McIlroy tilbúinn að loka hringnum á Masters sem hefst á morgun Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. apríl 2023 15:01 Rory McIlroy stefnir á að klára svokallað „Grand Slam“ um helgina. Patrick Smith/Getty Images Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy setur stefnuna á sigur á Masters mótinu í golfi sem hefst á morgun. Masters er eina risamótið sem McIlroy á eftir að vinna. McIlroy hafnaði í öðru sæti á Masters mótinu í fyrra, á eftir Bandaríkjamanninum Scottie Scheffler sem fagnaði sigri. Norður-Írinn var því aðeins hársbreidd frá því að fagna sigri á risamóti í fyrsta skipti síðan 2014. Hann segir þó að þau sár séu gróin og að hann hafi allt til að bera til að fagna sigri í ár. Hann situr í öðru sæti heimslistans og með sigri á Masters verður hann aðeins sjötti kylfingurinn til að klára svokallað „Grand Slam“ sem sagt er um kylfinga sem hafa unnið öll risamótin sem í boði eru. „Ég þekki þennan völl líklega betur en flestir,“ sagði McIlroy um Augusta National golfvöllinn þar sem Masters mótið fer fram. „Mér hefur alltaf fundist ég hafa líkamlega getu til að vinna þetta mót, en þetta snýst um að vera á réttum stað hugarfarslega til að leyfa líkamlegu getunni að ná í gegn.“ „Ég hef byrjað mótin illa og ekki stigið á bensínið nógu snemma. Ég hef stundum átt slæmar níu holur sem hafa komið mér í vandræði og hent mér úr mótinu.“ „En nú er ég með öll hráefnin til að baka bökuna. Þetta snýst bara um að setja þessi hráefni í og stilla ofninn á rétt hitastig. Ég veit að ég er með allt á réttum stað. Nú er þetta bara spurning um að púsla þessu öllu saman,“ sagði McIlroy að lokum. McIlroy verður í ráshópi með Bandaríkjamanninum Sam Burns og Tom Kim frá Suður-Kóreu. Þeir leggja af stað klukkan 19:48 að íslenskum tíma, en rástíma fyrir fyrstu tvo daga mótsins má sjá á heimasíðu PGA-mótaraðarinnar með því að smella hér. Rory McIlroy confident he can finally win Masters for career grand slam https://t.co/rrqeUfF39m pic.twitter.com/CCNK6RkWIo— New York Post (@nypost) April 5, 2023 Masters mótið hefst á morgun og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4. Bein útsending frá fyrsta keppnisdegi hefst klukkan 19:00 annað kvöld, en golfþyrstir áhorfendur geta þó svalað þorstanum strax í kvöld klukkan 19:00 þegar sýnt verður frá Par 3 keppninni sem haldin er árlega degi fyrir Masters mótið. Þar mæta allir helstu kylfingar mótsins til leiks og spila níu holur sem allar eiga það sameiginlegt að vera Par 3 holur. Mömmur og pabbar kylfinganna, ömmur og afar, frændur, frænkur og börn þeirra hafa tekið að sér hlutverk kylfusveina og þar er það gleðin sem ræður ríkjum áður en alvaran tekur við. Masters-mótið Golf Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
McIlroy hafnaði í öðru sæti á Masters mótinu í fyrra, á eftir Bandaríkjamanninum Scottie Scheffler sem fagnaði sigri. Norður-Írinn var því aðeins hársbreidd frá því að fagna sigri á risamóti í fyrsta skipti síðan 2014. Hann segir þó að þau sár séu gróin og að hann hafi allt til að bera til að fagna sigri í ár. Hann situr í öðru sæti heimslistans og með sigri á Masters verður hann aðeins sjötti kylfingurinn til að klára svokallað „Grand Slam“ sem sagt er um kylfinga sem hafa unnið öll risamótin sem í boði eru. „Ég þekki þennan völl líklega betur en flestir,“ sagði McIlroy um Augusta National golfvöllinn þar sem Masters mótið fer fram. „Mér hefur alltaf fundist ég hafa líkamlega getu til að vinna þetta mót, en þetta snýst um að vera á réttum stað hugarfarslega til að leyfa líkamlegu getunni að ná í gegn.“ „Ég hef byrjað mótin illa og ekki stigið á bensínið nógu snemma. Ég hef stundum átt slæmar níu holur sem hafa komið mér í vandræði og hent mér úr mótinu.“ „En nú er ég með öll hráefnin til að baka bökuna. Þetta snýst bara um að setja þessi hráefni í og stilla ofninn á rétt hitastig. Ég veit að ég er með allt á réttum stað. Nú er þetta bara spurning um að púsla þessu öllu saman,“ sagði McIlroy að lokum. McIlroy verður í ráshópi með Bandaríkjamanninum Sam Burns og Tom Kim frá Suður-Kóreu. Þeir leggja af stað klukkan 19:48 að íslenskum tíma, en rástíma fyrir fyrstu tvo daga mótsins má sjá á heimasíðu PGA-mótaraðarinnar með því að smella hér. Rory McIlroy confident he can finally win Masters for career grand slam https://t.co/rrqeUfF39m pic.twitter.com/CCNK6RkWIo— New York Post (@nypost) April 5, 2023 Masters mótið hefst á morgun og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4. Bein útsending frá fyrsta keppnisdegi hefst klukkan 19:00 annað kvöld, en golfþyrstir áhorfendur geta þó svalað þorstanum strax í kvöld klukkan 19:00 þegar sýnt verður frá Par 3 keppninni sem haldin er árlega degi fyrir Masters mótið. Þar mæta allir helstu kylfingar mótsins til leiks og spila níu holur sem allar eiga það sameiginlegt að vera Par 3 holur. Mömmur og pabbar kylfinganna, ömmur og afar, frændur, frænkur og börn þeirra hafa tekið að sér hlutverk kylfusveina og þar er það gleðin sem ræður ríkjum áður en alvaran tekur við.
Masters-mótið Golf Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira