Inter komið hálfa leið í undanúrslit Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 11. apríl 2023 20:56 Romelu Lukaku kom inn af bekknum og skoraði annað mark Inter. Eric Verhoeven/Soccrates/Getty Images Inter Milan vann mikilvægan 2-0 útisigur er liðið heimsótti Benfica í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Nicolo Barella kom gestunum frá Ítalíu í forystu með marki á 51. mínútu eftir stoðsendingu frá Alessandro Bastoni áður en varamaðurinn Romelu Lukaku tryggði liðinu 2-0 sigur með marki úr vítaspyrnu þegar um átta mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Heimamenn í Benfica fengu kjörið tækifæri til að koma sér aftur inn í einvígið í uppbótartíma, en allt kom fyrir ekki og niðurstaðan varð 2-0 sigur Inter. Inter er því með þægilega forystu fyrir síðari leik liðanna sem fram fer á miðvikudaginn eftir rúma viku. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla
Inter Milan vann mikilvægan 2-0 útisigur er liðið heimsótti Benfica í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Nicolo Barella kom gestunum frá Ítalíu í forystu með marki á 51. mínútu eftir stoðsendingu frá Alessandro Bastoni áður en varamaðurinn Romelu Lukaku tryggði liðinu 2-0 sigur með marki úr vítaspyrnu þegar um átta mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Heimamenn í Benfica fengu kjörið tækifæri til að koma sér aftur inn í einvígið í uppbótartíma, en allt kom fyrir ekki og niðurstaðan varð 2-0 sigur Inter. Inter er því með þægilega forystu fyrir síðari leik liðanna sem fram fer á miðvikudaginn eftir rúma viku.
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn