Innlent

Hótel­þjófnaðir og fjár­svik gegn ferða­mönnum

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Óprúttnir aðilar virðast herja á ferðamenn.
Óprúttnir aðilar virðast herja á ferðamenn. Vísir/Sigurjón

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning í gær um þjófnað á hóteli. Þetta kemur fram í yfirliti lögreglu yfir verkefni gærkvöldsins og næturinnar en engar frekari upplýsingar liggja fyrir nema að málið sé í rannsókn.

Þetta er í annað sinn á tveimur dögum sem tilkynnt er um þjófnað á hóteli en í gær greindi lögregla frá því að ferðamaður hefði leitað til hennar eftir að skartgripum var stolið af hótelherbergi hans á meðan hann var í skipulagðri dagsferð.

Annar ferðamaður mætti svo á lögreglustöð í gærkvöldi eða nótt og tilkynnti um fjársvik en hann taldi að búið væri að taka um það bil 1,5 milljón útaf reikningi sínum.

Lögreglu barst einnig tilkynning um mann sem var að plokka strikamerki af vörum í verslun í miðborginni. Er hann grunaður um eignaspjöll. Þá urðu lögreglumenn vitni að fíkniefnaviðskiptum og handtóku seljandann en sá er einnig grunaður um ólöglega dvöl í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×