Þeir félagar lofa mikilli skemmtun og veglegum vinningum. Þá munu sérstakir gestir kíkja við og eru þeir ekki af verri endanum. Það eru stórsöngvararnir Jóhanna Guðrún, Sverrir Bergmann og Halldór Gunnar sem ætla að mæta og taka vel valin lög.
Hér fyrir neðan verður hægt að fylgjast með útsendingunni sem hefst á slaginu 20:00. Megi heppnin vera með ykkur.
Veglegir vinningar
Það er til mikils að vinna því á meðal vinninga er:
- 100.000 krónu gjafabréf hjá Icelandair
- Lenovo Flex 5 fartölva frá Origo
- Rúm frá Dorma
- Galaxy A54 sími og spjaldtölva frá Samsung
- PlayStation 5 tölva
Svona virkar þetta
Áskrifendur Blökastsins fá aðgang að hlekk með bingóinu og getur hver fjölskyldumeðlimur sótt sér þrjú spjöld. Þeir sem vilja taka þátt fara á hlekkinn, skrifa fullt nafn og slá inn símanúmer. Síðan skrá þeir sig inn með tölunum sem sendar eru með smáskilaboðum í það símanúmer. Þá eru spjöldin orðin virk.
Athugið að spjöldum er úthlutað á símanúmer, hægt er að skrá sama símanúmer í fleiri en eitt tæki en þá koma sömu spjöld. Tækin muna eftir innskráningunni þannig að hægt er að fara af síðunni og koma aftur. Hægt er að sækja spjöld með öllum símanúmerum.
Hægt er að gerast áskrifandi á vef Tals hér á Vísi.
Stórskemmtilega auglýsingu þeirra félaga fyrir páskabingóið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Blökastið er áskriftarhlaðvarp með Audda, Steinda og Agli úr útvarpsþættinum FM95BLÖ. Nýir þættir koma út á hverjum þriðjudegi, ásamt skemmtilegu aukaefni eins og reglulegum sjónvarpsþáttum. Nánar á FM95BLO.is.