Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Karl Lúðvíksson skrifar 11. apríl 2023 09:14 Fræðslukvöld SVFR hafa verið mjög vel sótt í allan vetur en næstkomandi fimmtudag er komið að síðasta kvöldinu í vetur. Á þessu síðasta kvöldi verður fræsluefnið lax og til þess að fræða veiðimenn og veiðikonur verða tveir þungavigtar veiðimenn aðal ræðumenn kvöldsins. Það eru þeir Bubbi Morthens og Elvar Örn en báðir hafa þeir feykna reynslu í laxveiði og geta klárlega miðlað góðum ráðum til veiðimanna. Að venju verður síðan ansi veglegt happdrætti á kvöldinu en það er gjarnan hefðin á þessum lokakvöldum að veiðibúðirnar sem gefa vinningana eru ansi rausnarlegar. Fræðslukvöldið verður í Rafveituheimilinu í Elliðaárdal fimmtudaginn 13. apríl og opnar húsið kl 19:30 en kvöldið sjálft hefst klukkan 20:00. Þess má geta að allri félagar SVFR sem mæta á kvöldið eru sjálfkrafa þáttakendur í happdrætti kvöldsins. Þeir gestir sem mæta og eru ekki félagar í SVFR geta gert það á kvöldinu en það skal þó taka það fram að það er ekki skylda að vera félagi til að mæta á kvöldið. Það eru allir veiðimenn og veiðikonur hjartanlega velkomin. Stangveiði Mest lesið Verðlaun fyrir skemmtilegar innsendar veiðifréttir Veiði Sjóstangaveiði sífellt vinsælli Veiði Söluskrá SVFR Veiði Vatnaveiðin með líflegasta móti Veiði Tóti Tönn og félagar ekki í Blönduopnun Veiði Besti tíminn laus í Soginu Veiði Laxinn mættur í Breiðdalsá og fín veiði í Fögruhlíðará Veiði Ytri Rangá aflahæst laxveiðiánna Veiði Tungsten púpur er málið í köldu vatni Veiði Mikið af bleikju að sýna sig í Hraunsfirði Veiði
Á þessu síðasta kvöldi verður fræsluefnið lax og til þess að fræða veiðimenn og veiðikonur verða tveir þungavigtar veiðimenn aðal ræðumenn kvöldsins. Það eru þeir Bubbi Morthens og Elvar Örn en báðir hafa þeir feykna reynslu í laxveiði og geta klárlega miðlað góðum ráðum til veiðimanna. Að venju verður síðan ansi veglegt happdrætti á kvöldinu en það er gjarnan hefðin á þessum lokakvöldum að veiðibúðirnar sem gefa vinningana eru ansi rausnarlegar. Fræðslukvöldið verður í Rafveituheimilinu í Elliðaárdal fimmtudaginn 13. apríl og opnar húsið kl 19:30 en kvöldið sjálft hefst klukkan 20:00. Þess má geta að allri félagar SVFR sem mæta á kvöldið eru sjálfkrafa þáttakendur í happdrætti kvöldsins. Þeir gestir sem mæta og eru ekki félagar í SVFR geta gert það á kvöldinu en það skal þó taka það fram að það er ekki skylda að vera félagi til að mæta á kvöldið. Það eru allir veiðimenn og veiðikonur hjartanlega velkomin.
Stangveiði Mest lesið Verðlaun fyrir skemmtilegar innsendar veiðifréttir Veiði Sjóstangaveiði sífellt vinsælli Veiði Söluskrá SVFR Veiði Vatnaveiðin með líflegasta móti Veiði Tóti Tönn og félagar ekki í Blönduopnun Veiði Besti tíminn laus í Soginu Veiði Laxinn mættur í Breiðdalsá og fín veiði í Fögruhlíðará Veiði Ytri Rangá aflahæst laxveiðiánna Veiði Tungsten púpur er málið í köldu vatni Veiði Mikið af bleikju að sýna sig í Hraunsfirði Veiði