Leika í bjórbúningi á Íslandsmótinu í sumar Smári Jökull Jónsson skrifar 7. apríl 2023 08:01 Þeir Sindri og Halldór Orri eru ánægðir með nýja treyju KFG. Vísir Búningar sem KFG mun leika í í 2.deildinni í knattspyrnu í vetur hafa vakið verðskuldaða athygli en félagið ákvað að búa til sinn eigin búning fyrir tímabilið. Knattspyrnufélag Garðabæjar fór óhefðbundnar leiðir þegar kom að því að hanna búninga félagsins fyrir komandi leiktíð. Formaður félagsins segist hafa haft efasemdir en leist þó vel á hugmyndina. Svava Kristín hitti forsvarsmenn félagsins að máli í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld. „Við ákváðum að fara nýja leið þegar við vorum að búa til búninga fyrir þetta tímabil og ákváðum að búa þá til sjálfir. Halli Egis, pílugoðsögn, hefur verið í því að hanna pílutreyjur og við köstuðum hugmyndum á milli og hann kom með þessa. Að gera styrktaraðilanum hátt undir höfði og hafa hana sem bjórglas,“ sagði Sindri Rósenkranz Sævarsson formaður KFG en að sjálfsögðu kemur fram á búningnum að um léttöl er að ræða. Halldór Orri Björnsson á langan feril að baki í efsta deild þar sem hann hefur spilað yfir tvöhundruð leiki með Stjörnunni og FH. Hann gekk til liðs við KFG fyrir tímabilið og segir þetta líklega skrautlegustu treyjuna sem hann hefur klæðst á knattspyrnuvellinum. „Þetta er glæsileg treyja og það fór vel af stað, við unnum 7-0 í fyrsta leik sem við spiluðum í henni. Það vonandi gefur góð fyrirheit fyrir sumarið.“ KFG-menn eiga von á því að búningur liðsins verði vinsæll. „Mér skilst að það sé búið að rigna inn fyrirspurnum til Sindra síðan treyjan var kynnt. Ætli þetta verði ekki bara vinsælasta treyjan í Dalnum á Þjóðhátíð í sumar,“ bætti Halldór Orri við. Lengri útgáfu af viðtali Svövu Kristínar við þá Sindra og Halldór Orra má sjá hér fyrir neðan. Íslenski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Knattspyrnufélag Garðabæjar fór óhefðbundnar leiðir þegar kom að því að hanna búninga félagsins fyrir komandi leiktíð. Formaður félagsins segist hafa haft efasemdir en leist þó vel á hugmyndina. Svava Kristín hitti forsvarsmenn félagsins að máli í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld. „Við ákváðum að fara nýja leið þegar við vorum að búa til búninga fyrir þetta tímabil og ákváðum að búa þá til sjálfir. Halli Egis, pílugoðsögn, hefur verið í því að hanna pílutreyjur og við köstuðum hugmyndum á milli og hann kom með þessa. Að gera styrktaraðilanum hátt undir höfði og hafa hana sem bjórglas,“ sagði Sindri Rósenkranz Sævarsson formaður KFG en að sjálfsögðu kemur fram á búningnum að um léttöl er að ræða. Halldór Orri Björnsson á langan feril að baki í efsta deild þar sem hann hefur spilað yfir tvöhundruð leiki með Stjörnunni og FH. Hann gekk til liðs við KFG fyrir tímabilið og segir þetta líklega skrautlegustu treyjuna sem hann hefur klæðst á knattspyrnuvellinum. „Þetta er glæsileg treyja og það fór vel af stað, við unnum 7-0 í fyrsta leik sem við spiluðum í henni. Það vonandi gefur góð fyrirheit fyrir sumarið.“ KFG-menn eiga von á því að búningur liðsins verði vinsæll. „Mér skilst að það sé búið að rigna inn fyrirspurnum til Sindra síðan treyjan var kynnt. Ætli þetta verði ekki bara vinsælasta treyjan í Dalnum á Þjóðhátíð í sumar,“ bætti Halldór Orri við. Lengri útgáfu af viðtali Svövu Kristínar við þá Sindra og Halldór Orra má sjá hér fyrir neðan.
Íslenski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira