Víðtækar lokanir þjóðvega í strandbyggðum Austfjarða Kristján Már Unnarsson skrifar 30. mars 2023 21:42 Norðfjarðargöng Eskifjarðarmegin hafa verið lokuð í dag vegna snjóflóðahættu í Fannardal en þar opnast göngin Norðfjarðarmegin. Slá lokar veginum ásamt rauðu blikkandi ljósi. Sigurjón Ólason Appelsínugul viðvörun er enn í gildi á Austfjörðum og er áfram talin mikil hætta á snjóflóðum og krapaflóðum. Almannavarnir hafa í dag gripið til frekari rýminga í Neskaupstað og á Eskifirði. Þá hafa hús einnig verið rýmd í Mjóafirði, Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði, auk Seyðisfjarðar. Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að veðurspáin hefði gengið eftir að mestu, að mati Veðurstofunnar, og hefur veruleg ofankoma verið á Austfjörðum frá því í nótt, slydda eða rigning á láglendi en snjókoma til fjalla. Í Neskaupstað hafa lítil snjóflóð verið að falla á varnargarða ofan byggðarinnar sem og eitt stórt krapaflóð síðdegis, en það stöðvaðist einnig á varnargarði. Þá hafa snjóflóð verið að falla úr Hólmatindi við Eskifjörð. Lítil snjóflóð hafa verið að falla ofan byggðarinnar í Neskaupstað í dag en engin náð yfir varnargarða.Sigurjón Ólason Að sögn Kristjáns Ólafs Guðnasonar, yfirlögregluþjóns á Austurlandi, er ekki vitað til þess að snjóflóð hafi valdið óskunda en hann segir að staðan sé viðkvæm. Almannavarnir hafa í dag gripið til aukinna rýminga úr húsum og hverfum, til viðbótar við þær sem þegar voru í gildi á Seyðisfirði, Eskifirði og í Neskaupstað. Fleiri hús hafa verið rýmd bæði í Neskaupstað og á Eskifirði. Þá hafa bæst við rýmingar í Mjóafirði, á Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði og voru íbúar beðnir um að gefa sig fram við fjöldahjálparstöðvar. Í þessum sex byggðum Austfjarða hefur fólk þurft að yfirgefa heimili sín vegna snjóflóðahættu.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Samkvæmt færðarkorti Vegagerðarinnar voru allar leiðir til sjávarbyggða á fjörðunum lokaðar í dag, allt frá Seyðisfirði í norðri til Breiðdalsvíkur í suðri. Nokkrar leiðir voru lokaðar vegna snjóflóðahættu; leiðirnar um Fagradal, um Hólmaháls, milli Eskifjarðar og Reyðarfjarðar, og um Fannardal í Norðfirði. Í kvöld var vegurinn milli Fáskrúðsfjarðar og Breiðdalsvíkur þó opnaður. Einnig vegurinn um Hólmaháls en tekið fram að staðan yrði endurmetin og mögulega gæti komið til lokunar þar seinna í kvöld. Þjóðvegurinn til Norðfjarðar hefur verið lokaður í allan dag vegna snjóflóðahættu í Fannardal.Sigurjón Ólason Appelsínugul viðvörun er áfram í gildi fram á nótt en þá tekur við gul viðvörun fram á næsta kvöld. Veðurstofan varar sérstaklega við því að krapaflóð geti fallið þegar snjórinn blotnar og mettast. Er fólk hvatt til að sýna aðgæslu nærri farvegum þar sem krapaspýjur geta borist niður. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Snjóflóð í Neskaupstað Snjóflóð á Íslandi Almannavarnir Björgunarsveitir Fjarðabyggð Múlaþing Tengdar fréttir Tvöhundruð manns viðbúin að hefja björgun ef kallið kemur Almannavarnir hafa enn aukið viðbúnað sinn á Austfjörðum vegna mjög slæmrar veðurspár næsta sólarhring og mikillar hættu á snjóflóðum. Hættuástand er áfram í gildi á Seyðisfirði, Eskifirði og í Neskaupstað. 29. mars 2023 22:20 Fjórði garðurinn hefði afstýrt hörmungunum Hættuástand er enn í gildi fyrir austan vegna snjóflóða. Ekki er víst að því verði aflétt á næstunni sökum þess hve veðurspáin fyrir svæðið er slæm. Ljóst er að snjóflóðavarnagarðar áttu stóran þátt í því að ekki fór verr þegar stærstu snjóflóðin féllu í gær. 28. mars 2023 22:27 „Fólkinu líður eðlilega illa, þetta er mikið áfall“ Að minnsta kosti þrjú snjóflóð féllu í morgun í Neskaupstað og síðan þá hafa önnur flóð fallið fyrir austan. Fjölmargir viðbragðsaðilar hafa streymt austur og eru til taks ef fleiri flóð verða. Að sögn lögreglustjórans á Austurlandi líður fólki á svæðinu illa. 27. mars 2023 21:14 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að veðurspáin hefði gengið eftir að mestu, að mati Veðurstofunnar, og hefur veruleg ofankoma verið á Austfjörðum frá því í nótt, slydda eða rigning á láglendi en snjókoma til fjalla. Í Neskaupstað hafa lítil snjóflóð verið að falla á varnargarða ofan byggðarinnar sem og eitt stórt krapaflóð síðdegis, en það stöðvaðist einnig á varnargarði. Þá hafa snjóflóð verið að falla úr Hólmatindi við Eskifjörð. Lítil snjóflóð hafa verið að falla ofan byggðarinnar í Neskaupstað í dag en engin náð yfir varnargarða.Sigurjón Ólason Að sögn Kristjáns Ólafs Guðnasonar, yfirlögregluþjóns á Austurlandi, er ekki vitað til þess að snjóflóð hafi valdið óskunda en hann segir að staðan sé viðkvæm. Almannavarnir hafa í dag gripið til aukinna rýminga úr húsum og hverfum, til viðbótar við þær sem þegar voru í gildi á Seyðisfirði, Eskifirði og í Neskaupstað. Fleiri hús hafa verið rýmd bæði í Neskaupstað og á Eskifirði. Þá hafa bæst við rýmingar í Mjóafirði, á Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði og voru íbúar beðnir um að gefa sig fram við fjöldahjálparstöðvar. Í þessum sex byggðum Austfjarða hefur fólk þurft að yfirgefa heimili sín vegna snjóflóðahættu.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Samkvæmt færðarkorti Vegagerðarinnar voru allar leiðir til sjávarbyggða á fjörðunum lokaðar í dag, allt frá Seyðisfirði í norðri til Breiðdalsvíkur í suðri. Nokkrar leiðir voru lokaðar vegna snjóflóðahættu; leiðirnar um Fagradal, um Hólmaháls, milli Eskifjarðar og Reyðarfjarðar, og um Fannardal í Norðfirði. Í kvöld var vegurinn milli Fáskrúðsfjarðar og Breiðdalsvíkur þó opnaður. Einnig vegurinn um Hólmaháls en tekið fram að staðan yrði endurmetin og mögulega gæti komið til lokunar þar seinna í kvöld. Þjóðvegurinn til Norðfjarðar hefur verið lokaður í allan dag vegna snjóflóðahættu í Fannardal.Sigurjón Ólason Appelsínugul viðvörun er áfram í gildi fram á nótt en þá tekur við gul viðvörun fram á næsta kvöld. Veðurstofan varar sérstaklega við því að krapaflóð geti fallið þegar snjórinn blotnar og mettast. Er fólk hvatt til að sýna aðgæslu nærri farvegum þar sem krapaspýjur geta borist niður. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Snjóflóð í Neskaupstað Snjóflóð á Íslandi Almannavarnir Björgunarsveitir Fjarðabyggð Múlaþing Tengdar fréttir Tvöhundruð manns viðbúin að hefja björgun ef kallið kemur Almannavarnir hafa enn aukið viðbúnað sinn á Austfjörðum vegna mjög slæmrar veðurspár næsta sólarhring og mikillar hættu á snjóflóðum. Hættuástand er áfram í gildi á Seyðisfirði, Eskifirði og í Neskaupstað. 29. mars 2023 22:20 Fjórði garðurinn hefði afstýrt hörmungunum Hættuástand er enn í gildi fyrir austan vegna snjóflóða. Ekki er víst að því verði aflétt á næstunni sökum þess hve veðurspáin fyrir svæðið er slæm. Ljóst er að snjóflóðavarnagarðar áttu stóran þátt í því að ekki fór verr þegar stærstu snjóflóðin féllu í gær. 28. mars 2023 22:27 „Fólkinu líður eðlilega illa, þetta er mikið áfall“ Að minnsta kosti þrjú snjóflóð féllu í morgun í Neskaupstað og síðan þá hafa önnur flóð fallið fyrir austan. Fjölmargir viðbragðsaðilar hafa streymt austur og eru til taks ef fleiri flóð verða. Að sögn lögreglustjórans á Austurlandi líður fólki á svæðinu illa. 27. mars 2023 21:14 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Tvöhundruð manns viðbúin að hefja björgun ef kallið kemur Almannavarnir hafa enn aukið viðbúnað sinn á Austfjörðum vegna mjög slæmrar veðurspár næsta sólarhring og mikillar hættu á snjóflóðum. Hættuástand er áfram í gildi á Seyðisfirði, Eskifirði og í Neskaupstað. 29. mars 2023 22:20
Fjórði garðurinn hefði afstýrt hörmungunum Hættuástand er enn í gildi fyrir austan vegna snjóflóða. Ekki er víst að því verði aflétt á næstunni sökum þess hve veðurspáin fyrir svæðið er slæm. Ljóst er að snjóflóðavarnagarðar áttu stóran þátt í því að ekki fór verr þegar stærstu snjóflóðin féllu í gær. 28. mars 2023 22:27
„Fólkinu líður eðlilega illa, þetta er mikið áfall“ Að minnsta kosti þrjú snjóflóð féllu í morgun í Neskaupstað og síðan þá hafa önnur flóð fallið fyrir austan. Fjölmargir viðbragðsaðilar hafa streymt austur og eru til taks ef fleiri flóð verða. Að sögn lögreglustjórans á Austurlandi líður fólki á svæðinu illa. 27. mars 2023 21:14