Bannað að kenna á annarri hæð því Kanye er hræddur við tröppur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. apríl 2023 08:58 Hinum umdeilda Kanye West er margt til lista lagt. Að reka skóla er þó ekki eitt af því, ef marka má frásagnir fyrrverandi kennara við skóla hans. MEGA/GC Kennari, sem áður kenndi við skóla sem stofnaður var af rapparanum og athafnamanninum Kanye West, segir börn sem ganga í skólann ekki fá tilhlýðilega menntun. Hún er einn fyrrverandi kennara sem nú standa í málaferlum við skólann. Bandaríski slúðurmiðillinn TMZ greinir frá því að Cecilia Hailey, fyrrverandi kennari við Donda Academy, kristilegs einkaskóla í eigu Kanye West, eða Ye, vari foreldra eindregið við því að senda börn í skóla rapparans. Þau muni ekki fá þá menntun sem þau þurfi á að halda. Þá hvetur hún foreldra barna sem þegar eru í skólanum til þess að taka þau þaðan hið snarasta, en segir að það eitt og sér muni ekki leysa vanda barnanna. Þau séu þegar komin á eftir jafnöldrum sínum sem gangi í aðra skóla, þar sem kennsla og aðbúnaður sé með fullnægjandi hætti. Fyrr í mánuðinum greindi TMZ frá því að tvær svartar konur sem báðar kenndu við skólann hefðu nú farið í mál við stofnunina og West sjálfan, eftir að hafa verið sagt upp. Þær segja ómálefnalegar ástæður hafa búið að baki brottrekstri þeirra. Annars vegar það að þær hafi bent á það sem betur mætti fara í starfsemi skólans, og hins vegar kynþáttur þeirra. Meðal vandamálanna sem konurnar, sem segjast hafa verið einu svörtu kennararnir við skólann, er að nemendur hafi aðeins fengið sushi í hádegismat, þeim hafi verið meinað að koma með eigin mat eða drykk í skólann, utan vatns, og að krossgátur og litabækur séu bannaðar í skólanum. Þá hafi ekki mátt kenna á annarri hæð skólans þar sem Kanye sjálfur sé „hræddur við tröppur.“ Ekki hafi mátt hengja list á veggina og engum hafi verið heimilt að ganga með skartrgripi, vegna þess að West væri ekki gefinn fyrir glingur. Þá hafi engir venjulegir stólar verið í boði fyrir kennara eða nemendur, sem hafi þurft að standa eða sitja á púðum. Þá séu gafflar bannaðir, af einhverjum ástæðum. Í viðtali við TMZ greinir Hailey þá frá því að engin eiginleg námsskrá sé í skólanum, auk þess sem skautað hafi verið fram hjá Helförinni í sögukennslu og ekki haldið upp á Black History Month, sem er útbreiddur um Bandaríkin, en þar er sögu svartra í landinu gert hátt undir höfði. Mál Kanye West Bandaríkin Tengdar fréttir Kanye hatar ekki lengur gyðinga þökk sé Jonah Hill Rapparinn umdeildi Kanye West kveðst ekki lengur hata gyðinga. Ástæðan er einföld: frammistaða Jonah Hill í kvikmyndinni 21 Jump Street frá árinu 2012. 25. mars 2023 16:13 Kanye West sagður vera kominn með nýja „eiginkonu“ Slúðurmiðlar vestanhafs greina frá því að tónlistarmaðurinn umdeildi Kanye West sé kominn með nýja konu upp á arminn. Ekki nóg með það, heldur hafi þau haldi leynilega brúðkaupsathöfn nú á dögunum. 13. janúar 2023 12:32 Mest lesið Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Bandaríski slúðurmiðillinn TMZ greinir frá því að Cecilia Hailey, fyrrverandi kennari við Donda Academy, kristilegs einkaskóla í eigu Kanye West, eða Ye, vari foreldra eindregið við því að senda börn í skóla rapparans. Þau muni ekki fá þá menntun sem þau þurfi á að halda. Þá hvetur hún foreldra barna sem þegar eru í skólanum til þess að taka þau þaðan hið snarasta, en segir að það eitt og sér muni ekki leysa vanda barnanna. Þau séu þegar komin á eftir jafnöldrum sínum sem gangi í aðra skóla, þar sem kennsla og aðbúnaður sé með fullnægjandi hætti. Fyrr í mánuðinum greindi TMZ frá því að tvær svartar konur sem báðar kenndu við skólann hefðu nú farið í mál við stofnunina og West sjálfan, eftir að hafa verið sagt upp. Þær segja ómálefnalegar ástæður hafa búið að baki brottrekstri þeirra. Annars vegar það að þær hafi bent á það sem betur mætti fara í starfsemi skólans, og hins vegar kynþáttur þeirra. Meðal vandamálanna sem konurnar, sem segjast hafa verið einu svörtu kennararnir við skólann, er að nemendur hafi aðeins fengið sushi í hádegismat, þeim hafi verið meinað að koma með eigin mat eða drykk í skólann, utan vatns, og að krossgátur og litabækur séu bannaðar í skólanum. Þá hafi ekki mátt kenna á annarri hæð skólans þar sem Kanye sjálfur sé „hræddur við tröppur.“ Ekki hafi mátt hengja list á veggina og engum hafi verið heimilt að ganga með skartrgripi, vegna þess að West væri ekki gefinn fyrir glingur. Þá hafi engir venjulegir stólar verið í boði fyrir kennara eða nemendur, sem hafi þurft að standa eða sitja á púðum. Þá séu gafflar bannaðir, af einhverjum ástæðum. Í viðtali við TMZ greinir Hailey þá frá því að engin eiginleg námsskrá sé í skólanum, auk þess sem skautað hafi verið fram hjá Helförinni í sögukennslu og ekki haldið upp á Black History Month, sem er útbreiddur um Bandaríkin, en þar er sögu svartra í landinu gert hátt undir höfði.
Mál Kanye West Bandaríkin Tengdar fréttir Kanye hatar ekki lengur gyðinga þökk sé Jonah Hill Rapparinn umdeildi Kanye West kveðst ekki lengur hata gyðinga. Ástæðan er einföld: frammistaða Jonah Hill í kvikmyndinni 21 Jump Street frá árinu 2012. 25. mars 2023 16:13 Kanye West sagður vera kominn með nýja „eiginkonu“ Slúðurmiðlar vestanhafs greina frá því að tónlistarmaðurinn umdeildi Kanye West sé kominn með nýja konu upp á arminn. Ekki nóg með það, heldur hafi þau haldi leynilega brúðkaupsathöfn nú á dögunum. 13. janúar 2023 12:32 Mest lesið Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Kanye hatar ekki lengur gyðinga þökk sé Jonah Hill Rapparinn umdeildi Kanye West kveðst ekki lengur hata gyðinga. Ástæðan er einföld: frammistaða Jonah Hill í kvikmyndinni 21 Jump Street frá árinu 2012. 25. mars 2023 16:13
Kanye West sagður vera kominn með nýja „eiginkonu“ Slúðurmiðlar vestanhafs greina frá því að tónlistarmaðurinn umdeildi Kanye West sé kominn með nýja konu upp á arminn. Ekki nóg með það, heldur hafi þau haldi leynilega brúðkaupsathöfn nú á dögunum. 13. janúar 2023 12:32