Borgarstjóri: Reykjavík með vaxtaverki en stendur vel Heimir Már Pétursson skrifar 12. apríl 2023 13:44 Dagur B. Eggertsson segir Reykjavíkurborg reyna leita lánsfjár þar sem kjörin eru hagstæðust hverju sinni. Stöð 2/Arnar Borgarstjóri segir skuldir Reykjavíkurborgar vel innan viðmiðunarmarka og borgin standi betur en öll nágrannasveitarfélögin. Stærsti hluti lána borgarinnar sé óverðtryggður ólíkt því sem væri hjá mörgum öðrum sveitarfélögum. Borgin væri skuldalega vel innan hættumarka. Reykjavíkurborg hætti við skuldabréfaútgáfu sem átti að hefjast í dag í annað skiptið á stuttum tíma. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir Reykjavík vera á áætlun varðandi lánsfjármögnun og búna að sækja 7 af 21 milljarði sem taka eigi að láni á þessu ári. Miðað við aðstæður á markaði hafi fjármálasvið borgarinnar ekki ástæðu til að fara í skuldabréfaútboð að sinni. „Rykið er einfaldlega ekki sest eftir síðustu stýrivaxtahækkanir, eftir fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Við höfum trú á að það verði betra jafnvægi á markaðnum þegar líður á árið. Við þurfum ekki á þessum peningum að halda núna vegna þess að við vorum búin að gera aðrar ráðstafanir til að sækja fé eftir öðrum leiðum,“ segir Dagur. Borgarstjóri segir Reykjavík eins og flest önnur sveitarfélög hafa aukið útgjöld í covid faraldrinum til að halda við atvinnustigi.Vísir/Vilhelm Borgin reyni að haga sér skynsamlega og sækja fé þar sem kjörin væru best hverju sinni. Borgin væri hins vegar í mjög miklum fjárfestingum vegna þess að borgin væri að stækka. „Við erum að fara í nokkur nýbyggingarhverfi. Við erum í viðhaldsátaki í skólum. Við erum að fjölga leikskólaplássum mjög verulega. Erum einfaldlega að þjóna vaxandi borg. Það útheimtir fjárfestingar og fyrir því erum við að taka lán,“ segir borgarstjóri. Borgarstjóri segir Reykjavík í örum vexti og því fylgi vaxtaverkir. Skuldastaðan sé vel innan hættumarka.Stöð 2/Arnar Sveitarfélögin hafi tekið á sig miklar skuldbindingar í covid faraldrinum meðal annars fyrir hvatningu ríkisstjórnarinnar til að halda uppi atvinnustigi. Fjárhagur Reykjavíkurborgar væri engu að síður langt innan hættumarka. Sjálfstæðismenn í borginni segja meirihlutann hins vegar safna skuldum. „Reykjavík er auðvitað með lægri skuldir miðaðvið tekjur en nágrannasveitarfélögin og önnur stærstu sveitarfélög landsins. Við höfum fengið að heyra þennan söng hjá Sjálfstæðisflokknum í meira en tuttugu ár. Þó stendur Reykjavík sterkar og betur en flestir en við erum reyndar að vaxa meira. Því fylgja ákveðnir vaxtaverkir og við neitum því ekki að verðbólgan og staðan á markaði þess vegna ekki eins og við viljum hafa hana. Efnahagsástandið þarf gjarnan að batna til að við getum haldið okkar kúrs en það gerum við auðvitað,“segir Dagur B. Eggertsson. Sveitarstjórnarmál Reykjavík Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Borgarstjórn Tengdar fréttir Blásið til íbúafundar í Árborg til að ræða leiðir úr skuldavandanum Sveitarstjórnaryfirvöld í Árborg hafa unnið áætlun í samstarfi við innviðaráðuneytið um endurskipulagningu á rekstri sveitarfélagsins, sem verður kynnt á íbúafundi á Hótel Selfoss klukkan 17 á morgun. 11. apríl 2023 06:44 Mesta aukning útsvarstekna í sex ár Útsvarstekjur sveitarfélaga og Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga námu 293 milljörðum króna á árinu 2022 og jukust um nærri 12 prósent milli ára. Ekki hefur sést jafnmikil aukning milli ára frá árinu 2016 samkvæmt nýjum tölum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um greidda staðgreiðslu. 17. janúar 2023 09:01 Skuldir Árborgar vaxa hratt og bærinn nálgast greiðslufall Skuldir sveitarfélagsins Árborgar hafa vaxið mikið í verðbólgunni og frost á fasteignamarkaði hefur komið niður á tekjum sveitarfélagins. Veltufé er neikvætt upp á 76 þúsund krónur á hvern íbúa. Bæjarstjóri segir því nauðsynlegt að grípa til aðgerða sem gætu þýtt uppsagnir og sölu eigna. 11. apríl 2023 11:33 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Sjá meira
Reykjavíkurborg hætti við skuldabréfaútgáfu sem átti að hefjast í dag í annað skiptið á stuttum tíma. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir Reykjavík vera á áætlun varðandi lánsfjármögnun og búna að sækja 7 af 21 milljarði sem taka eigi að láni á þessu ári. Miðað við aðstæður á markaði hafi fjármálasvið borgarinnar ekki ástæðu til að fara í skuldabréfaútboð að sinni. „Rykið er einfaldlega ekki sest eftir síðustu stýrivaxtahækkanir, eftir fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Við höfum trú á að það verði betra jafnvægi á markaðnum þegar líður á árið. Við þurfum ekki á þessum peningum að halda núna vegna þess að við vorum búin að gera aðrar ráðstafanir til að sækja fé eftir öðrum leiðum,“ segir Dagur. Borgarstjóri segir Reykjavík eins og flest önnur sveitarfélög hafa aukið útgjöld í covid faraldrinum til að halda við atvinnustigi.Vísir/Vilhelm Borgin reyni að haga sér skynsamlega og sækja fé þar sem kjörin væru best hverju sinni. Borgin væri hins vegar í mjög miklum fjárfestingum vegna þess að borgin væri að stækka. „Við erum að fara í nokkur nýbyggingarhverfi. Við erum í viðhaldsátaki í skólum. Við erum að fjölga leikskólaplássum mjög verulega. Erum einfaldlega að þjóna vaxandi borg. Það útheimtir fjárfestingar og fyrir því erum við að taka lán,“ segir borgarstjóri. Borgarstjóri segir Reykjavík í örum vexti og því fylgi vaxtaverkir. Skuldastaðan sé vel innan hættumarka.Stöð 2/Arnar Sveitarfélögin hafi tekið á sig miklar skuldbindingar í covid faraldrinum meðal annars fyrir hvatningu ríkisstjórnarinnar til að halda uppi atvinnustigi. Fjárhagur Reykjavíkurborgar væri engu að síður langt innan hættumarka. Sjálfstæðismenn í borginni segja meirihlutann hins vegar safna skuldum. „Reykjavík er auðvitað með lægri skuldir miðaðvið tekjur en nágrannasveitarfélögin og önnur stærstu sveitarfélög landsins. Við höfum fengið að heyra þennan söng hjá Sjálfstæðisflokknum í meira en tuttugu ár. Þó stendur Reykjavík sterkar og betur en flestir en við erum reyndar að vaxa meira. Því fylgja ákveðnir vaxtaverkir og við neitum því ekki að verðbólgan og staðan á markaði þess vegna ekki eins og við viljum hafa hana. Efnahagsástandið þarf gjarnan að batna til að við getum haldið okkar kúrs en það gerum við auðvitað,“segir Dagur B. Eggertsson.
Sveitarstjórnarmál Reykjavík Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Borgarstjórn Tengdar fréttir Blásið til íbúafundar í Árborg til að ræða leiðir úr skuldavandanum Sveitarstjórnaryfirvöld í Árborg hafa unnið áætlun í samstarfi við innviðaráðuneytið um endurskipulagningu á rekstri sveitarfélagsins, sem verður kynnt á íbúafundi á Hótel Selfoss klukkan 17 á morgun. 11. apríl 2023 06:44 Mesta aukning útsvarstekna í sex ár Útsvarstekjur sveitarfélaga og Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga námu 293 milljörðum króna á árinu 2022 og jukust um nærri 12 prósent milli ára. Ekki hefur sést jafnmikil aukning milli ára frá árinu 2016 samkvæmt nýjum tölum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um greidda staðgreiðslu. 17. janúar 2023 09:01 Skuldir Árborgar vaxa hratt og bærinn nálgast greiðslufall Skuldir sveitarfélagsins Árborgar hafa vaxið mikið í verðbólgunni og frost á fasteignamarkaði hefur komið niður á tekjum sveitarfélagins. Veltufé er neikvætt upp á 76 þúsund krónur á hvern íbúa. Bæjarstjóri segir því nauðsynlegt að grípa til aðgerða sem gætu þýtt uppsagnir og sölu eigna. 11. apríl 2023 11:33 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Sjá meira
Blásið til íbúafundar í Árborg til að ræða leiðir úr skuldavandanum Sveitarstjórnaryfirvöld í Árborg hafa unnið áætlun í samstarfi við innviðaráðuneytið um endurskipulagningu á rekstri sveitarfélagsins, sem verður kynnt á íbúafundi á Hótel Selfoss klukkan 17 á morgun. 11. apríl 2023 06:44
Mesta aukning útsvarstekna í sex ár Útsvarstekjur sveitarfélaga og Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga námu 293 milljörðum króna á árinu 2022 og jukust um nærri 12 prósent milli ára. Ekki hefur sést jafnmikil aukning milli ára frá árinu 2016 samkvæmt nýjum tölum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um greidda staðgreiðslu. 17. janúar 2023 09:01
Skuldir Árborgar vaxa hratt og bærinn nálgast greiðslufall Skuldir sveitarfélagsins Árborgar hafa vaxið mikið í verðbólgunni og frost á fasteignamarkaði hefur komið niður á tekjum sveitarfélagins. Veltufé er neikvætt upp á 76 þúsund krónur á hvern íbúa. Bæjarstjóri segir því nauðsynlegt að grípa til aðgerða sem gætu þýtt uppsagnir og sölu eigna. 11. apríl 2023 11:33