Kiel á toppinn eftir sigur á Íslendingaliðinu Smári Jökull Jónsson skrifar 2. apríl 2023 15:52 Hákon Daði skoraði eitt mark fyrir Gummersbach gegn Kiel í dag. Vísir/Getty Stórlið Kiel er komið á topp þýsku úrvalsdeildinnar í handknattleik eftir sigur á lærisveinum Guðjóns Vals Sigurðssonar í Gummersbach í dag. Kiel var fyrir leikinn í dag einu stigi á eftir Fusche Berlin og gat náð toppsætinu eftir að Magdeburg, sem var jafnt Kiel að stigum fyrir leikinn, mistókst að tylla sér á toppinn eftir jafntefli við Melsungen fyrr í dag. Heimalið Gummersbach byrjaði mun betur í dag og komst í 8-3 eftir að fyrri hálfleikur var rúmlega hálfnaður. Þá kom hins vegar frábær kafli hjá Kiel sem skoraði átta mörk í röð og breytti stöðunni í 11-8. Staðan í hálfleik var 12-10 fyrir Kiel eftir að heimamenn náðu að minnka muninn alveg undir lok hálfleiksins. Síðari hálfleikur þróaðist á svipaðan hátt og sá fyrri. Heimamenn byrjuðu betur og jöfnuðu í stöðunni 13-13 en Kiel náði frumkvæðinu á ný. Gestirnir náðu fjögurra marka forskoti í stöðunni 23-19 og þann mun náði Gummersbach ekki að brúa. Kiel vann að lokum 30-26 og er því komið á topp deildarinnar. Elliði Snær Viðarsson skoraði fimm mörk fyrir Gummersbach en hann þurfti að yfirgefa völlinn um miðjan síðari hálfleik eftir að hafa fengið sína þriðju tveggja mínútna brottvísun. Þá skoraði Hákon Daði Styrmisson eitt mark fyrir heimamenn. Arnór Þór Gunnarsson skoraði eitt mark fyrir Bergischer sem tapaði stórt fyrir Valsbönunum í Göppingen á útivelli í dag. Lokatölur 37-28 en Bergischer er með tuttugu og fjögur stig i áttunda sæti deildarinnar en Göppingen með nítján stig nokkrum sætum neðar. Þá töpuðu lærisveinar Rúnars Sigtryggssonar í Leipzig á heimavelli gegn Hannover-Burgdorf. Viggó Kristjánsson var fjarri góðu gamni hjá Leipzig en hann mun ekki leika meira á tímabilinu vegna meiðsla. Þýski handboltinn Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Fleiri fréttir Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Sjá meira
Kiel var fyrir leikinn í dag einu stigi á eftir Fusche Berlin og gat náð toppsætinu eftir að Magdeburg, sem var jafnt Kiel að stigum fyrir leikinn, mistókst að tylla sér á toppinn eftir jafntefli við Melsungen fyrr í dag. Heimalið Gummersbach byrjaði mun betur í dag og komst í 8-3 eftir að fyrri hálfleikur var rúmlega hálfnaður. Þá kom hins vegar frábær kafli hjá Kiel sem skoraði átta mörk í röð og breytti stöðunni í 11-8. Staðan í hálfleik var 12-10 fyrir Kiel eftir að heimamenn náðu að minnka muninn alveg undir lok hálfleiksins. Síðari hálfleikur þróaðist á svipaðan hátt og sá fyrri. Heimamenn byrjuðu betur og jöfnuðu í stöðunni 13-13 en Kiel náði frumkvæðinu á ný. Gestirnir náðu fjögurra marka forskoti í stöðunni 23-19 og þann mun náði Gummersbach ekki að brúa. Kiel vann að lokum 30-26 og er því komið á topp deildarinnar. Elliði Snær Viðarsson skoraði fimm mörk fyrir Gummersbach en hann þurfti að yfirgefa völlinn um miðjan síðari hálfleik eftir að hafa fengið sína þriðju tveggja mínútna brottvísun. Þá skoraði Hákon Daði Styrmisson eitt mark fyrir heimamenn. Arnór Þór Gunnarsson skoraði eitt mark fyrir Bergischer sem tapaði stórt fyrir Valsbönunum í Göppingen á útivelli í dag. Lokatölur 37-28 en Bergischer er með tuttugu og fjögur stig i áttunda sæti deildarinnar en Göppingen með nítján stig nokkrum sætum neðar. Þá töpuðu lærisveinar Rúnars Sigtryggssonar í Leipzig á heimavelli gegn Hannover-Burgdorf. Viggó Kristjánsson var fjarri góðu gamni hjá Leipzig en hann mun ekki leika meira á tímabilinu vegna meiðsla.
Þýski handboltinn Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Fleiri fréttir Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Sjá meira