„Alltaf meira en til í að spila fyrir íslenska landsliðið“ Sindri Sverrisson skrifar 31. mars 2023 12:00 Kristján Örn Kristjánsson í sigurleiknum gegn Brasilíu á HM í janúar. VÍSIR/VILHELM „Ef að kallið kemur þá segi ég já, hundrað prósent,“ segir Kristján Örn Kristjánsson aðspurður hvort að hann gefi kost á sér í íslenska landsliðið í lok apríl þegar liðið lýkur undankeppni EM með tveimur leikjum. Hann missti af síðustu landsleikjum vegna andlegra veikinda. Kristján og markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson koma því til með að spila saman að nýju með landsliðinu í apríl, en Kristjáni sárnuðu skilaboð frá Björgvini í aðdraganda þess að þeir mættust í leik PAUC og Vals í Evrópudeildinni í febrúar. Taldi Kristján skilaboðin, sem tengdust hans andlegu veikindum, niðrandi en Björgvin hefur sagt tilganginn með þeim að fá Kristján til að endurhugsa endurkomu sína og setja heilsuna í fyrsta sætið. Kristján spilaði á HM í janúar í Svíþjóð en var ekki með í síðustu leikjum landsliðsins, gegn Tékkum í byrjun mars, þar sem hann hafði verið í veikindaleyfi vegna kulnunar hjá félagsliði sínu PAUC í Frakklandi. Kristján kveðst hins vegar kominn á góðan stað andlega í dag og hann hefur spilað síðustu tvo leiki PAUC, og látið til sín taka með samtals níu mörkum. Tvær skyttur meiddar og Ísland þarf tvo sigra Íslenska landsliðið þarf enn frekar en áður á kröftum Kristjáns að halda í apríl, í leikjunum við Eistland og Ísrael, vegna meiðsla hjá öðrum hægri skyttum liðsins. Ísland þarf eflaust að vinna báða leiki til að tryggja sér efsta sæti síns riðils, sem væri dýrmætt því þá myndi liðið verða í efsta styrkleikaflokki fyrir EM-dráttinn og sleppa við að lenda í riðli með einhverju af bestu liðum Evrópu. Ómar Ingi Magnússon hefur verið aðalskytta Íslands hægra megin á vellinum en hann er meiddur, og nýverið meiddist Viggó Kristjánsson einnig svo að hann spilar ekki meira á þessari leiktíð. „Þetta er víst einhver plága þarna hægra megin,“ sagði Kristján glettinn í samtali við Vísi í vikunni. „Ég sá einmitt fréttina um að Viggó hefði slitið aftan í læri, svo það er ennþá meiri pressa á hægri skyttustöðuna. Við þurfum að standa okkur í næsta verkefni. Þetta er ekki búið og við þurfum að koma okkur inn á EM í sem sterkastri stöðu. Ég er alltaf meira en til í að spila fyrir íslenska landsliðið,“ sagði Kristján en fleiri búta úr ítarlegu viðtali hans við Vísi má nálgast hér að neðan. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir „Aðaldæmið hans að öskra á leikmenn þegar illa gengur“ Kristján Örn Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, segir að hegðun þjálfara hans hjá franska félaginu PAUC hafi verið lykilþáttur í því að Kristján fór að finna fyrir sterkum einkennum kulnunar. 30. mars 2023 11:31 Kristján fékk niðrandi skilaboð frá Valsara: „Eins og að sparka í liggjandi mann“ Kristján Örn Kristjánsson fékk send niðrandi skilaboð frá ónefndum leikmanni Vals í aðdraganda þess að hann spilaði gegn Val í Evrópudeildinni í handbolta í síðasta mánuði, skömmu eftir að hafa greint frá því að hann glímdi við kulnun. 30. mars 2023 08:00 Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Dagskráin í dag: PGA-meistaramótið fer af stað Sport Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Úlfarnir í úrslit vestursins Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Sjá meira
Kristján og markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson koma því til með að spila saman að nýju með landsliðinu í apríl, en Kristjáni sárnuðu skilaboð frá Björgvini í aðdraganda þess að þeir mættust í leik PAUC og Vals í Evrópudeildinni í febrúar. Taldi Kristján skilaboðin, sem tengdust hans andlegu veikindum, niðrandi en Björgvin hefur sagt tilganginn með þeim að fá Kristján til að endurhugsa endurkomu sína og setja heilsuna í fyrsta sætið. Kristján spilaði á HM í janúar í Svíþjóð en var ekki með í síðustu leikjum landsliðsins, gegn Tékkum í byrjun mars, þar sem hann hafði verið í veikindaleyfi vegna kulnunar hjá félagsliði sínu PAUC í Frakklandi. Kristján kveðst hins vegar kominn á góðan stað andlega í dag og hann hefur spilað síðustu tvo leiki PAUC, og látið til sín taka með samtals níu mörkum. Tvær skyttur meiddar og Ísland þarf tvo sigra Íslenska landsliðið þarf enn frekar en áður á kröftum Kristjáns að halda í apríl, í leikjunum við Eistland og Ísrael, vegna meiðsla hjá öðrum hægri skyttum liðsins. Ísland þarf eflaust að vinna báða leiki til að tryggja sér efsta sæti síns riðils, sem væri dýrmætt því þá myndi liðið verða í efsta styrkleikaflokki fyrir EM-dráttinn og sleppa við að lenda í riðli með einhverju af bestu liðum Evrópu. Ómar Ingi Magnússon hefur verið aðalskytta Íslands hægra megin á vellinum en hann er meiddur, og nýverið meiddist Viggó Kristjánsson einnig svo að hann spilar ekki meira á þessari leiktíð. „Þetta er víst einhver plága þarna hægra megin,“ sagði Kristján glettinn í samtali við Vísi í vikunni. „Ég sá einmitt fréttina um að Viggó hefði slitið aftan í læri, svo það er ennþá meiri pressa á hægri skyttustöðuna. Við þurfum að standa okkur í næsta verkefni. Þetta er ekki búið og við þurfum að koma okkur inn á EM í sem sterkastri stöðu. Ég er alltaf meira en til í að spila fyrir íslenska landsliðið,“ sagði Kristján en fleiri búta úr ítarlegu viðtali hans við Vísi má nálgast hér að neðan.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir „Aðaldæmið hans að öskra á leikmenn þegar illa gengur“ Kristján Örn Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, segir að hegðun þjálfara hans hjá franska félaginu PAUC hafi verið lykilþáttur í því að Kristján fór að finna fyrir sterkum einkennum kulnunar. 30. mars 2023 11:31 Kristján fékk niðrandi skilaboð frá Valsara: „Eins og að sparka í liggjandi mann“ Kristján Örn Kristjánsson fékk send niðrandi skilaboð frá ónefndum leikmanni Vals í aðdraganda þess að hann spilaði gegn Val í Evrópudeildinni í handbolta í síðasta mánuði, skömmu eftir að hafa greint frá því að hann glímdi við kulnun. 30. mars 2023 08:00 Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Dagskráin í dag: PGA-meistaramótið fer af stað Sport Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Úlfarnir í úrslit vestursins Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Sjá meira
„Aðaldæmið hans að öskra á leikmenn þegar illa gengur“ Kristján Örn Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, segir að hegðun þjálfara hans hjá franska félaginu PAUC hafi verið lykilþáttur í því að Kristján fór að finna fyrir sterkum einkennum kulnunar. 30. mars 2023 11:31
Kristján fékk niðrandi skilaboð frá Valsara: „Eins og að sparka í liggjandi mann“ Kristján Örn Kristjánsson fékk send niðrandi skilaboð frá ónefndum leikmanni Vals í aðdraganda þess að hann spilaði gegn Val í Evrópudeildinni í handbolta í síðasta mánuði, skömmu eftir að hafa greint frá því að hann glímdi við kulnun. 30. mars 2023 08:00
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn