„Fögnum í dag og síðan er annar bikarleikur á fimmtudaginn“ Andri Már Eggertsson skrifar 9. apríl 2023 16:15 Bjarni Magnússon var ánægður með sigur dagsins Vísir/Snædís Bára Haukar unnu sannfærandi sigur á Val í Ólafsal 93-77. Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var afar ánægður með spilamennsku Hauka en sagði að það væri annar bikarleikur gegn Val framundan þar sem Valur þarf aðeins einn sigur í viðbót til að komast áfram í úrslitin. „Við vildum ekki fara í sumarfrí í dag. Við munum taka hvíld í dag og á morgun síðan er það áfram gakk,“ sagði Bjarni Magnússon eftir leik og hélt áfram. „Í seinasta leik vorum við ekki að gefa margar stoðsendingar á meðan í dag vorum við með 25 stoðsendingar. Við leystum pressuna þeirra með því að senda í gegnum hana og hreyfa okkur vel.“ Bjarni var afar ánægður með áhlaup Hauka í fyrri hálfleik þar sem Haukar komust átján stigum yfir á nokkrum mínútum. „Þetta var magnað. Við eigum þetta í leik okkar og við verðum að fara ná að gera þetta í lengri tíma. Það fór mikil orka í þetta en þetta var frábær kafli á báðum endum. Vörnin bjó til sjálfstraust og við fengum auðveldar körfur sem gaf líka sjálfstraust. Ég var rosalega ánægður með þetta og stelpurnar eiga að vera stoltar af þessari frammistöðu.“ „Við töluðum um það fyrir leik að við þyrftum að ná þremur sigrum. Við höfum náð einum sigri og ætlum ekki að fara missa okkur neitt en munum fagna í kvöld og njóta þess.“ Haukar voru sautján stigum yfir í hálfleik líkt og seinast þegar liðin mættust í Ólafssal en þá misstu Haukar forskotið niður og töpuðu í framlengingu. „Þetta var nákvæmlega sama stigaskor í hálfleik og í seinasta heimaleik gegn Val. Við vissum hvað við gerðum vitlaust í seinasta leik og fórum yfir það hvernig við ætluðum ekki að vera litlar í okkur.“ „Við vorum árásargjarnar og bjuggum til góð skot sem gekk upp. Varnarlega vorum við ekki jafn öflugar í seinni hálfleik en sóknarleikurinn var það góður að við vorum ekki að fara missa forskotið niður.“ Bjarni var spenntur fyrir fjórða leiknum gegn Val og sagði að það væri annar bikarleikur. „Við munum fagna í dag og síðan er annar bikarleikur á fimmtudaginn,“ sagði Bjarni Magnússon að lokum. Haukar Subway-deild kvenna Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Fótbolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Fjögur lið á toppnum með fjögur stig „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslensku stelpurnar flugu inn í úrslitin Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Tæplega fimmtugur Manny Pacquiao ætlar að snúa aftur í hringinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Salah valinn bestur af blaðamönnum „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Frederik Schram fundinn Sjá meira
„Við vildum ekki fara í sumarfrí í dag. Við munum taka hvíld í dag og á morgun síðan er það áfram gakk,“ sagði Bjarni Magnússon eftir leik og hélt áfram. „Í seinasta leik vorum við ekki að gefa margar stoðsendingar á meðan í dag vorum við með 25 stoðsendingar. Við leystum pressuna þeirra með því að senda í gegnum hana og hreyfa okkur vel.“ Bjarni var afar ánægður með áhlaup Hauka í fyrri hálfleik þar sem Haukar komust átján stigum yfir á nokkrum mínútum. „Þetta var magnað. Við eigum þetta í leik okkar og við verðum að fara ná að gera þetta í lengri tíma. Það fór mikil orka í þetta en þetta var frábær kafli á báðum endum. Vörnin bjó til sjálfstraust og við fengum auðveldar körfur sem gaf líka sjálfstraust. Ég var rosalega ánægður með þetta og stelpurnar eiga að vera stoltar af þessari frammistöðu.“ „Við töluðum um það fyrir leik að við þyrftum að ná þremur sigrum. Við höfum náð einum sigri og ætlum ekki að fara missa okkur neitt en munum fagna í kvöld og njóta þess.“ Haukar voru sautján stigum yfir í hálfleik líkt og seinast þegar liðin mættust í Ólafssal en þá misstu Haukar forskotið niður og töpuðu í framlengingu. „Þetta var nákvæmlega sama stigaskor í hálfleik og í seinasta heimaleik gegn Val. Við vissum hvað við gerðum vitlaust í seinasta leik og fórum yfir það hvernig við ætluðum ekki að vera litlar í okkur.“ „Við vorum árásargjarnar og bjuggum til góð skot sem gekk upp. Varnarlega vorum við ekki jafn öflugar í seinni hálfleik en sóknarleikurinn var það góður að við vorum ekki að fara missa forskotið niður.“ Bjarni var spenntur fyrir fjórða leiknum gegn Val og sagði að það væri annar bikarleikur. „Við munum fagna í dag og síðan er annar bikarleikur á fimmtudaginn,“ sagði Bjarni Magnússon að lokum.
Haukar Subway-deild kvenna Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Fótbolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Fjögur lið á toppnum með fjögur stig „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslensku stelpurnar flugu inn í úrslitin Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Tæplega fimmtugur Manny Pacquiao ætlar að snúa aftur í hringinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Salah valinn bestur af blaðamönnum „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Frederik Schram fundinn Sjá meira