Ný kynslóð móðgast yfir Friends: „Megum ekki taka okkur svona alvarlega“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 31. mars 2023 12:00 Jennifer Aniston segir grín hafa tekið miklum breytingum frá því að hún hóf feril sinn sem gamanleikkona fyrir um þrjátíu árum síðan. Getty/James Devaney Jennifer Aniston á að baki um þrjátíu ára feril sem gamanleikkona, allt frá hlutverki hennar sem Rachel í Friends til myndarinnar Murder Mystery 2 sem kom út í dag. Aniston segir grín hafa tekið miklum breytingum á síðustu árum, í raun svo miklum að það sé orðin ákveðin kúnst að vera fyndin í dag. „Í dag er þetta er orðið pínulítið snúið af því að þú þarft að fara mjög varlega, sem gerir grínleikurum erfitt fyrir. Fegurðin í gríni er að við getum gert grín að okkur sjálfum og gert grín að lífinu,“ segir Aniston í viðtali við tímaritið Variety. Hún segir að áður fyrr hafi tíðkast að gera grín að alls konar fólki og allir hefðu hlegið að því. „Þetta snerist bara um að varpa ljósi á það hve fáránlegt fólk getur verið, en núna megum við ekki gera það lengur,“ segir hún. Þættirnir Friends hófu göngu sína árið 1994 og voru sýndir til ársins 2004. Um er að ræða eina vinsælustu gamanþætti sem nokkurn tímann hafa verið gerðir. Á síðustu árum hafa þættirnir þó sætt töluverðri gagnrýni fyrir skort á margbreytileika. Þættirnir Friends eru einir vinsælustu gamanþættir sem gerðir hafa verið. Þeir voru sýndir frá árinu 1994 til ársins 2004.Getty Yrði gert öðruvísi ef þættirnir myndu snúa aftur í dag Leikkonan Lisa Kudrow, sem fór með hlutverk Phoebe í Friends, lét hafa það eftir sér fyrir nokkrum árum að ef þættirnir myndu snúa aftur í dag myndi leikarahópurinn ekki aðeins samanstanda af hvítu fólki. Hún segir þó að á sínum tíma hafi það ekki verið hlutverk Davids Crane og Mörtu Kauffman, höfunda þáttanna, að segja sögur hópa sem þau tilheyrðu ekki og þekktu ekki sjálf. „Þau höfðu ekkert með það að gera að skrifa um það hvernig það er að vera þeldökk manneskja,“ sagði Kudrow í viðtali á sínum tíma en höfundar þáttanna eru hvítir. Jennifer Aniston og Lisa Kudrow árið 1995.Getty/Jeff Kravitz „Megum ekki taka okkur svona alvarlega“ Aniston segist vera vel meðvituð um það að umhverfið sé breytt og að húmorinn í þáttunum geti því stuðað. „Það er komin upp heil kynslóð af fólki, krökkum, sem eru núna að horfa á gamla Friends þætti og móðgast yfir þeim. Það er eitthvað sem var aldrei ætlunin en svo eru hlutir sem við hefðum kannski mátt huga betur að, en ég held að það hafi ekki verið sama viðkvæmnin þá eins og er núna,“ segir Aniston. „Það þurfa allir grín! Heimurinn þarf húmor! Við megum ekki taka okkur svona alvarlega. Sérstaklega í Bandaríkjunum. Við erum alltof klofin.“ Bíó og sjónvarp Hollywood Friends Tengdar fréttir James Corden heimsækir Friends á tökustað Fáar endurkomur í sjónvarpi hafa vakið eins mikla athygli og eftirvæntingu eins og endurkoma hinna sívinsælu sjónvarpsþátta Friends. 20. júní 2021 13:09 Matthew Perry gerir Friends aðdáendur yfir sig spennta með tísti Leikarinn Matthew Perry náði að gera allt vitlaust með þriggja orða tísti í nótt. 5. febrúar 2020 12:30 Vinirnir komu loks saman á ný: Þetta kom fram í þættinum Vinirnir sex, Rachel, Monica, Phoebe, Joey, Chandler og Ross eru án efa frægustu vinir sögunnar og komu fimm af þeim saman í sérstökum sjónvarpsþætti á NBC í gærkvöldi. 22. febrúar 2016 10:49 Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Sjá meira
„Í dag er þetta er orðið pínulítið snúið af því að þú þarft að fara mjög varlega, sem gerir grínleikurum erfitt fyrir. Fegurðin í gríni er að við getum gert grín að okkur sjálfum og gert grín að lífinu,“ segir Aniston í viðtali við tímaritið Variety. Hún segir að áður fyrr hafi tíðkast að gera grín að alls konar fólki og allir hefðu hlegið að því. „Þetta snerist bara um að varpa ljósi á það hve fáránlegt fólk getur verið, en núna megum við ekki gera það lengur,“ segir hún. Þættirnir Friends hófu göngu sína árið 1994 og voru sýndir til ársins 2004. Um er að ræða eina vinsælustu gamanþætti sem nokkurn tímann hafa verið gerðir. Á síðustu árum hafa þættirnir þó sætt töluverðri gagnrýni fyrir skort á margbreytileika. Þættirnir Friends eru einir vinsælustu gamanþættir sem gerðir hafa verið. Þeir voru sýndir frá árinu 1994 til ársins 2004.Getty Yrði gert öðruvísi ef þættirnir myndu snúa aftur í dag Leikkonan Lisa Kudrow, sem fór með hlutverk Phoebe í Friends, lét hafa það eftir sér fyrir nokkrum árum að ef þættirnir myndu snúa aftur í dag myndi leikarahópurinn ekki aðeins samanstanda af hvítu fólki. Hún segir þó að á sínum tíma hafi það ekki verið hlutverk Davids Crane og Mörtu Kauffman, höfunda þáttanna, að segja sögur hópa sem þau tilheyrðu ekki og þekktu ekki sjálf. „Þau höfðu ekkert með það að gera að skrifa um það hvernig það er að vera þeldökk manneskja,“ sagði Kudrow í viðtali á sínum tíma en höfundar þáttanna eru hvítir. Jennifer Aniston og Lisa Kudrow árið 1995.Getty/Jeff Kravitz „Megum ekki taka okkur svona alvarlega“ Aniston segist vera vel meðvituð um það að umhverfið sé breytt og að húmorinn í þáttunum geti því stuðað. „Það er komin upp heil kynslóð af fólki, krökkum, sem eru núna að horfa á gamla Friends þætti og móðgast yfir þeim. Það er eitthvað sem var aldrei ætlunin en svo eru hlutir sem við hefðum kannski mátt huga betur að, en ég held að það hafi ekki verið sama viðkvæmnin þá eins og er núna,“ segir Aniston. „Það þurfa allir grín! Heimurinn þarf húmor! Við megum ekki taka okkur svona alvarlega. Sérstaklega í Bandaríkjunum. Við erum alltof klofin.“
Bíó og sjónvarp Hollywood Friends Tengdar fréttir James Corden heimsækir Friends á tökustað Fáar endurkomur í sjónvarpi hafa vakið eins mikla athygli og eftirvæntingu eins og endurkoma hinna sívinsælu sjónvarpsþátta Friends. 20. júní 2021 13:09 Matthew Perry gerir Friends aðdáendur yfir sig spennta með tísti Leikarinn Matthew Perry náði að gera allt vitlaust með þriggja orða tísti í nótt. 5. febrúar 2020 12:30 Vinirnir komu loks saman á ný: Þetta kom fram í þættinum Vinirnir sex, Rachel, Monica, Phoebe, Joey, Chandler og Ross eru án efa frægustu vinir sögunnar og komu fimm af þeim saman í sérstökum sjónvarpsþætti á NBC í gærkvöldi. 22. febrúar 2016 10:49 Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Sjá meira
James Corden heimsækir Friends á tökustað Fáar endurkomur í sjónvarpi hafa vakið eins mikla athygli og eftirvæntingu eins og endurkoma hinna sívinsælu sjónvarpsþátta Friends. 20. júní 2021 13:09
Matthew Perry gerir Friends aðdáendur yfir sig spennta með tísti Leikarinn Matthew Perry náði að gera allt vitlaust með þriggja orða tísti í nótt. 5. febrúar 2020 12:30
Vinirnir komu loks saman á ný: Þetta kom fram í þættinum Vinirnir sex, Rachel, Monica, Phoebe, Joey, Chandler og Ross eru án efa frægustu vinir sögunnar og komu fimm af þeim saman í sérstökum sjónvarpsþætti á NBC í gærkvöldi. 22. febrúar 2016 10:49