Jennifer Coolidge ein áhrifamesta manneskja heims Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 14. apríl 2023 11:31 Leikkonan Jennifer Coolidge var valin ein af hundrað áhrifamestu manneskjum heims af tímaritinu Time. getty/Frazer Harrison Bandaríska tímaritið Time hefur birt árlegan lista sinn yfir 100 áhrifamestu einstaklinga heims. Leikkonan vinsæla Jennifer Coolidge er ein af þeim sem nefnd er á listanum í ár og prýðir hún forsíðu blaðsins. Hin 61 árs gamla Coolidge hefur slegið í gegn sem Tanya McQuoid í vinsælu þáttunum The White Lotus. Hún á að baki sér langan feril í leiklistinni og hefur farið með fjölmörg aukahlutverk í kvikmyndum á borð við A Cinderella Story,American Pie og Legally Blonde. Ferill hennar náði þó nýjum hæðum í kjölfar White Lotus þáttanna, en hún hefur leikið í þeim tveimur seríum sem komnar eru út. Hún hefur hlotið fleiri verðlaun síðasta árið fyrir frammistöðu sína í White Lotus, heldur en hún hefur hlotið samanlagt yfir allan sinn 30 ára feril sem leikkona. View this post on Instagram A post shared by Jennifer Coolidge (@jennifercoolidge) „Mér líður eins og ég sé Þyrnirós og ég hafi verið lokuð í kassa undir rúmi eða eitthvað álíka. Og nú er ég komin út og hugsa: Hrikalega er ég glöð að mér hafi verið hleypt út, því þetta er miklu betra svona,“ segir Coolidge í viðtali við Time. Coolidge hélt tilfinningaþrungna og eftirminnilega ræðu þegar hún tók á móti Golden Globe verðlaununum og hlaut hún standandi lófaklapp fyrir. Í ræðunni mátti heyra að líf hennar í Hollywood hefði ekki verið auðvelt og að það geti verið erfitt að vera með breitt bak í hörðum heimi skemmtanabransans. View this post on Instagram A post shared by Jennifer Coolidge (@jennifercoolidge) Elon Musk, Beyoncé og Messi einnig á lista Það er leikkonan Mia Farrow sem skrifar umsögn um Coolidge vegna útgáfu listans. „Svo mikið af þeim eiginleikum sem fá alla til þess að falla fyrir henni eru ófyrirsjáanlegir og fyrir utan hið hefðbundna box,“ skrifar hún. Þá segir hún Coolidge vera samkvæma sjálfri sér og heiðarleikinn og góðmennskan uppmáluð. Aðrir einstaklingar á listanum í ár eru meðal annars auðkýfingurinn Elon Musk, tónlistarkonan Beyoncé, leikkonan Angela Bassett, fótboltamaðurinn Lionel Messi, rithöfundurinn Colleen Hoover, leikarinn Michael B. Jordan og viðskiptajöfurinn Bob Iger. Hollywood Bíó og sjónvarp Bandaríkin Tengdar fréttir Jennifer Coolidge fór yfir erfiðan ferilinn í tilfinningaþrunginni sigurræðu Leikkonan Jennifer Coolidge hlaut sín fyrstu Golden Globe verðlaun í gær þegar hátíðin var haldin í átttugasta skipti. Hún hefur með sanni slegið í gegn sem Tanya McQuoid í vinsælu þáttunum The White Lotus en hún hlaut einnig tilnefningu á hátíðinni í fyrra. 11. janúar 2023 12:00 Mest lesið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Fleiri fréttir Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Sjá meira
Hin 61 árs gamla Coolidge hefur slegið í gegn sem Tanya McQuoid í vinsælu þáttunum The White Lotus. Hún á að baki sér langan feril í leiklistinni og hefur farið með fjölmörg aukahlutverk í kvikmyndum á borð við A Cinderella Story,American Pie og Legally Blonde. Ferill hennar náði þó nýjum hæðum í kjölfar White Lotus þáttanna, en hún hefur leikið í þeim tveimur seríum sem komnar eru út. Hún hefur hlotið fleiri verðlaun síðasta árið fyrir frammistöðu sína í White Lotus, heldur en hún hefur hlotið samanlagt yfir allan sinn 30 ára feril sem leikkona. View this post on Instagram A post shared by Jennifer Coolidge (@jennifercoolidge) „Mér líður eins og ég sé Þyrnirós og ég hafi verið lokuð í kassa undir rúmi eða eitthvað álíka. Og nú er ég komin út og hugsa: Hrikalega er ég glöð að mér hafi verið hleypt út, því þetta er miklu betra svona,“ segir Coolidge í viðtali við Time. Coolidge hélt tilfinningaþrungna og eftirminnilega ræðu þegar hún tók á móti Golden Globe verðlaununum og hlaut hún standandi lófaklapp fyrir. Í ræðunni mátti heyra að líf hennar í Hollywood hefði ekki verið auðvelt og að það geti verið erfitt að vera með breitt bak í hörðum heimi skemmtanabransans. View this post on Instagram A post shared by Jennifer Coolidge (@jennifercoolidge) Elon Musk, Beyoncé og Messi einnig á lista Það er leikkonan Mia Farrow sem skrifar umsögn um Coolidge vegna útgáfu listans. „Svo mikið af þeim eiginleikum sem fá alla til þess að falla fyrir henni eru ófyrirsjáanlegir og fyrir utan hið hefðbundna box,“ skrifar hún. Þá segir hún Coolidge vera samkvæma sjálfri sér og heiðarleikinn og góðmennskan uppmáluð. Aðrir einstaklingar á listanum í ár eru meðal annars auðkýfingurinn Elon Musk, tónlistarkonan Beyoncé, leikkonan Angela Bassett, fótboltamaðurinn Lionel Messi, rithöfundurinn Colleen Hoover, leikarinn Michael B. Jordan og viðskiptajöfurinn Bob Iger.
Hollywood Bíó og sjónvarp Bandaríkin Tengdar fréttir Jennifer Coolidge fór yfir erfiðan ferilinn í tilfinningaþrunginni sigurræðu Leikkonan Jennifer Coolidge hlaut sín fyrstu Golden Globe verðlaun í gær þegar hátíðin var haldin í átttugasta skipti. Hún hefur með sanni slegið í gegn sem Tanya McQuoid í vinsælu þáttunum The White Lotus en hún hlaut einnig tilnefningu á hátíðinni í fyrra. 11. janúar 2023 12:00 Mest lesið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Fleiri fréttir Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Sjá meira
Jennifer Coolidge fór yfir erfiðan ferilinn í tilfinningaþrunginni sigurræðu Leikkonan Jennifer Coolidge hlaut sín fyrstu Golden Globe verðlaun í gær þegar hátíðin var haldin í átttugasta skipti. Hún hefur með sanni slegið í gegn sem Tanya McQuoid í vinsælu þáttunum The White Lotus en hún hlaut einnig tilnefningu á hátíðinni í fyrra. 11. janúar 2023 12:00
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“