Fjölskyldunni hótað lífláti eftir að hann sakaði Valverde um árás Sindri Sverrisson skrifar 11. apríl 2023 08:30 Federico Valverde og Alex Baena í baráttu um boltann í Madrid á laugardaginn. Valverde er sakaður um að hafa ráðist á Baena eftir leikinn. Getty/Gonzalo Arroyo Moreno Knattspyrnumaðurinn Alex Baena, hinn 21 árs gamli leikmaður Villarreal, hefur kært Federico Valverde hjá Real Madrid til lögreglu og sakað hann um árás eftir 3-2 sigur Villarreal gegn Real í spænsku 1. deildinni í fótbolta á laugardag. Í yfirlýsingu frá Villarreal segir að ráðist hafi verið á Baena á leið hans að liðsrútunni eftir leikinn, og hafa spænskir miðlar greint frá því að leikmaðurinn sem réðist á Baena sé Valverde. Baena segir að það sem sé hins vegar enn verra sé að sér og fjölskyldu sinni hafi verið hótað öllu illu vegna ósanninda um ástæður þess að Valverde réðst á hann. „Á laugardaginn réðist kollegi minn úr starfsgreininni á mig eftir að leiknum við Real Madrid lauk,“ sagði Baena í gær en nefndi Valverde ekki á nafn. Segir Valverde ljúga og nýta sér ógæfu til að réttlæta ofbeldið „Eftir að þetta gerðist hefur verið fjallað um ummæli, væntanlega frá hans fólki, þess efnis að ég hafi óskað fjölskyldu hans skaða. Síðan þá hefur ekkert verið lagt fram til að sanna þessar ásakanir, enda væri það ekki hægt,“ sagði Baena. Valverde og kona hans Mina Bonino óttuðust að þau hefðu misst barn sitt þegar Bonino var ólétt en svo kom í ljós að barninu heilsaðist vel. Bonino sagði frá þessu í viðtali í febrúar og samkvæmt sumum miðlum á Spáni vísaði Baena í þetta þegar hann talaði til Valverde í leiknum á laugardaginn. Baena segir það hreinar lygar – lygar sem hafi haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. „Þeir nýttu sér ógæfu til að réttlæta árásina, og svona lygar særa meira en nokkurt högg. Skaðinn sem þetta hefur valdið fjölskyldu minni er óafturkræfur og óréttlætanlegur. Þetta hafa verið hótanir, móðganir og jafnvel einkaskilaboð þar sem fjölskyldu minni er hótað lífláti. Við höfum farið með málið til lögreglu og bíðum nú þess að réttlætið sigri,“ sagði Baena. Real Madrid tapaði leiknum 3-2 og er nú þrettán stigum á eftir Barcelona í baráttunni um spænska meistaratitilinn. Villarreal er hins vegar í 5. sæti með 47 stig, fjórum stigum á eftir næsta liði sem er Real Sociedad. Spænski boltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Í yfirlýsingu frá Villarreal segir að ráðist hafi verið á Baena á leið hans að liðsrútunni eftir leikinn, og hafa spænskir miðlar greint frá því að leikmaðurinn sem réðist á Baena sé Valverde. Baena segir að það sem sé hins vegar enn verra sé að sér og fjölskyldu sinni hafi verið hótað öllu illu vegna ósanninda um ástæður þess að Valverde réðst á hann. „Á laugardaginn réðist kollegi minn úr starfsgreininni á mig eftir að leiknum við Real Madrid lauk,“ sagði Baena í gær en nefndi Valverde ekki á nafn. Segir Valverde ljúga og nýta sér ógæfu til að réttlæta ofbeldið „Eftir að þetta gerðist hefur verið fjallað um ummæli, væntanlega frá hans fólki, þess efnis að ég hafi óskað fjölskyldu hans skaða. Síðan þá hefur ekkert verið lagt fram til að sanna þessar ásakanir, enda væri það ekki hægt,“ sagði Baena. Valverde og kona hans Mina Bonino óttuðust að þau hefðu misst barn sitt þegar Bonino var ólétt en svo kom í ljós að barninu heilsaðist vel. Bonino sagði frá þessu í viðtali í febrúar og samkvæmt sumum miðlum á Spáni vísaði Baena í þetta þegar hann talaði til Valverde í leiknum á laugardaginn. Baena segir það hreinar lygar – lygar sem hafi haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. „Þeir nýttu sér ógæfu til að réttlæta árásina, og svona lygar særa meira en nokkurt högg. Skaðinn sem þetta hefur valdið fjölskyldu minni er óafturkræfur og óréttlætanlegur. Þetta hafa verið hótanir, móðganir og jafnvel einkaskilaboð þar sem fjölskyldu minni er hótað lífláti. Við höfum farið með málið til lögreglu og bíðum nú þess að réttlætið sigri,“ sagði Baena. Real Madrid tapaði leiknum 3-2 og er nú þrettán stigum á eftir Barcelona í baráttunni um spænska meistaratitilinn. Villarreal er hins vegar í 5. sæti með 47 stig, fjórum stigum á eftir næsta liði sem er Real Sociedad.
Spænski boltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira