem hún er fyrirliði Filippseyja og „þarf“ því að skella sér til Ástralíu og Nýja-Sjálands þar sem HM fer fram. Grafík/Bjarki Hulda [Björg Hannesdóttir] og Hulda [Ósk Jónsdóttir] verða að öllum líkindum í stóru hlutverki eins og svo oft áður. Hulda Björg er þó að stíga upp úr meiðslum og ekki er vitað hversu mikið hún mun spila í upphafi móts. Með það líkt og svo margt annað hjá Þór/KA þá er nær ómögulegt að spá fyrir um það. Ásamt Tahnai hefur Þór/KA fengið frekari liðsstyrk erlendis frá. Melissa Lowder er mætt í markið og Dominique Randle í miðvörðinn. Þá er Karen María Sigurgeirsdóttir snúin aftur til liðsins á láni frá Breiðabliki. Sandra María Jessen, 28 ára sóknarmaður Tahnai Annis, 33 ára miðjumaður Hulda Ósk Jónsdóttir, 26 ára vængmaður Það gæti farið svo að Þór/KA fái liðsstyrk um mitt sumar en tveir fyrrum leikmenn liðsins renna út á samning erlendis áður en langt um líður. María Catharina Ólafsdóttir Gros samdi fyrir ekki svo löngu við hollenska félagið Fortuna Sittard. Sá samningur rennur út 7. maí næstkomandi. Sömu sögu er að segja af Margréti Árnadóttur en hún spilar í dag með Parma á Ítalíu. Sá samningur rennur út 20. maí. Hver veit nema Þór/KA fái sumargjöf í formi tveggja nýrra leikmanna sem hafa þó áður spilað með félaginu. Komnar Melissa Anne Lowder, frá Bandaríkjunum Dominique Randle, frá Bandaríkjunum Karen María Sigurgeirsdóttir, frá Breiðabliki [á láni] Tahnai Annis, frá Bandaríkjunum Arna Kristinsdóttir frá Tindastóli [úr láni] Sonja Björg Sigurðardóttir frá Völsungi [úr láni] Una Móeiður Hlynsdóttir frá Völsungi [úr láni] Farnar Andrea Mist Pálsdóttir í Stjörnuna Arna Eiríksdóttir í Val [úr láni] María C. Ólafsdóttir Gros í Fortuna Sittard Margrét Árnadóttir í Parma Sara Mjöll Jóhannsdóttir í HK Fylgist með Efniviðurinn á Akureyri er gríðarlegur. Fjöldi ungra og efnilegra leikmanna gætu blómstað í liði Þórs/KA í sumar en Karlotta Björk Andradóttir [f. 2007] er líklegust til að láta að sér kveða. Hún hefur verið viðloðandi meistaraflokkinn á undirbúningstímabilinu og hver veit nema hún grípi gæsina þegar hún gefst í sumar. View this post on Instagram A post shared by Þór/KA (@thorkastelpur) Í besta/versta falli Í besta falli stríðir Þór/KA bestu liðum landsins og blandar sér af alvöru í baráttuna um bronsið. Að því sögðu þá var liðið ekki langt fyrir ofan fallsæti í fyrra og ef allt fer á versta veg gæti liðið einfaldlega sogast í baráttu um að halda sæti sínu í deildinni. Það er í raun undir Þór/KA komið hvort verður í sumar.
Ár í deildinni: 24. tímabilið í röð í efstu deild (2001-2005 sem Þór/KA/KS) Besti árangur: Íslandsmeistari (2012 og 2017) Best í bikar: Úrslit 2013 Sæti í fyrra: 7. sæti Þjálfari: Jóhann Kristinn Gunnarsson (1. tímabil) Markahæst í fyrra: Sandra María Jessen, 8 mörk
Sandra María Jessen, 28 ára sóknarmaður Tahnai Annis, 33 ára miðjumaður Hulda Ósk Jónsdóttir, 26 ára vængmaður
Komnar Melissa Anne Lowder, frá Bandaríkjunum Dominique Randle, frá Bandaríkjunum Karen María Sigurgeirsdóttir, frá Breiðabliki [á láni] Tahnai Annis, frá Bandaríkjunum Arna Kristinsdóttir frá Tindastóli [úr láni] Sonja Björg Sigurðardóttir frá Völsungi [úr láni] Una Móeiður Hlynsdóttir frá Völsungi [úr láni] Farnar Andrea Mist Pálsdóttir í Stjörnuna Arna Eiríksdóttir í Val [úr láni] María C. Ólafsdóttir Gros í Fortuna Sittard Margrét Árnadóttir í Parma Sara Mjöll Jóhannsdóttir í HK