Tiger segir að Masters gæti verið svanasöngur hans Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. apríl 2023 09:01 Tiger Woods mætir til leiks á Masters sem hefst á morgun. getty/Patrick Smith Tiger Woods segir að Masters í ár gæti verið síðasta Masters mótið sem hann spilar á. Tiger er á meðal keppenda á Masters sem hefst á Augusta National vellinum á morgun. Þetta er í 25. sinn sem hann tekur þátt á mótinu og hugsanlega í síðasta sinn. „Ég veit ekki hversu mörg mót ég get spilað í viðbót. Ég nýt bara tímans og varðveiti minningarnar,“ sagði Tiger sem lenti í alvarlegu bílslysi 2021 en sneri aftur á Masters í fyrra. „Ég er mjög heppinn að vera enn með fótinn. Hreyfigetan og úthaldið verður aldrei það sama. Ég get ekki undirbúið mig og spilað á jafn mörgum mótum og ég vil en ég sætti mig við það.“ Tiger hefur fimm sinnum unnið Masters á ferlinum, síðast 2019. Það var hans fyrsti sigur á risamóti síðan 2008. Sýnt verður frá öllum keppnisdögum á Masters á Stöð 2 Sport 4. Dagskráin hefst með Par 3 keppninni í kvöld. Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger er á meðal keppenda á Masters sem hefst á Augusta National vellinum á morgun. Þetta er í 25. sinn sem hann tekur þátt á mótinu og hugsanlega í síðasta sinn. „Ég veit ekki hversu mörg mót ég get spilað í viðbót. Ég nýt bara tímans og varðveiti minningarnar,“ sagði Tiger sem lenti í alvarlegu bílslysi 2021 en sneri aftur á Masters í fyrra. „Ég er mjög heppinn að vera enn með fótinn. Hreyfigetan og úthaldið verður aldrei það sama. Ég get ekki undirbúið mig og spilað á jafn mörgum mótum og ég vil en ég sætti mig við það.“ Tiger hefur fimm sinnum unnið Masters á ferlinum, síðast 2019. Það var hans fyrsti sigur á risamóti síðan 2008. Sýnt verður frá öllum keppnisdögum á Masters á Stöð 2 Sport 4. Dagskráin hefst með Par 3 keppninni í kvöld.
Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira