Vill náða morðingja daginn eftir sakfellingu Árni Sæberg skrifar 9. apríl 2023 08:50 Greg Abbott er ríkisstjóri Texas. Brandon Bell/Gett Greg Abbott, ríkisstjóri Texas í Bandaríkjunum, segist munu beita sér fyrir því að maður, sem var sakfelldur fyrir morð á föstudag, verði náðaður. Daniel Perry, hermaður og leigubílstjóri á fertugsaldri, var á föstudaginn sakfelldur fyrir að hafa myrt Garrett Foster, fyrrverandi hermann á þrítugsaldri, á meðan sá síðarnefndi tók þátt í mótmælum gegn lögregluofbeldi. Perry var gefið að sök að hafa ekið bíl sínum, sem hann notaði til aksturs fyrir Uber, inn í þvögu mótmælenda í Austin í Texas árið 2020. Síðan hafi hann tekið upp skotvopn og skotið Foster til bana. Foster var vopnaður AK-47 riffli þegar hann lést, sem er löglegt í Texas hafi menn tilskilin leyfi. Daniel Perry á yfir höfði sér allt að lífstíðarfangelsi. Ríkisstjóri Texas mun beita sér fyrir því að hann sleppi við refsingu.Lögreglan í Austin Perry neitaði alla tíð sök og kvaðst hafa skotið Foster til þess að forða sjálfum sér frá hættu. Neyðarvarnarlöggjöf í Texas er mjög rúm. Aðferðir Perrys og ummæli hans á samfélagsmiðlum um mótmælendur, sem tilheyrðu svokallaðri Black Lives Matter hreyfingu, voru til þess fallin að rýra trú kviðdómenda á málsvörnum hans. Svo fór að hann var sakfelldur fyrir morð. Þá hefur myndskeið af fyrstu yfirheyrslu Perrys hjá lögreglu eftir atvikið vakið mikla athygli, en það var spilað við réttarhöldin. „Ég vildi ekki gefa honum færi til þess að miða á mig, skilur þú?“ sagði hann við lögreglumann. Myndskeiðið má sjá í tístinu hér að neðan: From the police interview of Daniel Perry, the man convicted of murder whom Gov. Greg Abbott now wants to pardon."I didn't want to give him a chance to aim at me, ya know?"In an increasingly armed society, when do you get to shoot gun-carrying people and call it self-defense? pic.twitter.com/ZjfJZYwZsp— Mike Hixenbaugh (@Mike_Hixenbaugh) April 8, 2023 Hlakkar til að undirrita náðunarbréf Íhaldsmenn víða í Bandaríkjunum, og sérstaklega í Texas, hafa brugðist ókvæða við niðurstöðu kviðdómsins í máli Perrys. Tucker Carlson, íhaldssamur þáttastjórnandi á Fox-sjónvarpsstöðinni, gerði málið til að mynda að umfjöllunarefni sínu á föstudagskvöldið. Hann kvaðst hafa boðið Abbott í þáttinn til þess að ræða mögulega náðun Perrys en að hann hafi afþakkað boðið. „Svo það er afstaða Gregs Abbott, það er enginn réttur til neyðarvarnar í Texas,“ sagði Carlson. Þá sagði Matt Rinaldi, stjórnarformaður Repúblikanaflokksins í Texas, á Twitter að málið hefði aldrei átt að fara fyrir dómstóla og að Abbott bæri að náða Perry. Abbott hefur nú brugðist við ákalli skoðanabræðra sinna og farið fram á það við reynslulausnar- og náðunarnefnd Texas að hún taki mál Perrys til hraðmeðferðar. Þetta tilkynnti hann á Twitter í gær, daginn eftir sakfellingu Perrys. I am working as swiftly as Texas law allows regarding the pardon of Sgt. Perry. pic.twitter.com/HydwdzneMU— Greg Abbott (@GregAbbott_TX) April 8, 2023 Hann segir neyðarvarnarlöggjöf Texas vera eina þeirra öflugustu í Bandaríkjunum og það sé ekki á færi kviðdóms eða „framsækins saksóknara“ að ógilda hana. Þá segir hann að lög í Texas komi í veg fyrir það að ríkisstjóri náði dæmda glæpamenn af sjálfsdáðum. Til þess þurfi aðkomu náðunarnefndar og tillögu hennar um náðun. Lögin heimili ríkisstjóra hins vegar að fara fram á að nefndin taki mál til skoðunar, sem hann hafi og gert. „Ég hlakka til að undirrita náðunarbréf nefndarinnar um leið og það lendir á mínu borði,“ segir ríkisstjórinn. Að lokum segir hann að hann hafi þegar gert það að forgangsatriði að hefta völd saksóknara í ríkinu og að þingið vinni nú að lagasetningu þess efnis. Bandaríkin Black Lives Matter Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Daniel Perry, hermaður og leigubílstjóri á fertugsaldri, var á föstudaginn sakfelldur fyrir að hafa myrt Garrett Foster, fyrrverandi hermann á þrítugsaldri, á meðan sá síðarnefndi tók þátt í mótmælum gegn lögregluofbeldi. Perry var gefið að sök að hafa ekið bíl sínum, sem hann notaði til aksturs fyrir Uber, inn í þvögu mótmælenda í Austin í Texas árið 2020. Síðan hafi hann tekið upp skotvopn og skotið Foster til bana. Foster var vopnaður AK-47 riffli þegar hann lést, sem er löglegt í Texas hafi menn tilskilin leyfi. Daniel Perry á yfir höfði sér allt að lífstíðarfangelsi. Ríkisstjóri Texas mun beita sér fyrir því að hann sleppi við refsingu.Lögreglan í Austin Perry neitaði alla tíð sök og kvaðst hafa skotið Foster til þess að forða sjálfum sér frá hættu. Neyðarvarnarlöggjöf í Texas er mjög rúm. Aðferðir Perrys og ummæli hans á samfélagsmiðlum um mótmælendur, sem tilheyrðu svokallaðri Black Lives Matter hreyfingu, voru til þess fallin að rýra trú kviðdómenda á málsvörnum hans. Svo fór að hann var sakfelldur fyrir morð. Þá hefur myndskeið af fyrstu yfirheyrslu Perrys hjá lögreglu eftir atvikið vakið mikla athygli, en það var spilað við réttarhöldin. „Ég vildi ekki gefa honum færi til þess að miða á mig, skilur þú?“ sagði hann við lögreglumann. Myndskeiðið má sjá í tístinu hér að neðan: From the police interview of Daniel Perry, the man convicted of murder whom Gov. Greg Abbott now wants to pardon."I didn't want to give him a chance to aim at me, ya know?"In an increasingly armed society, when do you get to shoot gun-carrying people and call it self-defense? pic.twitter.com/ZjfJZYwZsp— Mike Hixenbaugh (@Mike_Hixenbaugh) April 8, 2023 Hlakkar til að undirrita náðunarbréf Íhaldsmenn víða í Bandaríkjunum, og sérstaklega í Texas, hafa brugðist ókvæða við niðurstöðu kviðdómsins í máli Perrys. Tucker Carlson, íhaldssamur þáttastjórnandi á Fox-sjónvarpsstöðinni, gerði málið til að mynda að umfjöllunarefni sínu á föstudagskvöldið. Hann kvaðst hafa boðið Abbott í þáttinn til þess að ræða mögulega náðun Perrys en að hann hafi afþakkað boðið. „Svo það er afstaða Gregs Abbott, það er enginn réttur til neyðarvarnar í Texas,“ sagði Carlson. Þá sagði Matt Rinaldi, stjórnarformaður Repúblikanaflokksins í Texas, á Twitter að málið hefði aldrei átt að fara fyrir dómstóla og að Abbott bæri að náða Perry. Abbott hefur nú brugðist við ákalli skoðanabræðra sinna og farið fram á það við reynslulausnar- og náðunarnefnd Texas að hún taki mál Perrys til hraðmeðferðar. Þetta tilkynnti hann á Twitter í gær, daginn eftir sakfellingu Perrys. I am working as swiftly as Texas law allows regarding the pardon of Sgt. Perry. pic.twitter.com/HydwdzneMU— Greg Abbott (@GregAbbott_TX) April 8, 2023 Hann segir neyðarvarnarlöggjöf Texas vera eina þeirra öflugustu í Bandaríkjunum og það sé ekki á færi kviðdóms eða „framsækins saksóknara“ að ógilda hana. Þá segir hann að lög í Texas komi í veg fyrir það að ríkisstjóri náði dæmda glæpamenn af sjálfsdáðum. Til þess þurfi aðkomu náðunarnefndar og tillögu hennar um náðun. Lögin heimili ríkisstjóra hins vegar að fara fram á að nefndin taki mál til skoðunar, sem hann hafi og gert. „Ég hlakka til að undirrita náðunarbréf nefndarinnar um leið og það lendir á mínu borði,“ segir ríkisstjórinn. Að lokum segir hann að hann hafi þegar gert það að forgangsatriði að hefta völd saksóknara í ríkinu og að þingið vinni nú að lagasetningu þess efnis.
Bandaríkin Black Lives Matter Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent