Ásmundur Einar selur hús sitt í Borgarnesi Jakob Bjarnar skrifar 12. apríl 2023 16:19 Þegar Ásmundur Einar flutti að vestan og í Borgarnesið keypti hann húsið sem nú er komið á sölu. Eftir því sem Vísir kemst næst gæti hann fengið 70 milljónir fyrir slotið. Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra hefur nú sett einbýlishús sitt á sölu. Gera má ráð fyrir því að hann fái um 70 milljónir fyrir húsið sem er á besta stað í Borgarnesi. Um er að ræða 180 fermetra hús sem stendur við Helgugötu 11, 310 Borgarnesi, á besta stað með góðum garði. Húsið stendur í grennd við grunnskólann á Borgarnesi og ef menn eru áhugasamir um boltann þá má halla sér aftur í klappstól á stórum pallinum og fylgjast með því sem fram fer á fótboltavelli Skallagríms. „Stór sólpallur er með stórbrotnu útsýni yfir Skallagrímsvöll, út á Faxaflóa og vestur á Snæfellsnes,“ segir í lýsingu. Ásmundur Einar hefur verið með húsið í útleigu að undanförnu en Heimildin greindi frá því að Ásmundi hafi láðst að tilgreina það í hagsmunaskráningu þingmanna. Húsið hefur hann leigt út fyrir 400 þúsund krónur á mánuði. Þórarinn Halldór Óðinsson fasteignasali, sem annast söluna á húsinu segir að enn séu ekki komin nein formleg tilboð í húsið en hann segir ekki gáfulegt af sinni hálfu að gefa upp hvers ráðherrann getur vænst fyrir húsið. Eftirgrennslan Vísis leiðir í ljós að miðað við stöðuna á markaði, staðsetningu og ástand hússins megi gera ráð fyrir því að kaupandi þurfi að gefa fyrir húsið 65-70 milljónir. Brunabótamat er 71.760.000 krónur en fasteignamat 49.750.000 krónur. Húsið er járnklætt steinhús, byggt á þremur pöllum og fylgir bílskúr. Framkvæmdir eru hafnar við að breyta honum í leiguhúsnæði. Spurður hvort það sé nokkuð óvarlegt að kalla húsið höll segir Þórarinn fasteignasali þar teflt á tæpasta vað, kominn sé tími á viðhald en húsið geti vissulega orðið höll í réttum höndum. Fasteignamarkaður Alþingi Borgarbyggð Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Um er að ræða 180 fermetra hús sem stendur við Helgugötu 11, 310 Borgarnesi, á besta stað með góðum garði. Húsið stendur í grennd við grunnskólann á Borgarnesi og ef menn eru áhugasamir um boltann þá má halla sér aftur í klappstól á stórum pallinum og fylgjast með því sem fram fer á fótboltavelli Skallagríms. „Stór sólpallur er með stórbrotnu útsýni yfir Skallagrímsvöll, út á Faxaflóa og vestur á Snæfellsnes,“ segir í lýsingu. Ásmundur Einar hefur verið með húsið í útleigu að undanförnu en Heimildin greindi frá því að Ásmundi hafi láðst að tilgreina það í hagsmunaskráningu þingmanna. Húsið hefur hann leigt út fyrir 400 þúsund krónur á mánuði. Þórarinn Halldór Óðinsson fasteignasali, sem annast söluna á húsinu segir að enn séu ekki komin nein formleg tilboð í húsið en hann segir ekki gáfulegt af sinni hálfu að gefa upp hvers ráðherrann getur vænst fyrir húsið. Eftirgrennslan Vísis leiðir í ljós að miðað við stöðuna á markaði, staðsetningu og ástand hússins megi gera ráð fyrir því að kaupandi þurfi að gefa fyrir húsið 65-70 milljónir. Brunabótamat er 71.760.000 krónur en fasteignamat 49.750.000 krónur. Húsið er járnklætt steinhús, byggt á þremur pöllum og fylgir bílskúr. Framkvæmdir eru hafnar við að breyta honum í leiguhúsnæði. Spurður hvort það sé nokkuð óvarlegt að kalla húsið höll segir Þórarinn fasteignasali þar teflt á tæpasta vað, kominn sé tími á viðhald en húsið geti vissulega orðið höll í réttum höndum.
Fasteignamarkaður Alþingi Borgarbyggð Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira