Sagður neita að mæta múlbundinn á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Árni Sæberg skrifar 15. apríl 2023 12:00 Sigurður Þórðarson var tvö ár að vinna að greinargerð um Lindarhvol. Vísir/Vilhelm Alþingi kemur saman aftur eftir páskafrí á mánudag og stjórnskipunar og eftilitsnefnd þingsins tekur upp þráðinn í Lindarhvolsmálinu svokallaða. Leynd sem hvílir á greinargerð setts ríkisendurskoðanda er áfram steinn í götu nefndarinnar Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd kemur saman á lokuðum fundi á mánudag þar sem skýrsla Skúla Eggerts Þórðarsonar, fyrrverandi ríkisendurskoðanda, um Lindarhvol verður kynnt. Þá hefur meirihluti nefndarinnar farið fram á það að opinn fundur með ríkisendurskoðanda, fyrrverandi ríkisendurskoðanda og settum ríkisendurskoðanda verði haldinn til þess að ræða innihald hinnar margumþrættu greinargerðar þess síðastnefnda um Lindahvolsmálið. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er formaður nefndarinnar. „Það er ekki alveg ljóst hvort hægt er að halda þann fund. Það er allavega ljóst að að minnsta kosti einn þessara manna hefur ekki hug á því að mæta á opinn fund nefndarinnar,“ segir hún. Vilji ekki mæta „múlbundinn“ á fundinn Heimildir fréttastofu herma að sá sem ekki vill mæta á fundinn sé Sigurður Þórðarson, settur ríkisendurskoðandi í Lindarhvolsmálinu. Hann er sagður ekki vilja koma „múlbundinn“ á fund til þess eins að ræða greinargerð sem hann má ekki ræða lögum samkvæmt. Fyrr á árinu sagði hann í viðtali við Vísi að hann teldi skuggalegt að greinargerð hans hafi ekki fengið að líta dagsins ljós. Enn bólar ekkert á greinargerðinni. „Burtséð frá umfjöllun nefndarinnar um Lindarhvolsskýrsluna og greinargerðina, sem nefndin hefur aðgang að í trúnaði eins og hún hafði og hefur enn, þá er staðan á birtingu greinargerðarinnar alltaf sú sama. Það mál er hjá forseta Alþingis, það er ekki hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd,“ segir Þórunn. Hefur ekki kynnt sér efni greinargerðarinnar Sem áður segir hafa þeir þingmenn, sem sæti eiga í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, aðgang að greinargerð Sigurðar sem og skýrslu Skúla Eggerts, sem kynnt verður á mánudag. Samkvæmt heimildum Vísis er nokkuð eftirtektarvert ósamræmi milli skjalanna tveggja um sama efnið. Þórunn segist ekkert geta sagt til um það. „Ég get það ekki af því ég á eftir að lesa greinargerðina og trúnaðurinn um hana er þannig að þingmenn geta ekki vitnað beint í hana en við getum kynnt okkur efni hennar. Og ég á eftir að gera það.“ Starfsemi Lindarhvols Alþingi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Óskar eftir skýringum frá ráðuneyti Bjarna Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir skýringum fjármála- og efnahagsráðuneytisins á fullyrðingum um að ólöglegt sé að gera vinnuskjöl ríkisendurskoðanda opinber. 20. mars 2023 16:18 Umboðsmaður krefur Bjarna frekari svara Umboðsmaður Alþingis hefur ritað fjármála- og efnahagsráðherra bréf þar sem farið er fram á svar við því hvernig fyrra svar hans samrýmist tilkynningu ráðuneytisins um birtingu vinnuskjala ríkisendurskoðanda 31. mars 2023 22:02 Tekist á um Lindarhvol á þinginu: „Hvers konar rugl erum við eiginlega komin í?“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar streymdu hver á fætur öðrum upp í pontu á Alþingi í dag og gagnrýndu forseta Alþingis fyrir að gera ekki greinargerð um Lindarhvol opinbera. Greinargerðin hefur verið mikið hitamál og furða þingmenn stjórnarandstöðunnar sig á því hvers vegna forseti Alþingis stendur í vegi fyrir því að greinargerðin sé birt. 13. mars 2023 16:37 Mögulegt að greinargerð um Lindarhvol verði aldrei birt Andstaða forseta Alþingis við að birta umtalaða greinargerð um Lindahvol ehf. gæti þýtt að hún komi aldrei fyrir augu þingmanna eða almennings þrátt fyrir vilja meirihluta þingheims, að sögn þingmanns Viðreisnar. Hann saknar þess að heyra forseta rökstyðja afstöðu sína. 13. mars 2023 22:22 Kalla settan ríkisendurskoðanda á fund um Lindarhvol: „Mögulega tilgangslausasti fundur þingsögunnar“ Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hefur ákveðið að boða settan ríkisendurskoðanda á opinn fund um Lindarhvolsmálið. Þingmaður Pírata velti því upp hvort sá fundur yrði „mögulega tilgangslausasti fundur þingsögunnar“ og sakaði meirihlutann um sýndarmennsku. Stjórnarliðar sögðu ekkert óeðlilegt við að boðað hafi verið til fundar, þó ekki megi birta greinargerð um málið. 15. mars 2023 18:08 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd kemur saman á lokuðum fundi á mánudag þar sem skýrsla Skúla Eggerts Þórðarsonar, fyrrverandi ríkisendurskoðanda, um Lindarhvol verður kynnt. Þá hefur meirihluti nefndarinnar farið fram á það að opinn fundur með ríkisendurskoðanda, fyrrverandi ríkisendurskoðanda og settum ríkisendurskoðanda verði haldinn til þess að ræða innihald hinnar margumþrættu greinargerðar þess síðastnefnda um Lindahvolsmálið. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er formaður nefndarinnar. „Það er ekki alveg ljóst hvort hægt er að halda þann fund. Það er allavega ljóst að að minnsta kosti einn þessara manna hefur ekki hug á því að mæta á opinn fund nefndarinnar,“ segir hún. Vilji ekki mæta „múlbundinn“ á fundinn Heimildir fréttastofu herma að sá sem ekki vill mæta á fundinn sé Sigurður Þórðarson, settur ríkisendurskoðandi í Lindarhvolsmálinu. Hann er sagður ekki vilja koma „múlbundinn“ á fund til þess eins að ræða greinargerð sem hann má ekki ræða lögum samkvæmt. Fyrr á árinu sagði hann í viðtali við Vísi að hann teldi skuggalegt að greinargerð hans hafi ekki fengið að líta dagsins ljós. Enn bólar ekkert á greinargerðinni. „Burtséð frá umfjöllun nefndarinnar um Lindarhvolsskýrsluna og greinargerðina, sem nefndin hefur aðgang að í trúnaði eins og hún hafði og hefur enn, þá er staðan á birtingu greinargerðarinnar alltaf sú sama. Það mál er hjá forseta Alþingis, það er ekki hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd,“ segir Þórunn. Hefur ekki kynnt sér efni greinargerðarinnar Sem áður segir hafa þeir þingmenn, sem sæti eiga í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, aðgang að greinargerð Sigurðar sem og skýrslu Skúla Eggerts, sem kynnt verður á mánudag. Samkvæmt heimildum Vísis er nokkuð eftirtektarvert ósamræmi milli skjalanna tveggja um sama efnið. Þórunn segist ekkert geta sagt til um það. „Ég get það ekki af því ég á eftir að lesa greinargerðina og trúnaðurinn um hana er þannig að þingmenn geta ekki vitnað beint í hana en við getum kynnt okkur efni hennar. Og ég á eftir að gera það.“
Starfsemi Lindarhvols Alþingi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Óskar eftir skýringum frá ráðuneyti Bjarna Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir skýringum fjármála- og efnahagsráðuneytisins á fullyrðingum um að ólöglegt sé að gera vinnuskjöl ríkisendurskoðanda opinber. 20. mars 2023 16:18 Umboðsmaður krefur Bjarna frekari svara Umboðsmaður Alþingis hefur ritað fjármála- og efnahagsráðherra bréf þar sem farið er fram á svar við því hvernig fyrra svar hans samrýmist tilkynningu ráðuneytisins um birtingu vinnuskjala ríkisendurskoðanda 31. mars 2023 22:02 Tekist á um Lindarhvol á þinginu: „Hvers konar rugl erum við eiginlega komin í?“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar streymdu hver á fætur öðrum upp í pontu á Alþingi í dag og gagnrýndu forseta Alþingis fyrir að gera ekki greinargerð um Lindarhvol opinbera. Greinargerðin hefur verið mikið hitamál og furða þingmenn stjórnarandstöðunnar sig á því hvers vegna forseti Alþingis stendur í vegi fyrir því að greinargerðin sé birt. 13. mars 2023 16:37 Mögulegt að greinargerð um Lindarhvol verði aldrei birt Andstaða forseta Alþingis við að birta umtalaða greinargerð um Lindahvol ehf. gæti þýtt að hún komi aldrei fyrir augu þingmanna eða almennings þrátt fyrir vilja meirihluta þingheims, að sögn þingmanns Viðreisnar. Hann saknar þess að heyra forseta rökstyðja afstöðu sína. 13. mars 2023 22:22 Kalla settan ríkisendurskoðanda á fund um Lindarhvol: „Mögulega tilgangslausasti fundur þingsögunnar“ Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hefur ákveðið að boða settan ríkisendurskoðanda á opinn fund um Lindarhvolsmálið. Þingmaður Pírata velti því upp hvort sá fundur yrði „mögulega tilgangslausasti fundur þingsögunnar“ og sakaði meirihlutann um sýndarmennsku. Stjórnarliðar sögðu ekkert óeðlilegt við að boðað hafi verið til fundar, þó ekki megi birta greinargerð um málið. 15. mars 2023 18:08 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Óskar eftir skýringum frá ráðuneyti Bjarna Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir skýringum fjármála- og efnahagsráðuneytisins á fullyrðingum um að ólöglegt sé að gera vinnuskjöl ríkisendurskoðanda opinber. 20. mars 2023 16:18
Umboðsmaður krefur Bjarna frekari svara Umboðsmaður Alþingis hefur ritað fjármála- og efnahagsráðherra bréf þar sem farið er fram á svar við því hvernig fyrra svar hans samrýmist tilkynningu ráðuneytisins um birtingu vinnuskjala ríkisendurskoðanda 31. mars 2023 22:02
Tekist á um Lindarhvol á þinginu: „Hvers konar rugl erum við eiginlega komin í?“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar streymdu hver á fætur öðrum upp í pontu á Alþingi í dag og gagnrýndu forseta Alþingis fyrir að gera ekki greinargerð um Lindarhvol opinbera. Greinargerðin hefur verið mikið hitamál og furða þingmenn stjórnarandstöðunnar sig á því hvers vegna forseti Alþingis stendur í vegi fyrir því að greinargerðin sé birt. 13. mars 2023 16:37
Mögulegt að greinargerð um Lindarhvol verði aldrei birt Andstaða forseta Alþingis við að birta umtalaða greinargerð um Lindahvol ehf. gæti þýtt að hún komi aldrei fyrir augu þingmanna eða almennings þrátt fyrir vilja meirihluta þingheims, að sögn þingmanns Viðreisnar. Hann saknar þess að heyra forseta rökstyðja afstöðu sína. 13. mars 2023 22:22
Kalla settan ríkisendurskoðanda á fund um Lindarhvol: „Mögulega tilgangslausasti fundur þingsögunnar“ Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hefur ákveðið að boða settan ríkisendurskoðanda á opinn fund um Lindarhvolsmálið. Þingmaður Pírata velti því upp hvort sá fundur yrði „mögulega tilgangslausasti fundur þingsögunnar“ og sakaði meirihlutann um sýndarmennsku. Stjórnarliðar sögðu ekkert óeðlilegt við að boðað hafi verið til fundar, þó ekki megi birta greinargerð um málið. 15. mars 2023 18:08