Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Sindri Sindrason segir fréttir í kvöld.
Sindri Sindrason segir fréttir í kvöld. Vísir

Talsmaður leigubílstjóra segir að ný löggjöf um leigubíla muni auðvelda skipulagðri glæpastarfsemi að ná fótfestu á markaðnum. Hopp tilkynnti í gær að fyrirtækið hyggðist hefja innreið á markaðinn og að fyrstu Hopp leigubílarnir hefji keyrslu síðar í vor. Við skoðum málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Þá kíkjum við til frænda okkar Finna en í dag fara fram þingkosningar í Finnlandi. Framtíð Sönnu Marin forsætisráðherra í embætti er á hálum ís en miðað við fyrstu tölur mun Petteri Orpo, formaður Sambandsflokksins, leiða næstu ríkisstjórn. 

Fíkniefnahundurinn Bylur hefur hjálpað til við að finna yfir 100 kíló af fíkniefnum hér á landi. Umsjónarkona hans segir mikilvægt að fá fleiri hunda í starfið. Við kíkjum í vinnuna til Byljar. 

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á Stöð 2 og Bylgjunni á slaginu 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×