„Fyrstu berin eru svakalega stór og djúsí“ Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. apríl 2023 20:30 Stóru jarðarberin þykja einstaklega bragðgóð. Magnús Hlynur Hreiðarsson Fyrstu íslensku jarðarberin vorsins eru nú komin í verslanir, stór og bragðgóð frá jarðaberjastöðinni Jarðarberjalandi í Reykholti í Bláskógabyggð. Um heilsársræktun verður að ræða með lýsingu í nýjum gróðurhúsum stöðvarinnar. Fyrir rétt rúmlega ári þá varð mikið tjón í miklu óveðri í Reykholti í Bláskógabyggð þar sem gróðurhúsin hjá Hólmfríði Geirsdóttur og hennar fólki skemmdust mikið og allar jarðaberjaplönturnar urðu meira og minna ónýtar. Það efldi bara Hólmfríði og fjölskyldu hennar því nú er búið að byggja nýtt 3.600 fermetra gróðurhús með lýsingu. Grænmetisbílinn frá Sölufélagi garðyrkjumanna kemur nú reglulega og sækir ný og fersk ber í Jarðaberjaland, sem fara í verslanir. „Núna er þetta allt að fara á fullt og verður svona áfram árið, þetta er heilsársræktun og vonandi jöfn uppskera allt árið, þannig að það ætti að vera nóg af íslenskum berjum á markaðnum,“ segir Hólmfríður og bætir við. „Við notum engin efni, engin plöntuvarnarlyf eða skordýralíf eða neitt slíkt, það er aldrei úðað á plönturnar. Við erum náttúrulega að nota okkar góða íslenska neysluvatn og við vitum það að grænmetið og berin eru 95 prósent vatn.“ Hólmfríður Geirsdóttir hjá Berjalandi segir að fyrstu jarðarber vorsins líti mjög vel út og uppskeran góð.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hólmfríður segir að það verði auðvelt fyrir stöðina að rækta einhverja tugi tonn af jarðarberjum á ári. En af hverju eru jarðarberin svona misstór? „Það er nú þannig að þegar við byrjum að tína af plöntunum þá fáum við bara ber í þessari stærð, fyrstu berin eru svakalega stór og djúsí en svo þegar við förum að klára tínsluna af plöntunum, við erum að tína í svona sex vikur af plöntunum, þá eru þau komin í þessa stærð, þau eru svakalega góð líka, þetta er bara einn munnbiti“. En hvað finnst berjunum um að láta borða sig? „Ég held að þau elski það bara, til þess eru þau,“ segir Hólmfríður skellihlæjandi. Jarðarberjaland er í Reykholti í Bláskógabyggð í 3.600 fermetra gróðurhúsi með lýsingu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Bláskógabyggð Landbúnaður Ber Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Fyrir rétt rúmlega ári þá varð mikið tjón í miklu óveðri í Reykholti í Bláskógabyggð þar sem gróðurhúsin hjá Hólmfríði Geirsdóttur og hennar fólki skemmdust mikið og allar jarðaberjaplönturnar urðu meira og minna ónýtar. Það efldi bara Hólmfríði og fjölskyldu hennar því nú er búið að byggja nýtt 3.600 fermetra gróðurhús með lýsingu. Grænmetisbílinn frá Sölufélagi garðyrkjumanna kemur nú reglulega og sækir ný og fersk ber í Jarðaberjaland, sem fara í verslanir. „Núna er þetta allt að fara á fullt og verður svona áfram árið, þetta er heilsársræktun og vonandi jöfn uppskera allt árið, þannig að það ætti að vera nóg af íslenskum berjum á markaðnum,“ segir Hólmfríður og bætir við. „Við notum engin efni, engin plöntuvarnarlyf eða skordýralíf eða neitt slíkt, það er aldrei úðað á plönturnar. Við erum náttúrulega að nota okkar góða íslenska neysluvatn og við vitum það að grænmetið og berin eru 95 prósent vatn.“ Hólmfríður Geirsdóttir hjá Berjalandi segir að fyrstu jarðarber vorsins líti mjög vel út og uppskeran góð.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hólmfríður segir að það verði auðvelt fyrir stöðina að rækta einhverja tugi tonn af jarðarberjum á ári. En af hverju eru jarðarberin svona misstór? „Það er nú þannig að þegar við byrjum að tína af plöntunum þá fáum við bara ber í þessari stærð, fyrstu berin eru svakalega stór og djúsí en svo þegar við förum að klára tínsluna af plöntunum, við erum að tína í svona sex vikur af plöntunum, þá eru þau komin í þessa stærð, þau eru svakalega góð líka, þetta er bara einn munnbiti“. En hvað finnst berjunum um að láta borða sig? „Ég held að þau elski það bara, til þess eru þau,“ segir Hólmfríður skellihlæjandi. Jarðarberjaland er í Reykholti í Bláskógabyggð í 3.600 fermetra gróðurhúsi með lýsingu. Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bláskógabyggð Landbúnaður Ber Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira