Þjófstart á þremur veiðistöðum Karl Lúðvíksson skrifar 3. apríl 2023 13:55 Það er greinilegt að ekki eru allir með það á hreinu hvenær veiði hefst á sumum veiðisvæðum en sést hefur til veiðimanna þar sem veiði er ekki hafin. Í það minnsta tveir veiðimenn voru að gera sig klára við Helluvatn í Elliðavatni á laugardaginn þegar vegfarandi benti á að veiði hefst ekki í vatninu fyrr en á sumardaginn fyrsta og tóku þessir ágætu veiðimenn þessum tilmælum vel og héldu annað til veiða. Það má benda á að veiði í Vífilstaðavatni hefst 1. apríl. Einn veiðimaður var tekinn í landhelgi í Hlíðarvatni í Selvogi en ekki fylgir sögunni hvort það hafa eitthvað veiðst hjá þeim ágæta manni en ekki náðist að benda honum á að veiði væri ekki hafinn því hann lét sig hverfa stuttu eftir að sást til hans. Við Þingvallavatn voru nokkrir komnir við bakkann á laugardagsmorgun en stoppuðu stutt við. Þeim var bent á það að veiði hefst í vatninu 20. apríl. Það vakti athygli þeirra sem snéru þeim frá að þarna var verið að setja saman stangir til beituveiða í þjóðgarðinum og að lyktin úr beituboxinu hafi bent til þess að um Makríl eða Saura hafi verið að ræða en samkvæmt veiðireglum er aðeins leyfilegt að veiða á flugu, maðk og spón. Stangveiði Mest lesið Málþing LS í heild sinni: Áheyrendur slegnir yfir niðurstöðum um áhrif sjókvíaeldis Veiði Æ fleiri útlendingar vilja í Brynju Veiði Hver að verða síðastur að þreyta skotpróf Veiði Sjaldgæfur 99,5 sm lax veiðist í Blöndu Veiði Allt um veiðihnúta Veiði Almenn sala hefst á morgun hjá SVFR Veiði 6.563 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Góð opnun í Breiðdalsá; Þrír í Jöklu en dauft í Hrútu Veiði Stórlaxapar í Tungufljóti í Biskupstungum Veiði Bandormssýking í silungi: Óþarfi að hringja á prest! Veiði
Í það minnsta tveir veiðimenn voru að gera sig klára við Helluvatn í Elliðavatni á laugardaginn þegar vegfarandi benti á að veiði hefst ekki í vatninu fyrr en á sumardaginn fyrsta og tóku þessir ágætu veiðimenn þessum tilmælum vel og héldu annað til veiða. Það má benda á að veiði í Vífilstaðavatni hefst 1. apríl. Einn veiðimaður var tekinn í landhelgi í Hlíðarvatni í Selvogi en ekki fylgir sögunni hvort það hafa eitthvað veiðst hjá þeim ágæta manni en ekki náðist að benda honum á að veiði væri ekki hafinn því hann lét sig hverfa stuttu eftir að sást til hans. Við Þingvallavatn voru nokkrir komnir við bakkann á laugardagsmorgun en stoppuðu stutt við. Þeim var bent á það að veiði hefst í vatninu 20. apríl. Það vakti athygli þeirra sem snéru þeim frá að þarna var verið að setja saman stangir til beituveiða í þjóðgarðinum og að lyktin úr beituboxinu hafi bent til þess að um Makríl eða Saura hafi verið að ræða en samkvæmt veiðireglum er aðeins leyfilegt að veiða á flugu, maðk og spón.
Stangveiði Mest lesið Málþing LS í heild sinni: Áheyrendur slegnir yfir niðurstöðum um áhrif sjókvíaeldis Veiði Æ fleiri útlendingar vilja í Brynju Veiði Hver að verða síðastur að þreyta skotpróf Veiði Sjaldgæfur 99,5 sm lax veiðist í Blöndu Veiði Allt um veiðihnúta Veiði Almenn sala hefst á morgun hjá SVFR Veiði 6.563 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Góð opnun í Breiðdalsá; Þrír í Jöklu en dauft í Hrútu Veiði Stórlaxapar í Tungufljóti í Biskupstungum Veiði Bandormssýking í silungi: Óþarfi að hringja á prest! Veiði