„Hefur það engar afleiðingar að haga sér svona?“ Bjarki Sigurðsson skrifar 2. apríl 2023 13:04 Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, ræddi um skipunina á Karli Gauta Hjaltasyni í Silfrinu á RÚV. Vísir/Jóhann/Vilhelm Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir að henni þyki skipun dómsmálaráðherra í embætti lögreglustjóra í bænum vera sérstaka. Hún spyr hvort mál sem Klaustursmálið hafi engar afleiðingar fyrir þá sem þar voru staddir. Í síðustu viku var Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi þingmaður Miðflokksins, skipaður í embætti lögreglustjóra í Vestmannaeyjum af Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra. Karl Gauti var einn þeirra þingmanna sem var viðstaddur á Klaustursbar árið 2018 í svokölluðu Klaustursmáli. „Nú ætla ég að segja eitt sem er mjög dónalegt. Hún er ung, en það fellur hratt á hana. Hún er miklu minna hot í ár en hún var fyrir fjórum árum síðan,“ heyrðist í Bergþóri Ólasyni, þingmanni Miðflokksins, segja í upptökum á samræðum þingmannanna er rætt var um Írisi. Sýnd kvenfyrirlitning Í kjölfar ráðningarinnar birti Íris færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hún skaut á dómsmálaráðherra fyrir skipunina. „Dómsmálaráðherra hefur væntanlega komist að þeirri niðurstöðu, eftir vandlega íhugun, að þetta sé heppileg og smekkleg ráðstöfun eftir þá kvenfyrirlitningu og almennu mannfyrirlitningu sem mér og fleirum var sýnd á Klaustursbar hér um árið. Þar var hinn nýskipaði lögreglustjóri þátttakandi,“ skrifaði Íris. Íris, Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, og Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, voru gestir í Silfrinu á RÚV í dag þar sem þessi ráðning var rædd. Útskýrði Íris þar hvers vegna hún hafi skrifað umrædda færslu. „Ástæðan fyrir því að ég skrifaði þennan status var að mér fannst ég þurfa vekja athygli á því hvort okkur finnist þetta sem samfélag í lagi. Finnst okkur í lagi að þetta mál sem tröllreið öllu og langflestir voru sammála um að hafi ekki verið í lagi, að hún hafi bara hreinlega engar afleiðingar. Viljum við búa í þannig samfélagi og viðkomandi einstaklingar geti bara haldið áfram eins og ekkert hafi í skorist. Hefur það engar afleiðingar að haga sér svona?“ sagði Íris í þættinum. Aldrei fengið afsökunarbeiðni Hún segist ekki hafa fengið neina afsökunarbeiðni frá Karli Gauta vegna ummælanna en hann hefur bent á að það var ekki hann sem lét þau falla. Sigríður tók punkt Írisar um afleiðingarnar og spurði hvaða afleiðingar fólk sé að kalla eftir. „Mér finnst líka að þegar Íris segir að menn vilji að það hafi einhverjar afleiðingar. Hvaða afleiðingar eru menn að kalla eftir í svona máli? Mér finnst kjörnir fulltrúar þurfa að stíga varlega til jarðar ef þeir ætla að taka persónuleg mál sem þetta og búa til einhvern ásetningarstein,“ sagði Sigríður. Íris benti Sigríði á að hún hafi stigið varlega til jarðar, hún hafi ekki gefið í skyn að Karl Gauti væri ekki velkominn í bæinn. Hún hefur áður sagst að sjálfsögðu vinna með þeim lögreglustjóra sem skipaður er til starfa. Vestmannaeyjar Lögreglan Upptökur á Klaustur bar Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Í síðustu viku var Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi þingmaður Miðflokksins, skipaður í embætti lögreglustjóra í Vestmannaeyjum af Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra. Karl Gauti var einn þeirra þingmanna sem var viðstaddur á Klaustursbar árið 2018 í svokölluðu Klaustursmáli. „Nú ætla ég að segja eitt sem er mjög dónalegt. Hún er ung, en það fellur hratt á hana. Hún er miklu minna hot í ár en hún var fyrir fjórum árum síðan,“ heyrðist í Bergþóri Ólasyni, þingmanni Miðflokksins, segja í upptökum á samræðum þingmannanna er rætt var um Írisi. Sýnd kvenfyrirlitning Í kjölfar ráðningarinnar birti Íris færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hún skaut á dómsmálaráðherra fyrir skipunina. „Dómsmálaráðherra hefur væntanlega komist að þeirri niðurstöðu, eftir vandlega íhugun, að þetta sé heppileg og smekkleg ráðstöfun eftir þá kvenfyrirlitningu og almennu mannfyrirlitningu sem mér og fleirum var sýnd á Klaustursbar hér um árið. Þar var hinn nýskipaði lögreglustjóri þátttakandi,“ skrifaði Íris. Íris, Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, og Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, voru gestir í Silfrinu á RÚV í dag þar sem þessi ráðning var rædd. Útskýrði Íris þar hvers vegna hún hafi skrifað umrædda færslu. „Ástæðan fyrir því að ég skrifaði þennan status var að mér fannst ég þurfa vekja athygli á því hvort okkur finnist þetta sem samfélag í lagi. Finnst okkur í lagi að þetta mál sem tröllreið öllu og langflestir voru sammála um að hafi ekki verið í lagi, að hún hafi bara hreinlega engar afleiðingar. Viljum við búa í þannig samfélagi og viðkomandi einstaklingar geti bara haldið áfram eins og ekkert hafi í skorist. Hefur það engar afleiðingar að haga sér svona?“ sagði Íris í þættinum. Aldrei fengið afsökunarbeiðni Hún segist ekki hafa fengið neina afsökunarbeiðni frá Karli Gauta vegna ummælanna en hann hefur bent á að það var ekki hann sem lét þau falla. Sigríður tók punkt Írisar um afleiðingarnar og spurði hvaða afleiðingar fólk sé að kalla eftir. „Mér finnst líka að þegar Íris segir að menn vilji að það hafi einhverjar afleiðingar. Hvaða afleiðingar eru menn að kalla eftir í svona máli? Mér finnst kjörnir fulltrúar þurfa að stíga varlega til jarðar ef þeir ætla að taka persónuleg mál sem þetta og búa til einhvern ásetningarstein,“ sagði Sigríður. Íris benti Sigríði á að hún hafi stigið varlega til jarðar, hún hafi ekki gefið í skyn að Karl Gauti væri ekki velkominn í bæinn. Hún hefur áður sagst að sjálfsögðu vinna með þeim lögreglustjóra sem skipaður er til starfa.
Vestmannaeyjar Lögreglan Upptökur á Klaustur bar Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira