Vill náða morðingja daginn eftir sakfellingu Árni Sæberg skrifar 9. apríl 2023 08:50 Greg Abbott er ríkisstjóri Texas. Brandon Bell/Gett Greg Abbott, ríkisstjóri Texas í Bandaríkjunum, segist munu beita sér fyrir því að maður, sem var sakfelldur fyrir morð á föstudag, verði náðaður. Daniel Perry, hermaður og leigubílstjóri á fertugsaldri, var á föstudaginn sakfelldur fyrir að hafa myrt Garrett Foster, fyrrverandi hermann á þrítugsaldri, á meðan sá síðarnefndi tók þátt í mótmælum gegn lögregluofbeldi. Perry var gefið að sök að hafa ekið bíl sínum, sem hann notaði til aksturs fyrir Uber, inn í þvögu mótmælenda í Austin í Texas árið 2020. Síðan hafi hann tekið upp skotvopn og skotið Foster til bana. Foster var vopnaður AK-47 riffli þegar hann lést, sem er löglegt í Texas hafi menn tilskilin leyfi. Daniel Perry á yfir höfði sér allt að lífstíðarfangelsi. Ríkisstjóri Texas mun beita sér fyrir því að hann sleppi við refsingu.Lögreglan í Austin Perry neitaði alla tíð sök og kvaðst hafa skotið Foster til þess að forða sjálfum sér frá hættu. Neyðarvarnarlöggjöf í Texas er mjög rúm. Aðferðir Perrys og ummæli hans á samfélagsmiðlum um mótmælendur, sem tilheyrðu svokallaðri Black Lives Matter hreyfingu, voru til þess fallin að rýra trú kviðdómenda á málsvörnum hans. Svo fór að hann var sakfelldur fyrir morð. Þá hefur myndskeið af fyrstu yfirheyrslu Perrys hjá lögreglu eftir atvikið vakið mikla athygli, en það var spilað við réttarhöldin. „Ég vildi ekki gefa honum færi til þess að miða á mig, skilur þú?“ sagði hann við lögreglumann. Myndskeiðið má sjá í tístinu hér að neðan: From the police interview of Daniel Perry, the man convicted of murder whom Gov. Greg Abbott now wants to pardon."I didn't want to give him a chance to aim at me, ya know?"In an increasingly armed society, when do you get to shoot gun-carrying people and call it self-defense? pic.twitter.com/ZjfJZYwZsp— Mike Hixenbaugh (@Mike_Hixenbaugh) April 8, 2023 Hlakkar til að undirrita náðunarbréf Íhaldsmenn víða í Bandaríkjunum, og sérstaklega í Texas, hafa brugðist ókvæða við niðurstöðu kviðdómsins í máli Perrys. Tucker Carlson, íhaldssamur þáttastjórnandi á Fox-sjónvarpsstöðinni, gerði málið til að mynda að umfjöllunarefni sínu á föstudagskvöldið. Hann kvaðst hafa boðið Abbott í þáttinn til þess að ræða mögulega náðun Perrys en að hann hafi afþakkað boðið. „Svo það er afstaða Gregs Abbott, það er enginn réttur til neyðarvarnar í Texas,“ sagði Carlson. Þá sagði Matt Rinaldi, stjórnarformaður Repúblikanaflokksins í Texas, á Twitter að málið hefði aldrei átt að fara fyrir dómstóla og að Abbott bæri að náða Perry. Abbott hefur nú brugðist við ákalli skoðanabræðra sinna og farið fram á það við reynslulausnar- og náðunarnefnd Texas að hún taki mál Perrys til hraðmeðferðar. Þetta tilkynnti hann á Twitter í gær, daginn eftir sakfellingu Perrys. I am working as swiftly as Texas law allows regarding the pardon of Sgt. Perry. pic.twitter.com/HydwdzneMU— Greg Abbott (@GregAbbott_TX) April 8, 2023 Hann segir neyðarvarnarlöggjöf Texas vera eina þeirra öflugustu í Bandaríkjunum og það sé ekki á færi kviðdóms eða „framsækins saksóknara“ að ógilda hana. Þá segir hann að lög í Texas komi í veg fyrir það að ríkisstjóri náði dæmda glæpamenn af sjálfsdáðum. Til þess þurfi aðkomu náðunarnefndar og tillögu hennar um náðun. Lögin heimili ríkisstjóra hins vegar að fara fram á að nefndin taki mál til skoðunar, sem hann hafi og gert. „Ég hlakka til að undirrita náðunarbréf nefndarinnar um leið og það lendir á mínu borði,“ segir ríkisstjórinn. Að lokum segir hann að hann hafi þegar gert það að forgangsatriði að hefta völd saksóknara í ríkinu og að þingið vinni nú að lagasetningu þess efnis. Bandaríkin Black Lives Matter Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Daniel Perry, hermaður og leigubílstjóri á fertugsaldri, var á föstudaginn sakfelldur fyrir að hafa myrt Garrett Foster, fyrrverandi hermann á þrítugsaldri, á meðan sá síðarnefndi tók þátt í mótmælum gegn lögregluofbeldi. Perry var gefið að sök að hafa ekið bíl sínum, sem hann notaði til aksturs fyrir Uber, inn í þvögu mótmælenda í Austin í Texas árið 2020. Síðan hafi hann tekið upp skotvopn og skotið Foster til bana. Foster var vopnaður AK-47 riffli þegar hann lést, sem er löglegt í Texas hafi menn tilskilin leyfi. Daniel Perry á yfir höfði sér allt að lífstíðarfangelsi. Ríkisstjóri Texas mun beita sér fyrir því að hann sleppi við refsingu.Lögreglan í Austin Perry neitaði alla tíð sök og kvaðst hafa skotið Foster til þess að forða sjálfum sér frá hættu. Neyðarvarnarlöggjöf í Texas er mjög rúm. Aðferðir Perrys og ummæli hans á samfélagsmiðlum um mótmælendur, sem tilheyrðu svokallaðri Black Lives Matter hreyfingu, voru til þess fallin að rýra trú kviðdómenda á málsvörnum hans. Svo fór að hann var sakfelldur fyrir morð. Þá hefur myndskeið af fyrstu yfirheyrslu Perrys hjá lögreglu eftir atvikið vakið mikla athygli, en það var spilað við réttarhöldin. „Ég vildi ekki gefa honum færi til þess að miða á mig, skilur þú?“ sagði hann við lögreglumann. Myndskeiðið má sjá í tístinu hér að neðan: From the police interview of Daniel Perry, the man convicted of murder whom Gov. Greg Abbott now wants to pardon."I didn't want to give him a chance to aim at me, ya know?"In an increasingly armed society, when do you get to shoot gun-carrying people and call it self-defense? pic.twitter.com/ZjfJZYwZsp— Mike Hixenbaugh (@Mike_Hixenbaugh) April 8, 2023 Hlakkar til að undirrita náðunarbréf Íhaldsmenn víða í Bandaríkjunum, og sérstaklega í Texas, hafa brugðist ókvæða við niðurstöðu kviðdómsins í máli Perrys. Tucker Carlson, íhaldssamur þáttastjórnandi á Fox-sjónvarpsstöðinni, gerði málið til að mynda að umfjöllunarefni sínu á föstudagskvöldið. Hann kvaðst hafa boðið Abbott í þáttinn til þess að ræða mögulega náðun Perrys en að hann hafi afþakkað boðið. „Svo það er afstaða Gregs Abbott, það er enginn réttur til neyðarvarnar í Texas,“ sagði Carlson. Þá sagði Matt Rinaldi, stjórnarformaður Repúblikanaflokksins í Texas, á Twitter að málið hefði aldrei átt að fara fyrir dómstóla og að Abbott bæri að náða Perry. Abbott hefur nú brugðist við ákalli skoðanabræðra sinna og farið fram á það við reynslulausnar- og náðunarnefnd Texas að hún taki mál Perrys til hraðmeðferðar. Þetta tilkynnti hann á Twitter í gær, daginn eftir sakfellingu Perrys. I am working as swiftly as Texas law allows regarding the pardon of Sgt. Perry. pic.twitter.com/HydwdzneMU— Greg Abbott (@GregAbbott_TX) April 8, 2023 Hann segir neyðarvarnarlöggjöf Texas vera eina þeirra öflugustu í Bandaríkjunum og það sé ekki á færi kviðdóms eða „framsækins saksóknara“ að ógilda hana. Þá segir hann að lög í Texas komi í veg fyrir það að ríkisstjóri náði dæmda glæpamenn af sjálfsdáðum. Til þess þurfi aðkomu náðunarnefndar og tillögu hennar um náðun. Lögin heimili ríkisstjóra hins vegar að fara fram á að nefndin taki mál til skoðunar, sem hann hafi og gert. „Ég hlakka til að undirrita náðunarbréf nefndarinnar um leið og það lendir á mínu borði,“ segir ríkisstjórinn. Að lokum segir hann að hann hafi þegar gert það að forgangsatriði að hefta völd saksóknara í ríkinu og að þingið vinni nú að lagasetningu þess efnis.
Bandaríkin Black Lives Matter Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira