Fjölskyldunni hótað lífláti eftir að hann sakaði Valverde um árás Sindri Sverrisson skrifar 11. apríl 2023 08:30 Federico Valverde og Alex Baena í baráttu um boltann í Madrid á laugardaginn. Valverde er sakaður um að hafa ráðist á Baena eftir leikinn. Getty/Gonzalo Arroyo Moreno Knattspyrnumaðurinn Alex Baena, hinn 21 árs gamli leikmaður Villarreal, hefur kært Federico Valverde hjá Real Madrid til lögreglu og sakað hann um árás eftir 3-2 sigur Villarreal gegn Real í spænsku 1. deildinni í fótbolta á laugardag. Í yfirlýsingu frá Villarreal segir að ráðist hafi verið á Baena á leið hans að liðsrútunni eftir leikinn, og hafa spænskir miðlar greint frá því að leikmaðurinn sem réðist á Baena sé Valverde. Baena segir að það sem sé hins vegar enn verra sé að sér og fjölskyldu sinni hafi verið hótað öllu illu vegna ósanninda um ástæður þess að Valverde réðst á hann. „Á laugardaginn réðist kollegi minn úr starfsgreininni á mig eftir að leiknum við Real Madrid lauk,“ sagði Baena í gær en nefndi Valverde ekki á nafn. Segir Valverde ljúga og nýta sér ógæfu til að réttlæta ofbeldið „Eftir að þetta gerðist hefur verið fjallað um ummæli, væntanlega frá hans fólki, þess efnis að ég hafi óskað fjölskyldu hans skaða. Síðan þá hefur ekkert verið lagt fram til að sanna þessar ásakanir, enda væri það ekki hægt,“ sagði Baena. Valverde og kona hans Mina Bonino óttuðust að þau hefðu misst barn sitt þegar Bonino var ólétt en svo kom í ljós að barninu heilsaðist vel. Bonino sagði frá þessu í viðtali í febrúar og samkvæmt sumum miðlum á Spáni vísaði Baena í þetta þegar hann talaði til Valverde í leiknum á laugardaginn. Baena segir það hreinar lygar – lygar sem hafi haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. „Þeir nýttu sér ógæfu til að réttlæta árásina, og svona lygar særa meira en nokkurt högg. Skaðinn sem þetta hefur valdið fjölskyldu minni er óafturkræfur og óréttlætanlegur. Þetta hafa verið hótanir, móðganir og jafnvel einkaskilaboð þar sem fjölskyldu minni er hótað lífláti. Við höfum farið með málið til lögreglu og bíðum nú þess að réttlætið sigri,“ sagði Baena. Real Madrid tapaði leiknum 3-2 og er nú þrettán stigum á eftir Barcelona í baráttunni um spænska meistaratitilinn. Villarreal er hins vegar í 5. sæti með 47 stig, fjórum stigum á eftir næsta liði sem er Real Sociedad. Spænski boltinn Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Sjá meira
Í yfirlýsingu frá Villarreal segir að ráðist hafi verið á Baena á leið hans að liðsrútunni eftir leikinn, og hafa spænskir miðlar greint frá því að leikmaðurinn sem réðist á Baena sé Valverde. Baena segir að það sem sé hins vegar enn verra sé að sér og fjölskyldu sinni hafi verið hótað öllu illu vegna ósanninda um ástæður þess að Valverde réðst á hann. „Á laugardaginn réðist kollegi minn úr starfsgreininni á mig eftir að leiknum við Real Madrid lauk,“ sagði Baena í gær en nefndi Valverde ekki á nafn. Segir Valverde ljúga og nýta sér ógæfu til að réttlæta ofbeldið „Eftir að þetta gerðist hefur verið fjallað um ummæli, væntanlega frá hans fólki, þess efnis að ég hafi óskað fjölskyldu hans skaða. Síðan þá hefur ekkert verið lagt fram til að sanna þessar ásakanir, enda væri það ekki hægt,“ sagði Baena. Valverde og kona hans Mina Bonino óttuðust að þau hefðu misst barn sitt þegar Bonino var ólétt en svo kom í ljós að barninu heilsaðist vel. Bonino sagði frá þessu í viðtali í febrúar og samkvæmt sumum miðlum á Spáni vísaði Baena í þetta þegar hann talaði til Valverde í leiknum á laugardaginn. Baena segir það hreinar lygar – lygar sem hafi haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. „Þeir nýttu sér ógæfu til að réttlæta árásina, og svona lygar særa meira en nokkurt högg. Skaðinn sem þetta hefur valdið fjölskyldu minni er óafturkræfur og óréttlætanlegur. Þetta hafa verið hótanir, móðganir og jafnvel einkaskilaboð þar sem fjölskyldu minni er hótað lífláti. Við höfum farið með málið til lögreglu og bíðum nú þess að réttlætið sigri,“ sagði Baena. Real Madrid tapaði leiknum 3-2 og er nú þrettán stigum á eftir Barcelona í baráttunni um spænska meistaratitilinn. Villarreal er hins vegar í 5. sæti með 47 stig, fjórum stigum á eftir næsta liði sem er Real Sociedad.
Spænski boltinn Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Sjá meira