Hefur fulla trú á Kára í baráttunni gegn riðu Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. apríl 2023 13:24 Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Vísir/Vilhelm Þingmaður og fyrrverandi bóndi fagnar mjög mögulegri aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar að greiningu sýna úr íslensku sauðfé - og leitinni að verndandi arfgerð gegn riðu. Ef haldið sé rétt á spöðunum væri jafnvel hægt að vænta niðurstöðu í haust. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar sagði í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í gær að fyrirtækið hefði til skoðunar að setja upp rannsoknarstofu til að greina 200 þúsund sýni úr íslenskum kindum og finna þannig mögulega verndandi arfgerð gegn riðuveiki. Sýni hafa hingað til verið send til greiningar í Þýskalandi. Kári sagði ráðamenn hafa komið að máli við hann í gær og beðið hann um aðstoð en riða greindist nýlega á tveimur bæjum í Miðfirði og skera þarf niður yfir 1.400 kindur. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.Vísir/vilhelm Halla Signý Kristjánsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi - og fyrrverandi bóndi - fagnar mjög mögulegri aðkomu Erfðagreiningar. „Þessi breytileiki hann erfist og því er hægt að rækta þetta úr íslenska fjárstofninum á nokkrum árum. En til þess að gera þetta hratt og vel er nauðsynlegt að ríkið komi að þessu og svona öflugt fyrirtæki eins og hjá Kára, ég fagna því bara innilega,“ segir Halla. Hún telur að árangur gæti náðst mjög fljótt. „Þetta er ekki flókið, bændur geta í raun tekið sýnin sjálfir og sent þetta áfram. Það tekur ekki langan tíma að finna þetta þannig að ef þetta er sett af stað, ef það væru tekin sýni úr kindum í vor þá væri komin niðurstaða jafnvel í haust. Og þá væri hægt að setja líflömb á eftir því hvernig þetta hefur fundist og taka svo hrúta og setja á sæðingarstöðina,“ segir Halla. „En þetta er bara mjög gleðilegt að það sé hægt, í þessum vondu fréttum sem hafa verið að koma undanfarna daga. Það er þyngra en tárum taki að heyra þessar fréttir úr Húnavatnssýslunni.“ Þannig að þú bindur miklar vonir við þessar mögulegu fyrirætlanir Íslenskrar erfðagreiningar? „Já, ég held að ef að Kári fær áhuga á þessu verkefni þá tæklar hann þetta.“ Dýraheilbrigði Dýr Húnaþing vestra Íslensk erfðagreining Riða í Miðfirði Tengdar fréttir Aukinn þunga þurfi í leit að verndandi arfgerð gegn riðu Samfélagið er slegið í Miðfirði eftir að riða kom upp á tveimur bæjum en í heild þarf að fella ríflega fjórtán hundrað kindur. Sveitarstjóri segir skellinn ef til vill meiri en ella þar sem hólfið hafi áður verið talið hreint. Formaður Bændasamtakanna vill að aukinn kraftur sé settur í rannsókn á verndandi arfgerð þar sem best væri að taka sýni úr allt að þrjátíu þúsund lömbum strax í vor. 15. apríl 2023 21:01 Samfélagið slegið vegna riðutilfella og bændur uggandi Riðutilfelli sem hafa nú greinst á tveimur bæjum í Miðfirði eru mikið áfall fyrir samfélagið að sögn sveitarstjóra Húnaþings vestra. Boðað hefur verið til íbúafundar í næstu viku til að fara yfir stöðuna en margir eru uggandi um framhaldið. Stórauka þurfi fé í riðuvarnir og rannsóknir að mati sveitarstjóra. 15. apríl 2023 13:27 Skera niður allt fé á öðrum bæ í Miðfirði Við rannsókn á sýnum úr kindum sem keyptar voru af bænum Bergstöðum í Miðfirði, þar sem riða greindist á dögunum, greindist ein kind á bænum Syðri-Urriðaá með riðu. Allt fé á bænum verður skorið niður. 14. apríl 2023 17:28 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar sagði í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í gær að fyrirtækið hefði til skoðunar að setja upp rannsoknarstofu til að greina 200 þúsund sýni úr íslenskum kindum og finna þannig mögulega verndandi arfgerð gegn riðuveiki. Sýni hafa hingað til verið send til greiningar í Þýskalandi. Kári sagði ráðamenn hafa komið að máli við hann í gær og beðið hann um aðstoð en riða greindist nýlega á tveimur bæjum í Miðfirði og skera þarf niður yfir 1.400 kindur. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.Vísir/vilhelm Halla Signý Kristjánsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi - og fyrrverandi bóndi - fagnar mjög mögulegri aðkomu Erfðagreiningar. „Þessi breytileiki hann erfist og því er hægt að rækta þetta úr íslenska fjárstofninum á nokkrum árum. En til þess að gera þetta hratt og vel er nauðsynlegt að ríkið komi að þessu og svona öflugt fyrirtæki eins og hjá Kára, ég fagna því bara innilega,“ segir Halla. Hún telur að árangur gæti náðst mjög fljótt. „Þetta er ekki flókið, bændur geta í raun tekið sýnin sjálfir og sent þetta áfram. Það tekur ekki langan tíma að finna þetta þannig að ef þetta er sett af stað, ef það væru tekin sýni úr kindum í vor þá væri komin niðurstaða jafnvel í haust. Og þá væri hægt að setja líflömb á eftir því hvernig þetta hefur fundist og taka svo hrúta og setja á sæðingarstöðina,“ segir Halla. „En þetta er bara mjög gleðilegt að það sé hægt, í þessum vondu fréttum sem hafa verið að koma undanfarna daga. Það er þyngra en tárum taki að heyra þessar fréttir úr Húnavatnssýslunni.“ Þannig að þú bindur miklar vonir við þessar mögulegu fyrirætlanir Íslenskrar erfðagreiningar? „Já, ég held að ef að Kári fær áhuga á þessu verkefni þá tæklar hann þetta.“
Dýraheilbrigði Dýr Húnaþing vestra Íslensk erfðagreining Riða í Miðfirði Tengdar fréttir Aukinn þunga þurfi í leit að verndandi arfgerð gegn riðu Samfélagið er slegið í Miðfirði eftir að riða kom upp á tveimur bæjum en í heild þarf að fella ríflega fjórtán hundrað kindur. Sveitarstjóri segir skellinn ef til vill meiri en ella þar sem hólfið hafi áður verið talið hreint. Formaður Bændasamtakanna vill að aukinn kraftur sé settur í rannsókn á verndandi arfgerð þar sem best væri að taka sýni úr allt að þrjátíu þúsund lömbum strax í vor. 15. apríl 2023 21:01 Samfélagið slegið vegna riðutilfella og bændur uggandi Riðutilfelli sem hafa nú greinst á tveimur bæjum í Miðfirði eru mikið áfall fyrir samfélagið að sögn sveitarstjóra Húnaþings vestra. Boðað hefur verið til íbúafundar í næstu viku til að fara yfir stöðuna en margir eru uggandi um framhaldið. Stórauka þurfi fé í riðuvarnir og rannsóknir að mati sveitarstjóra. 15. apríl 2023 13:27 Skera niður allt fé á öðrum bæ í Miðfirði Við rannsókn á sýnum úr kindum sem keyptar voru af bænum Bergstöðum í Miðfirði, þar sem riða greindist á dögunum, greindist ein kind á bænum Syðri-Urriðaá með riðu. Allt fé á bænum verður skorið niður. 14. apríl 2023 17:28 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Aukinn þunga þurfi í leit að verndandi arfgerð gegn riðu Samfélagið er slegið í Miðfirði eftir að riða kom upp á tveimur bæjum en í heild þarf að fella ríflega fjórtán hundrað kindur. Sveitarstjóri segir skellinn ef til vill meiri en ella þar sem hólfið hafi áður verið talið hreint. Formaður Bændasamtakanna vill að aukinn kraftur sé settur í rannsókn á verndandi arfgerð þar sem best væri að taka sýni úr allt að þrjátíu þúsund lömbum strax í vor. 15. apríl 2023 21:01
Samfélagið slegið vegna riðutilfella og bændur uggandi Riðutilfelli sem hafa nú greinst á tveimur bæjum í Miðfirði eru mikið áfall fyrir samfélagið að sögn sveitarstjóra Húnaþings vestra. Boðað hefur verið til íbúafundar í næstu viku til að fara yfir stöðuna en margir eru uggandi um framhaldið. Stórauka þurfi fé í riðuvarnir og rannsóknir að mati sveitarstjóra. 15. apríl 2023 13:27
Skera niður allt fé á öðrum bæ í Miðfirði Við rannsókn á sýnum úr kindum sem keyptar voru af bænum Bergstöðum í Miðfirði, þar sem riða greindist á dögunum, greindist ein kind á bænum Syðri-Urriðaá með riðu. Allt fé á bænum verður skorið niður. 14. apríl 2023 17:28