Umfjöllun og viðtöl: FH - Selfoss 31-31 | Jafntefli í forsmekknum fyrir úrslitakeppnina Hjörvar Ólafsson skrifar 10. apríl 2023 17:22 Leonharð Þorgeir Harðarson átti fínan leik fyrir FH. Vísir/Pawel FH og Selfoss skildu jöfn, 31-31, þegar liðin áttust við í lokaumferð Olís-deildar karla í handbolta í Kaplakrika í dag. Leikurinn skipti litlu máli fyrir bæði lið þar sem hvorugt liðið getur farið ofar eða neðar í töflunni. Þessi lið hafna í öðru og sjöunda sæti deildarinnar og mætast þar af leiðandi í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar. Selfyssingar höfðu frumkvæðið lungann úr leiknum en undir lok leiksins hrökk FH-liðið í gang og náði að næla í annað stigið sem í boði var. Bæði hvíldu lykilleikmenn fyrir leiki liðanna í úrslitakeppninni og þjálfarar beggja liða rúlluðu liðinu og dreifðu álaginu á milli leikmanna sinna. Axel Hreinn Hilmisson, markvörður FH, og Alexander Hrafnkelsson, kollegi hans hjá Selfossi, fengu báðir stærra hlutverk en alla jafna jafna og stóðu þeir sig báðir með prýði. Liðin hefja viðureign sína í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar í Kaplakrika á laugardaginn eða sunnudaginn um næstu helgi. Sigursteinn Arndal, þjálfari FH. Vísir/Pawel Sigursteinn Arndal: Fín frammistaða í seinni hálfleik „Þetta var kaflaskipti frammistaða hjá okkur í þessum leik og við vorum værukærir framan af leik. Frammistaðan var hins vegar betri í seinni hálfleik og við náðum í punkt sem er bara fínt. Auðvitað bar leikurinn þess merki að liðin voru föstu í sínum sætum en þetta var bara heilt yfir flottur leikur," sagði Sigursteinn Arndal, þjálfari FH. „Við erum bara á fínum stað komandi inn í úrslitakeppnina og það verða allir leikmenn klárir í slaginn þegar við mætum þeim í átta liða úrslitunum. Það er mikil saga á milli þessara liða síðustu áratugina og ég á von á fullu húsi bæði í Kaplakrika og á Selfossi," sagði Sigursteinn um framhaldið. Þórir Ólafsson: Förum fullir sjálfstrausts inn í átta liða úrslitin „Ég er bara sáttur við spilamennskuna þó svo að ég sé svekktur að hafa ekki náð skoti í lokasókninni og vinna. Auðvitað voru bæði lið að hvíla sína sterkustu leikmenn og rúlla liðinu en þessi leikur gefur góð fyrirheit fyrir framhaldið," sagði Þórir Ólafsson, þjálfari Selfoss. „Það verða allir leikmenn leikfærir þegar einvígið við þá hefst í átta liða úrslitunum. Við metum möguleika okkur fína í þeirri rimmu sem er handan við hornið. Við erum allvega fullir tilhlökkunar fyrir þessu verkefni," sagði hann enn fremur. Olís-deild karla FH UMF Selfoss
FH og Selfoss skildu jöfn, 31-31, þegar liðin áttust við í lokaumferð Olís-deildar karla í handbolta í Kaplakrika í dag. Leikurinn skipti litlu máli fyrir bæði lið þar sem hvorugt liðið getur farið ofar eða neðar í töflunni. Þessi lið hafna í öðru og sjöunda sæti deildarinnar og mætast þar af leiðandi í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar. Selfyssingar höfðu frumkvæðið lungann úr leiknum en undir lok leiksins hrökk FH-liðið í gang og náði að næla í annað stigið sem í boði var. Bæði hvíldu lykilleikmenn fyrir leiki liðanna í úrslitakeppninni og þjálfarar beggja liða rúlluðu liðinu og dreifðu álaginu á milli leikmanna sinna. Axel Hreinn Hilmisson, markvörður FH, og Alexander Hrafnkelsson, kollegi hans hjá Selfossi, fengu báðir stærra hlutverk en alla jafna jafna og stóðu þeir sig báðir með prýði. Liðin hefja viðureign sína í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar í Kaplakrika á laugardaginn eða sunnudaginn um næstu helgi. Sigursteinn Arndal, þjálfari FH. Vísir/Pawel Sigursteinn Arndal: Fín frammistaða í seinni hálfleik „Þetta var kaflaskipti frammistaða hjá okkur í þessum leik og við vorum værukærir framan af leik. Frammistaðan var hins vegar betri í seinni hálfleik og við náðum í punkt sem er bara fínt. Auðvitað bar leikurinn þess merki að liðin voru föstu í sínum sætum en þetta var bara heilt yfir flottur leikur," sagði Sigursteinn Arndal, þjálfari FH. „Við erum bara á fínum stað komandi inn í úrslitakeppnina og það verða allir leikmenn klárir í slaginn þegar við mætum þeim í átta liða úrslitunum. Það er mikil saga á milli þessara liða síðustu áratugina og ég á von á fullu húsi bæði í Kaplakrika og á Selfossi," sagði Sigursteinn um framhaldið. Þórir Ólafsson: Förum fullir sjálfstrausts inn í átta liða úrslitin „Ég er bara sáttur við spilamennskuna þó svo að ég sé svekktur að hafa ekki náð skoti í lokasókninni og vinna. Auðvitað voru bæði lið að hvíla sína sterkustu leikmenn og rúlla liðinu en þessi leikur gefur góð fyrirheit fyrir framhaldið," sagði Þórir Ólafsson, þjálfari Selfoss. „Það verða allir leikmenn leikfærir þegar einvígið við þá hefst í átta liða úrslitunum. Við metum möguleika okkur fína í þeirri rimmu sem er handan við hornið. Við erum allvega fullir tilhlökkunar fyrir þessu verkefni," sagði hann enn fremur.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti