Bannað að kenna á annarri hæð því Kanye er hræddur við tröppur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. apríl 2023 08:58 Hinum umdeilda Kanye West er margt til lista lagt. Að reka skóla er þó ekki eitt af því, ef marka má frásagnir fyrrverandi kennara við skóla hans. MEGA/GC Kennari, sem áður kenndi við skóla sem stofnaður var af rapparanum og athafnamanninum Kanye West, segir börn sem ganga í skólann ekki fá tilhlýðilega menntun. Hún er einn fyrrverandi kennara sem nú standa í málaferlum við skólann. Bandaríski slúðurmiðillinn TMZ greinir frá því að Cecilia Hailey, fyrrverandi kennari við Donda Academy, kristilegs einkaskóla í eigu Kanye West, eða Ye, vari foreldra eindregið við því að senda börn í skóla rapparans. Þau muni ekki fá þá menntun sem þau þurfi á að halda. Þá hvetur hún foreldra barna sem þegar eru í skólanum til þess að taka þau þaðan hið snarasta, en segir að það eitt og sér muni ekki leysa vanda barnanna. Þau séu þegar komin á eftir jafnöldrum sínum sem gangi í aðra skóla, þar sem kennsla og aðbúnaður sé með fullnægjandi hætti. Fyrr í mánuðinum greindi TMZ frá því að tvær svartar konur sem báðar kenndu við skólann hefðu nú farið í mál við stofnunina og West sjálfan, eftir að hafa verið sagt upp. Þær segja ómálefnalegar ástæður hafa búið að baki brottrekstri þeirra. Annars vegar það að þær hafi bent á það sem betur mætti fara í starfsemi skólans, og hins vegar kynþáttur þeirra. Meðal vandamálanna sem konurnar, sem segjast hafa verið einu svörtu kennararnir við skólann, er að nemendur hafi aðeins fengið sushi í hádegismat, þeim hafi verið meinað að koma með eigin mat eða drykk í skólann, utan vatns, og að krossgátur og litabækur séu bannaðar í skólanum. Þá hafi ekki mátt kenna á annarri hæð skólans þar sem Kanye sjálfur sé „hræddur við tröppur.“ Ekki hafi mátt hengja list á veggina og engum hafi verið heimilt að ganga með skartrgripi, vegna þess að West væri ekki gefinn fyrir glingur. Þá hafi engir venjulegir stólar verið í boði fyrir kennara eða nemendur, sem hafi þurft að standa eða sitja á púðum. Þá séu gafflar bannaðir, af einhverjum ástæðum. Í viðtali við TMZ greinir Hailey þá frá því að engin eiginleg námsskrá sé í skólanum, auk þess sem skautað hafi verið fram hjá Helförinni í sögukennslu og ekki haldið upp á Black History Month, sem er útbreiddur um Bandaríkin, en þar er sögu svartra í landinu gert hátt undir höfði. Mál Kanye West Bandaríkin Tengdar fréttir Kanye hatar ekki lengur gyðinga þökk sé Jonah Hill Rapparinn umdeildi Kanye West kveðst ekki lengur hata gyðinga. Ástæðan er einföld: frammistaða Jonah Hill í kvikmyndinni 21 Jump Street frá árinu 2012. 25. mars 2023 16:13 Kanye West sagður vera kominn með nýja „eiginkonu“ Slúðurmiðlar vestanhafs greina frá því að tónlistarmaðurinn umdeildi Kanye West sé kominn með nýja konu upp á arminn. Ekki nóg með það, heldur hafi þau haldi leynilega brúðkaupsathöfn nú á dögunum. 13. janúar 2023 12:32 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Sjá meira
Bandaríski slúðurmiðillinn TMZ greinir frá því að Cecilia Hailey, fyrrverandi kennari við Donda Academy, kristilegs einkaskóla í eigu Kanye West, eða Ye, vari foreldra eindregið við því að senda börn í skóla rapparans. Þau muni ekki fá þá menntun sem þau þurfi á að halda. Þá hvetur hún foreldra barna sem þegar eru í skólanum til þess að taka þau þaðan hið snarasta, en segir að það eitt og sér muni ekki leysa vanda barnanna. Þau séu þegar komin á eftir jafnöldrum sínum sem gangi í aðra skóla, þar sem kennsla og aðbúnaður sé með fullnægjandi hætti. Fyrr í mánuðinum greindi TMZ frá því að tvær svartar konur sem báðar kenndu við skólann hefðu nú farið í mál við stofnunina og West sjálfan, eftir að hafa verið sagt upp. Þær segja ómálefnalegar ástæður hafa búið að baki brottrekstri þeirra. Annars vegar það að þær hafi bent á það sem betur mætti fara í starfsemi skólans, og hins vegar kynþáttur þeirra. Meðal vandamálanna sem konurnar, sem segjast hafa verið einu svörtu kennararnir við skólann, er að nemendur hafi aðeins fengið sushi í hádegismat, þeim hafi verið meinað að koma með eigin mat eða drykk í skólann, utan vatns, og að krossgátur og litabækur séu bannaðar í skólanum. Þá hafi ekki mátt kenna á annarri hæð skólans þar sem Kanye sjálfur sé „hræddur við tröppur.“ Ekki hafi mátt hengja list á veggina og engum hafi verið heimilt að ganga með skartrgripi, vegna þess að West væri ekki gefinn fyrir glingur. Þá hafi engir venjulegir stólar verið í boði fyrir kennara eða nemendur, sem hafi þurft að standa eða sitja á púðum. Þá séu gafflar bannaðir, af einhverjum ástæðum. Í viðtali við TMZ greinir Hailey þá frá því að engin eiginleg námsskrá sé í skólanum, auk þess sem skautað hafi verið fram hjá Helförinni í sögukennslu og ekki haldið upp á Black History Month, sem er útbreiddur um Bandaríkin, en þar er sögu svartra í landinu gert hátt undir höfði.
Mál Kanye West Bandaríkin Tengdar fréttir Kanye hatar ekki lengur gyðinga þökk sé Jonah Hill Rapparinn umdeildi Kanye West kveðst ekki lengur hata gyðinga. Ástæðan er einföld: frammistaða Jonah Hill í kvikmyndinni 21 Jump Street frá árinu 2012. 25. mars 2023 16:13 Kanye West sagður vera kominn með nýja „eiginkonu“ Slúðurmiðlar vestanhafs greina frá því að tónlistarmaðurinn umdeildi Kanye West sé kominn með nýja konu upp á arminn. Ekki nóg með það, heldur hafi þau haldi leynilega brúðkaupsathöfn nú á dögunum. 13. janúar 2023 12:32 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Sjá meira
Kanye hatar ekki lengur gyðinga þökk sé Jonah Hill Rapparinn umdeildi Kanye West kveðst ekki lengur hata gyðinga. Ástæðan er einföld: frammistaða Jonah Hill í kvikmyndinni 21 Jump Street frá árinu 2012. 25. mars 2023 16:13
Kanye West sagður vera kominn með nýja „eiginkonu“ Slúðurmiðlar vestanhafs greina frá því að tónlistarmaðurinn umdeildi Kanye West sé kominn með nýja konu upp á arminn. Ekki nóg með það, heldur hafi þau haldi leynilega brúðkaupsathöfn nú á dögunum. 13. janúar 2023 12:32