Missti besta vin sinn í hræðilegu slysi: Sagan sem aldrei mátti segja Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 8. apríl 2023 07:00 Þorgeir Ástvaldsson var viðmælandi í hátíðarviðtali Heimis Karlssonar. Bylgjan Hinn ástsæli útvarpsmaður Þorgeir Ástvaldsson varð fyrir því mikla áfalli aðeins nítján ára gamall að missa besta vin sinn, Rúnar Vilhjálmsson, sem féll niður af svölum. Þorgeir var gestur í sérstöku hátíðarviðtali Heimis Karlssonar á Bylgjunni í gær. Þar ræddu þeir, fyrrverandi samstarfsfélagarnir, saman á einlægum nótum og sagði Þorgeir meðal annars frá vini sínum, Rúnari. Þorgeir hefur alla tíð verið grjótharður Framari en hann spilaði lengi fótbolta með liðinu ásamt Rúnari. „Hann var minn besti vinur,“ rifjar Þorgeir upp. Rúnar kom af efnalitlu fólki og ólst uppi nálægt braggahverfinu við Suðurlandsbraut. „Hann sagði mér það að honum fyndist leiðinlegt að búa ekki í svona nýju húsi eins og við,“ segir Þorgeir. Valinn í landsliðið aðeins nítján ára Rúnar þótti þó einstaklega efnilegur fótboltamaður og var hann valinn í landsliðið aðeins nítján ára gamall. „Hann sem sagt fylgir okkur í Tempó [hljómsveit Þorgeirs] sem vinur og svo náttúrlega vorum við hrifnir af því hvernig honum vegnaði í fótboltanum.“ Hann var mjög trúr sínu félagi og sínum vinum. Hann var skemmtilegur strákur og mjög líflegur og góður fótboltamaður. Harmleikurinn í London Það var svo í janúar árið 1970 sem Rúnar hélt til Englands þar sem landsliðið átti að mæta enska liðinu á vellinum. Þá var Rúnar nýorðinn tvítugur. „Hann átti afmæli 19. janúar, maður man það vel. Við kvöddum hann vinahópurinn. Við fórum með Gunna ljósmyndara út á Melavöll og hann var myndaður þar í bak og fyrir á klakadrullupollunum þarna um veturinn. Við gerðum gaman úr þessu,“ segir Þorgeir sem kvaddi vin sinn, þó grunlaus um að það yrði þeirra hinsta kveðja. Það næsta sem Þorgeir man er að honum var tilkynnt að hræðilegt slys hafi orðið á landsliðsmanni í London. Það er augnablik sem hann aldrei gleymir. „Ég er heima í Efstasundi og það er komið og bankað á dyrnar hjá mér og gluggann og ég vakinn. Ég hélt það væri komið eldgos, það var náttúrlega eldgos í augum okkar.“ Hér má hlusta á viðtalið við Þorgeir Ástvaldsson í heild sinni. Klippa: Heimir Karls ræðir við Þorgeir Ástvaldsson Mikil leynd hvíldi yfir slysinu Þorgeir fékk þær upplýsingar að vinur hans hefði fallið niður af svölum á hóteli þar sem landsliðið dvaldi. Rúnar lifði í nokkra daga áður en hann lést af áverkum sínum. „Það vildi þannig til að menn höfðu enga skýringu á því hvernig á þessu stóð,“ segir Þorgeir. Hann segir mikla leynd hafa hvílt yfir atburðinum þar sem þetta hafi verið opinber landsliðsferð og að mannorð Alberts Guðmundssonar, þáverandi formanns KSÍ, hafi verið í húfi. „En það fylgdi sögunni sem við máttum aldrei segja, og það veit ég að var honum líkt, að hann var svo sigri hrósandi yfir því að hafa verið valinn í landsliðshópinn að hann stekkur upp á þakskeggið sem var slútandi sitthvoru megin. Ég sé hann fyrir mér segja: Jess ég gerði þetta, ég er kominn til London. Ég hef aldrei komið hingað, jess. Stekkur svo fram af, heldur að sér höndum náttúrlega, þetta voru ekki stórar svalir, og lendir á botninum sem brotnar eins og gler og niður níu metra.“ „Þetta sögðu mér menn sem voru með honum í landsliðinu líka sem að tóku þessi leyndarmál með sér, ég held það hafi verið Maggi Jónatans, sem var herbergisfélagi hans. Hann var með mynd af honum alla ævi í vinnunni. Þetta var náttúrlega slíkur harmdauði.“ Trúir því að einhver vaki yfir honum Þorgeir segir þá félagana hafa flutt heim til Rúnars um tíma eftir andlát hans. Foreldrar Rúnars, þetta harðduglega verkafólk að austan, hafi aldrei jafnað sig. „Fyrir þau voru þetta náttúrlega bara lok lífsins.“ Í dag er Þorgeir þeirrar trúar að einhver vaki yfir honum, hvort það er Rúnar eða einhver annar veit hann ekki. „En ég veit að það hlýtur að vera góð manneskja og skilningsrík, ef hún hefur hefur fylgt mér alla þessa ranghala sem ég hef farið um um ævina.“ Hér fyrir neðan má heyra annað brot úr viðtalinu þar sem Þorgeir rifjar upp Kinks tónleikana í Austurbæjarbíói árið 1965 þar sem hljómsveitin Tempó hitaði upp. Viðtalið í heild sinni er að finna ofar í fréttinni. Bylgjan Tengdar fréttir Þorgeir Ástvaldsson sjötugur Útvarpsmaðurinn góðkunni Þorgeir Ástvaldsson er sjötugur í dag en hann hefur lengi vel starfað á Bylgjunni í þættinum Reykjavík Síðdegis. 2. júní 2020 15:29 Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Fleiri fréttir Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Sjá meira
Þorgeir var gestur í sérstöku hátíðarviðtali Heimis Karlssonar á Bylgjunni í gær. Þar ræddu þeir, fyrrverandi samstarfsfélagarnir, saman á einlægum nótum og sagði Þorgeir meðal annars frá vini sínum, Rúnari. Þorgeir hefur alla tíð verið grjótharður Framari en hann spilaði lengi fótbolta með liðinu ásamt Rúnari. „Hann var minn besti vinur,“ rifjar Þorgeir upp. Rúnar kom af efnalitlu fólki og ólst uppi nálægt braggahverfinu við Suðurlandsbraut. „Hann sagði mér það að honum fyndist leiðinlegt að búa ekki í svona nýju húsi eins og við,“ segir Þorgeir. Valinn í landsliðið aðeins nítján ára Rúnar þótti þó einstaklega efnilegur fótboltamaður og var hann valinn í landsliðið aðeins nítján ára gamall. „Hann sem sagt fylgir okkur í Tempó [hljómsveit Þorgeirs] sem vinur og svo náttúrlega vorum við hrifnir af því hvernig honum vegnaði í fótboltanum.“ Hann var mjög trúr sínu félagi og sínum vinum. Hann var skemmtilegur strákur og mjög líflegur og góður fótboltamaður. Harmleikurinn í London Það var svo í janúar árið 1970 sem Rúnar hélt til Englands þar sem landsliðið átti að mæta enska liðinu á vellinum. Þá var Rúnar nýorðinn tvítugur. „Hann átti afmæli 19. janúar, maður man það vel. Við kvöddum hann vinahópurinn. Við fórum með Gunna ljósmyndara út á Melavöll og hann var myndaður þar í bak og fyrir á klakadrullupollunum þarna um veturinn. Við gerðum gaman úr þessu,“ segir Þorgeir sem kvaddi vin sinn, þó grunlaus um að það yrði þeirra hinsta kveðja. Það næsta sem Þorgeir man er að honum var tilkynnt að hræðilegt slys hafi orðið á landsliðsmanni í London. Það er augnablik sem hann aldrei gleymir. „Ég er heima í Efstasundi og það er komið og bankað á dyrnar hjá mér og gluggann og ég vakinn. Ég hélt það væri komið eldgos, það var náttúrlega eldgos í augum okkar.“ Hér má hlusta á viðtalið við Þorgeir Ástvaldsson í heild sinni. Klippa: Heimir Karls ræðir við Þorgeir Ástvaldsson Mikil leynd hvíldi yfir slysinu Þorgeir fékk þær upplýsingar að vinur hans hefði fallið niður af svölum á hóteli þar sem landsliðið dvaldi. Rúnar lifði í nokkra daga áður en hann lést af áverkum sínum. „Það vildi þannig til að menn höfðu enga skýringu á því hvernig á þessu stóð,“ segir Þorgeir. Hann segir mikla leynd hafa hvílt yfir atburðinum þar sem þetta hafi verið opinber landsliðsferð og að mannorð Alberts Guðmundssonar, þáverandi formanns KSÍ, hafi verið í húfi. „En það fylgdi sögunni sem við máttum aldrei segja, og það veit ég að var honum líkt, að hann var svo sigri hrósandi yfir því að hafa verið valinn í landsliðshópinn að hann stekkur upp á þakskeggið sem var slútandi sitthvoru megin. Ég sé hann fyrir mér segja: Jess ég gerði þetta, ég er kominn til London. Ég hef aldrei komið hingað, jess. Stekkur svo fram af, heldur að sér höndum náttúrlega, þetta voru ekki stórar svalir, og lendir á botninum sem brotnar eins og gler og niður níu metra.“ „Þetta sögðu mér menn sem voru með honum í landsliðinu líka sem að tóku þessi leyndarmál með sér, ég held það hafi verið Maggi Jónatans, sem var herbergisfélagi hans. Hann var með mynd af honum alla ævi í vinnunni. Þetta var náttúrlega slíkur harmdauði.“ Trúir því að einhver vaki yfir honum Þorgeir segir þá félagana hafa flutt heim til Rúnars um tíma eftir andlát hans. Foreldrar Rúnars, þetta harðduglega verkafólk að austan, hafi aldrei jafnað sig. „Fyrir þau voru þetta náttúrlega bara lok lífsins.“ Í dag er Þorgeir þeirrar trúar að einhver vaki yfir honum, hvort það er Rúnar eða einhver annar veit hann ekki. „En ég veit að það hlýtur að vera góð manneskja og skilningsrík, ef hún hefur hefur fylgt mér alla þessa ranghala sem ég hef farið um um ævina.“ Hér fyrir neðan má heyra annað brot úr viðtalinu þar sem Þorgeir rifjar upp Kinks tónleikana í Austurbæjarbíói árið 1965 þar sem hljómsveitin Tempó hitaði upp. Viðtalið í heild sinni er að finna ofar í fréttinni.
Bylgjan Tengdar fréttir Þorgeir Ástvaldsson sjötugur Útvarpsmaðurinn góðkunni Þorgeir Ástvaldsson er sjötugur í dag en hann hefur lengi vel starfað á Bylgjunni í þættinum Reykjavík Síðdegis. 2. júní 2020 15:29 Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Fleiri fréttir Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Sjá meira
Þorgeir Ástvaldsson sjötugur Útvarpsmaðurinn góðkunni Þorgeir Ástvaldsson er sjötugur í dag en hann hefur lengi vel starfað á Bylgjunni í þættinum Reykjavík Síðdegis. 2. júní 2020 15:29