Aukinn þunga þurfi í leit að verndandi arfgerð gegn riðu Fanndís Birna Logadóttir skrifar 15. apríl 2023 21:01 Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, segir mikilvægt að bæði efla varnir gegn riðu og að leita í auknum mæli að verndandi arfgerðinni ARR. Stöð 2/Egill Samfélagið er slegið í Miðfirði eftir að riða kom upp á tveimur bæjum en í heild þarf að fella ríflega fjórtán hundrað kindur. Sveitarstjóri segir skellinn ef til vill meiri en ella þar sem hólfið hafi áður verið talið hreint. Formaður Bændasamtakanna vill að aukinn kraftur sé settur í rannsókn á verndandi arfgerð þar sem best væri að taka sýni úr allt að þrjátíu þúsund lömbum strax í vor. Um 700 kindur á bænum Bergsstöðum í Miðfirði í Húnaþingi vestra voru aflífaðar í síðustu viku eftir að riða greindist á bænum og í gær kom í ljós að riða hafi greinst á nágrannabænum Syðri-Urriðaá. Þar þarf sömuleiðis að aflífa öllum kindum, um 720 talsins. „Við erum auðvitað bara öll harmi slegin yfir þessum atburðum og hugur okkar er fyrst og síðast hjá bændunum sem eru að verða fyrir þessu áfalli,“ segir Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra. „Það er mjög mikil vinna sem er fram undan og í mörgum tilfellum bara áratugastarf sem er að fara í súginn.” Ekki er hægt að aflífa féð af seinni bænum að svo stöddu þar sem ekki er hægt að farga vegna bilunar í sorpeyðingarstöðinni Kölku á Suðurnesjum. Aðrar leiðir til förgunar, svo sem urðun, eru til skoðunar í samtali við Umhverfisstofnun. „Sú vinna er bara í gangi og við leggjum allt kapp á að hún gangi hratt og eins vel og hægt er miðað við þessar aðstæður. Svo verður íbúafundur á þriðjudagskvöld á hótel Laugarbakka þar sem verða flutt erindi frá aðilum sem hafa eitthvað með þessi mál að gera,“ segir Unnur en meðal annars verður sálfræðingur með erindi. Ólíkt öðrum tilfellum síðustu ár Þetta er ekki í fyrsta sinn sem riða kemur upp í sveitarfélaginu en árin 2001 til 2021 kom sjúkdómurinn upp á sjö bæjum í tveimur hólfum í Húnaþingi vestra, en í tveimur tilfellum var um að ræða mögulega endur-uppkomu frá því fyrir aldamót. Milli áranna 2001 og 2021 kom riðuveiki upp á sjö bæjum í Húnaþingi vestra. Grafík/Sara Rut „Það sem er ólíkt í þessu tilfelli samanborið við önnur sem hafa komið upp í sveitarfélaginu undanfarin ár er að þetta hólf, Miðfjarðarhólf, var talið hreint fyrir riðu. Þannig það kannski gerir skellinn meiri en ella, þó þetta sé auðvitað alltaf mikið áfall,“ segir hún. „Þessir bændur sem að fyrir þessu verða eiga fyrir höndum stórt verkefni sem mun taka mjög langan tíma. En þetta er líka mikið efnahagslegt högg því að þetta eru tvö mjög stór bú og svo er náttúrulega ekkert vitað hvað verður um framhaldið, það mun líka hafa áhrif til lengri tíma fyrir samfélagið hér,“ segir hún enn fremur. Riðuvörnum mögulega ábótavant Riða er langvinnur og ólæknandi smitsjúkdómur í sauðfé en sjúkdómurinn veldur svampkenndum hrörnunarskemmdum í heila og mænu. Það getur tekið tíma fyrir einkenni riðu að koma fram en þegar einkennin koma fram geta veikindin leitt til dauða á örfáum vikum. Eitt einkenni riðu er titringur en dæmi um slíkt má sjá á myndskeiðum frá Matvælastofnun. Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, segir mál bændanna hið sorglegasta en það sé nokkuð sláandi að riða hafi greinst í Miðfirði. Skoða þurfi betur í framhaldinu skilgreiningar á varnarhólfum í sauðfjárrækt og hvernig viðhald á varnargirðingum er háttað. „Það alla vega vekur mann verulega til umhugsunar hvernig riðusmit berst í þetta hólf sem að hefur ekki greinst riða í áratugi, þá verður maður dálítið hugsi um hvaðan þetta kemur,“ segir Gunnar um málið. Mögulegt er að riða muni greinast víðar. „Þetta eru náttúrulega öflug sauðfjárræktarbú, bæði tvö þarna í Miðfirðinum, og það hefur verið eftirsótt að fá hrúta frá þeim til undaneldis til þess að gera betur á öðrum bæjum. Þá veltir maður fyrir sér hvort þetta sé komið víðar og maður eiginlega bara krossar putta að svo sé ekki,“ segir Gunnar. Langtímaverkefnið að leita að verndandi arfgerðinni Til lengri tíma litið hafi þau miklar væntingar til verndandi arfgerðarinnar ARR sem fannst árið 2022 í hrútnum Gimsteini frá Þernunesi og frænkum hans. Best væri að taka sýni úr á bilinu 20 til 30 þúsund lömbum sem fæðast í vor til að kanna hvort þau beri genið. „Það er svona okkar æðsti draumur en ég held að í framhaldi af þessu þurfum við að taka samtalið við ráðuneytið um það hvort við getum ekki farið í þetta verkefni þannig við sjáum árangurinn af því sem að er þó búið að gera,“ segir Gunnar. „Ef við finnum arfgerð sem að leiðir það af sér að sauðfé fái ekki þessa viðbjóðslegu pest þá er kannski hluti af verkefninu alla vega að þokast áfram.“ Þessu fylgi þó töluverður kostnaður og viðbúið að það taki langan tíma. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, greindi frá því í viðtali við RÚV í dag að þau væru með til skoðunar, að beiðni ráðherra, að setja upp sérstaka rannsóknarstofu til að greina sýni úr öllu íslensku sauðfé og leita að arfgerðinni. Að mati Gunnars þarf að leita lausna, bæði til lengri og skemmri tíma. „Númer eitt er náttúrulega hvernig lögum við þessi varnarhólf og númer tvö er hvernig dreifum við þessu arfgeni sem víðast þannig að við náum árangri,“ segir hann. Dýraheilbrigði Dýr Húnaþing vestra Landbúnaður Riða í Miðfirði Tengdar fréttir Samfélagið slegið vegna riðutilfella og bændur uggandi Riðutilfelli sem hafa nú greinst á tveimur bæjum í Miðfirði eru mikið áfall fyrir samfélagið að sögn sveitarstjóra Húnaþings vestra. Boðað hefur verið til íbúafundar í næstu viku til að fara yfir stöðuna en margir eru uggandi um framhaldið. Stórauka þurfi fé í riðuvarnir og rannsóknir að mati sveitarstjóra. 15. apríl 2023 13:27 Skera niður allt fé á öðrum bæ í Miðfirði Við rannsókn á sýnum úr kindum sem keyptar voru af bænum Bergstöðum í Miðfirði, þar sem riða greindist á dögunum, greindist ein kind á bænum Syðri-Urriðaá með riðu. Allt fé á bænum verður skorið niður. 14. apríl 2023 17:28 Uggandi vegna mögulegrar dreifingar riðunnar Búið er að aflífa um sjö hundruð kindur á bænum Bergsstöðum í Vestur-Húnaþingi vegna riðu sem kom þar upp. Tuttugu kindur úr hjörðinni höfðu verið fluttar á nokkra bæi í nágrenninu og yfirdýralæknir segir í forgangi að greina sýni úr þeim. Reynist þær sýktar þarf að aflífa fé á þeim bæjum. 11. apríl 2023 12:03 Alltaf skelfilegt en verst á þessum árstíma Ari Guðmundsson, bóndi á Bergsstöðum í Húnaþingi vestra, segir það vera svakalegt högg að þurfa að lóga öllum 690 kindum á bænum sínum. Riða greindist í sauðfé á bænum og fór Matvælastofnun fram á að kindunum yrði lógað. 4. apríl 2023 11:10 Lóga hátt í sjö hundruð kindum vegna riðu í Miðfirði Hátt í sjö hundruð kindum verður lógað á bænum Bergsstöðum í Vestur-Húnaþingi eftir að riða greindist þar. Þetta er í fyrsta skipti sem riða greinist á sóttvarnasvæðinu sem nefnist Miðfjarðarhólf. 3. apríl 2023 13:47 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Um 700 kindur á bænum Bergsstöðum í Miðfirði í Húnaþingi vestra voru aflífaðar í síðustu viku eftir að riða greindist á bænum og í gær kom í ljós að riða hafi greinst á nágrannabænum Syðri-Urriðaá. Þar þarf sömuleiðis að aflífa öllum kindum, um 720 talsins. „Við erum auðvitað bara öll harmi slegin yfir þessum atburðum og hugur okkar er fyrst og síðast hjá bændunum sem eru að verða fyrir þessu áfalli,“ segir Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra. „Það er mjög mikil vinna sem er fram undan og í mörgum tilfellum bara áratugastarf sem er að fara í súginn.” Ekki er hægt að aflífa féð af seinni bænum að svo stöddu þar sem ekki er hægt að farga vegna bilunar í sorpeyðingarstöðinni Kölku á Suðurnesjum. Aðrar leiðir til förgunar, svo sem urðun, eru til skoðunar í samtali við Umhverfisstofnun. „Sú vinna er bara í gangi og við leggjum allt kapp á að hún gangi hratt og eins vel og hægt er miðað við þessar aðstæður. Svo verður íbúafundur á þriðjudagskvöld á hótel Laugarbakka þar sem verða flutt erindi frá aðilum sem hafa eitthvað með þessi mál að gera,“ segir Unnur en meðal annars verður sálfræðingur með erindi. Ólíkt öðrum tilfellum síðustu ár Þetta er ekki í fyrsta sinn sem riða kemur upp í sveitarfélaginu en árin 2001 til 2021 kom sjúkdómurinn upp á sjö bæjum í tveimur hólfum í Húnaþingi vestra, en í tveimur tilfellum var um að ræða mögulega endur-uppkomu frá því fyrir aldamót. Milli áranna 2001 og 2021 kom riðuveiki upp á sjö bæjum í Húnaþingi vestra. Grafík/Sara Rut „Það sem er ólíkt í þessu tilfelli samanborið við önnur sem hafa komið upp í sveitarfélaginu undanfarin ár er að þetta hólf, Miðfjarðarhólf, var talið hreint fyrir riðu. Þannig það kannski gerir skellinn meiri en ella, þó þetta sé auðvitað alltaf mikið áfall,“ segir hún. „Þessir bændur sem að fyrir þessu verða eiga fyrir höndum stórt verkefni sem mun taka mjög langan tíma. En þetta er líka mikið efnahagslegt högg því að þetta eru tvö mjög stór bú og svo er náttúrulega ekkert vitað hvað verður um framhaldið, það mun líka hafa áhrif til lengri tíma fyrir samfélagið hér,“ segir hún enn fremur. Riðuvörnum mögulega ábótavant Riða er langvinnur og ólæknandi smitsjúkdómur í sauðfé en sjúkdómurinn veldur svampkenndum hrörnunarskemmdum í heila og mænu. Það getur tekið tíma fyrir einkenni riðu að koma fram en þegar einkennin koma fram geta veikindin leitt til dauða á örfáum vikum. Eitt einkenni riðu er titringur en dæmi um slíkt má sjá á myndskeiðum frá Matvælastofnun. Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, segir mál bændanna hið sorglegasta en það sé nokkuð sláandi að riða hafi greinst í Miðfirði. Skoða þurfi betur í framhaldinu skilgreiningar á varnarhólfum í sauðfjárrækt og hvernig viðhald á varnargirðingum er háttað. „Það alla vega vekur mann verulega til umhugsunar hvernig riðusmit berst í þetta hólf sem að hefur ekki greinst riða í áratugi, þá verður maður dálítið hugsi um hvaðan þetta kemur,“ segir Gunnar um málið. Mögulegt er að riða muni greinast víðar. „Þetta eru náttúrulega öflug sauðfjárræktarbú, bæði tvö þarna í Miðfirðinum, og það hefur verið eftirsótt að fá hrúta frá þeim til undaneldis til þess að gera betur á öðrum bæjum. Þá veltir maður fyrir sér hvort þetta sé komið víðar og maður eiginlega bara krossar putta að svo sé ekki,“ segir Gunnar. Langtímaverkefnið að leita að verndandi arfgerðinni Til lengri tíma litið hafi þau miklar væntingar til verndandi arfgerðarinnar ARR sem fannst árið 2022 í hrútnum Gimsteini frá Þernunesi og frænkum hans. Best væri að taka sýni úr á bilinu 20 til 30 þúsund lömbum sem fæðast í vor til að kanna hvort þau beri genið. „Það er svona okkar æðsti draumur en ég held að í framhaldi af þessu þurfum við að taka samtalið við ráðuneytið um það hvort við getum ekki farið í þetta verkefni þannig við sjáum árangurinn af því sem að er þó búið að gera,“ segir Gunnar. „Ef við finnum arfgerð sem að leiðir það af sér að sauðfé fái ekki þessa viðbjóðslegu pest þá er kannski hluti af verkefninu alla vega að þokast áfram.“ Þessu fylgi þó töluverður kostnaður og viðbúið að það taki langan tíma. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, greindi frá því í viðtali við RÚV í dag að þau væru með til skoðunar, að beiðni ráðherra, að setja upp sérstaka rannsóknarstofu til að greina sýni úr öllu íslensku sauðfé og leita að arfgerðinni. Að mati Gunnars þarf að leita lausna, bæði til lengri og skemmri tíma. „Númer eitt er náttúrulega hvernig lögum við þessi varnarhólf og númer tvö er hvernig dreifum við þessu arfgeni sem víðast þannig að við náum árangri,“ segir hann.
Dýraheilbrigði Dýr Húnaþing vestra Landbúnaður Riða í Miðfirði Tengdar fréttir Samfélagið slegið vegna riðutilfella og bændur uggandi Riðutilfelli sem hafa nú greinst á tveimur bæjum í Miðfirði eru mikið áfall fyrir samfélagið að sögn sveitarstjóra Húnaþings vestra. Boðað hefur verið til íbúafundar í næstu viku til að fara yfir stöðuna en margir eru uggandi um framhaldið. Stórauka þurfi fé í riðuvarnir og rannsóknir að mati sveitarstjóra. 15. apríl 2023 13:27 Skera niður allt fé á öðrum bæ í Miðfirði Við rannsókn á sýnum úr kindum sem keyptar voru af bænum Bergstöðum í Miðfirði, þar sem riða greindist á dögunum, greindist ein kind á bænum Syðri-Urriðaá með riðu. Allt fé á bænum verður skorið niður. 14. apríl 2023 17:28 Uggandi vegna mögulegrar dreifingar riðunnar Búið er að aflífa um sjö hundruð kindur á bænum Bergsstöðum í Vestur-Húnaþingi vegna riðu sem kom þar upp. Tuttugu kindur úr hjörðinni höfðu verið fluttar á nokkra bæi í nágrenninu og yfirdýralæknir segir í forgangi að greina sýni úr þeim. Reynist þær sýktar þarf að aflífa fé á þeim bæjum. 11. apríl 2023 12:03 Alltaf skelfilegt en verst á þessum árstíma Ari Guðmundsson, bóndi á Bergsstöðum í Húnaþingi vestra, segir það vera svakalegt högg að þurfa að lóga öllum 690 kindum á bænum sínum. Riða greindist í sauðfé á bænum og fór Matvælastofnun fram á að kindunum yrði lógað. 4. apríl 2023 11:10 Lóga hátt í sjö hundruð kindum vegna riðu í Miðfirði Hátt í sjö hundruð kindum verður lógað á bænum Bergsstöðum í Vestur-Húnaþingi eftir að riða greindist þar. Þetta er í fyrsta skipti sem riða greinist á sóttvarnasvæðinu sem nefnist Miðfjarðarhólf. 3. apríl 2023 13:47 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Samfélagið slegið vegna riðutilfella og bændur uggandi Riðutilfelli sem hafa nú greinst á tveimur bæjum í Miðfirði eru mikið áfall fyrir samfélagið að sögn sveitarstjóra Húnaþings vestra. Boðað hefur verið til íbúafundar í næstu viku til að fara yfir stöðuna en margir eru uggandi um framhaldið. Stórauka þurfi fé í riðuvarnir og rannsóknir að mati sveitarstjóra. 15. apríl 2023 13:27
Skera niður allt fé á öðrum bæ í Miðfirði Við rannsókn á sýnum úr kindum sem keyptar voru af bænum Bergstöðum í Miðfirði, þar sem riða greindist á dögunum, greindist ein kind á bænum Syðri-Urriðaá með riðu. Allt fé á bænum verður skorið niður. 14. apríl 2023 17:28
Uggandi vegna mögulegrar dreifingar riðunnar Búið er að aflífa um sjö hundruð kindur á bænum Bergsstöðum í Vestur-Húnaþingi vegna riðu sem kom þar upp. Tuttugu kindur úr hjörðinni höfðu verið fluttar á nokkra bæi í nágrenninu og yfirdýralæknir segir í forgangi að greina sýni úr þeim. Reynist þær sýktar þarf að aflífa fé á þeim bæjum. 11. apríl 2023 12:03
Alltaf skelfilegt en verst á þessum árstíma Ari Guðmundsson, bóndi á Bergsstöðum í Húnaþingi vestra, segir það vera svakalegt högg að þurfa að lóga öllum 690 kindum á bænum sínum. Riða greindist í sauðfé á bænum og fór Matvælastofnun fram á að kindunum yrði lógað. 4. apríl 2023 11:10
Lóga hátt í sjö hundruð kindum vegna riðu í Miðfirði Hátt í sjö hundruð kindum verður lógað á bænum Bergsstöðum í Vestur-Húnaþingi eftir að riða greindist þar. Þetta er í fyrsta skipti sem riða greinist á sóttvarnasvæðinu sem nefnist Miðfjarðarhólf. 3. apríl 2023 13:47
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent