Fundirnir sem felldu Arnar Sindri Sverrisson skrifar 14. apríl 2023 09:48 Arnar Þór Viðarsson var rekinn í lok mars eftir að hafa tekið við landsliðinu í árslok 2020. Getty/Han Myung-Gu Örlög Arnars Þórs Viðarssonar sem landsliðsþjálfara karla í fótbolta réðust endanlega á fjörutíu mínútna fundi stjórnar KSÍ á Teams 30. mars. KSÍ virðist nú hafa fundið eftirmann Arnars í Norðmanninum Åge Hareide sem áður hafði verið í sigti sambandsins þegar Arnar var ráðinn, en þá var Hareide nýbúinn að skrifa undir samning við norska félagið Rosenborg. Rætt var ítarlega um stöðu A-landsliðs karla á stjórnarfundi KSÍ miðvikudaginn 29. mars, þremur dögum eftir að Ísland vann sinn stærsta sigur í mótsleik frá upphafi þegar það vann 7-0 á útivelli gegn Liechtenstein. Tapið gegn Bosníu í sömu ferð, 3-0, varð hins vegar til þess að hljóðið í stjórnarmönnum var þungt varðandi stöðu landsliðsins. Í fundargerð frá fundi stjórnar KSÍ, sem nú hefur verið birt á vef sambandsins, segir: „Rætt var ítarlega um stöðu A landsliðs karla og var það samdóma álit stjórnar að síðasti landsliðsgluggi hafi verið vonbrigði. Ljóst er að trú á þá vegferð sem liðið er á hefur dvínað og ákveðið að ræða málið nánar á framhaldsfundi daginn eftir.“ Sá fundur fór fram í gegnum Teams eins og fyrr segir og tók fjörutíu mínútur. Fundinn sátu eftirtaldir stjórnarmenn auk Klöru Bjartmarz framkvæmdastjóra sem ritaði fundargerðina: Vanda Sigurgeirsdóttir formaður, Borghildur Sigurðardóttir varaformaður, Sigfús Ásgeir Kárason varaformaður, Halldór Breiðfjörð Jóhannsson, Helga Helgadóttir, Ívar Ingimarsson, Orri Hlöðversson, Pálmi Haraldsson, Tinna Hrund Hlynsdóttir og Unnar Stefán Sigurðsson. Í fundargerð segir að niðurstaðan hafi verið þessi: „Stjórn KSÍ samþykkti að leysa Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfara A landsliðs karla frá starfsskyldum sínum frá og með deginum í dag, 30. mars 2023. Stjórn KSÍ samþykkti að fela formanni KSÍ, Vöndu Sigurgeirdóttur, að leiða ferlið við tilkynningu til landsliðsþjálfara um ákvörðun stjórnar og hefja leit að nýjum landsliðsþjálfara.“ Landslið karla í fótbolta KSÍ Tengdar fréttir Arnar tjáir sig: „Tímasetningin óskiljanleg“ Arnar Þór Viðarsson, sem var sagt upp störfum sem landsliðsþjálfari karla í fótbolta í vikunni, sat fyrir svörum í fótboltaþættinum Extra Time á flæmsku ríkissjónvarpsstöðinni VRT í gærkvöld. Hann kveðst ósáttur við uppsögnina en stoltur af sínum störfum. 4. apríl 2023 08:30 Ekki trú á að Arnar sé rétti maðurinn Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segir að stjórn sambandsins hafi ekki lengur haft trú á því að Arnar Þór Viðarsson væri rétti maðurinn til að koma íslenka karlalandsliðinu í fótbolta á stórmót. 30. mars 2023 18:01 Arnar Þór rekinn Stjórn KSÍ hefur rekið Arnar Þór Viðarsson úr starfi þjálfara íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. 30. mars 2023 16:06 Mest lesið Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Háloftafugl og fjölhæf stór stelpa til Keflavíkur - myndband Körfubolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira
KSÍ virðist nú hafa fundið eftirmann Arnars í Norðmanninum Åge Hareide sem áður hafði verið í sigti sambandsins þegar Arnar var ráðinn, en þá var Hareide nýbúinn að skrifa undir samning við norska félagið Rosenborg. Rætt var ítarlega um stöðu A-landsliðs karla á stjórnarfundi KSÍ miðvikudaginn 29. mars, þremur dögum eftir að Ísland vann sinn stærsta sigur í mótsleik frá upphafi þegar það vann 7-0 á útivelli gegn Liechtenstein. Tapið gegn Bosníu í sömu ferð, 3-0, varð hins vegar til þess að hljóðið í stjórnarmönnum var þungt varðandi stöðu landsliðsins. Í fundargerð frá fundi stjórnar KSÍ, sem nú hefur verið birt á vef sambandsins, segir: „Rætt var ítarlega um stöðu A landsliðs karla og var það samdóma álit stjórnar að síðasti landsliðsgluggi hafi verið vonbrigði. Ljóst er að trú á þá vegferð sem liðið er á hefur dvínað og ákveðið að ræða málið nánar á framhaldsfundi daginn eftir.“ Sá fundur fór fram í gegnum Teams eins og fyrr segir og tók fjörutíu mínútur. Fundinn sátu eftirtaldir stjórnarmenn auk Klöru Bjartmarz framkvæmdastjóra sem ritaði fundargerðina: Vanda Sigurgeirsdóttir formaður, Borghildur Sigurðardóttir varaformaður, Sigfús Ásgeir Kárason varaformaður, Halldór Breiðfjörð Jóhannsson, Helga Helgadóttir, Ívar Ingimarsson, Orri Hlöðversson, Pálmi Haraldsson, Tinna Hrund Hlynsdóttir og Unnar Stefán Sigurðsson. Í fundargerð segir að niðurstaðan hafi verið þessi: „Stjórn KSÍ samþykkti að leysa Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfara A landsliðs karla frá starfsskyldum sínum frá og með deginum í dag, 30. mars 2023. Stjórn KSÍ samþykkti að fela formanni KSÍ, Vöndu Sigurgeirdóttur, að leiða ferlið við tilkynningu til landsliðsþjálfara um ákvörðun stjórnar og hefja leit að nýjum landsliðsþjálfara.“
Landslið karla í fótbolta KSÍ Tengdar fréttir Arnar tjáir sig: „Tímasetningin óskiljanleg“ Arnar Þór Viðarsson, sem var sagt upp störfum sem landsliðsþjálfari karla í fótbolta í vikunni, sat fyrir svörum í fótboltaþættinum Extra Time á flæmsku ríkissjónvarpsstöðinni VRT í gærkvöld. Hann kveðst ósáttur við uppsögnina en stoltur af sínum störfum. 4. apríl 2023 08:30 Ekki trú á að Arnar sé rétti maðurinn Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segir að stjórn sambandsins hafi ekki lengur haft trú á því að Arnar Þór Viðarsson væri rétti maðurinn til að koma íslenka karlalandsliðinu í fótbolta á stórmót. 30. mars 2023 18:01 Arnar Þór rekinn Stjórn KSÍ hefur rekið Arnar Þór Viðarsson úr starfi þjálfara íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. 30. mars 2023 16:06 Mest lesið Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Háloftafugl og fjölhæf stór stelpa til Keflavíkur - myndband Körfubolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira
Arnar tjáir sig: „Tímasetningin óskiljanleg“ Arnar Þór Viðarsson, sem var sagt upp störfum sem landsliðsþjálfari karla í fótbolta í vikunni, sat fyrir svörum í fótboltaþættinum Extra Time á flæmsku ríkissjónvarpsstöðinni VRT í gærkvöld. Hann kveðst ósáttur við uppsögnina en stoltur af sínum störfum. 4. apríl 2023 08:30
Ekki trú á að Arnar sé rétti maðurinn Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segir að stjórn sambandsins hafi ekki lengur haft trú á því að Arnar Þór Viðarsson væri rétti maðurinn til að koma íslenka karlalandsliðinu í fótbolta á stórmót. 30. mars 2023 18:01
Arnar Þór rekinn Stjórn KSÍ hefur rekið Arnar Þór Viðarsson úr starfi þjálfara íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. 30. mars 2023 16:06