Kristján fékk niðrandi skilaboð frá Valsara: „Eins og að sparka í liggjandi mann“ Sindri Sverrisson skrifar 30. mars 2023 08:00 Kristján Örn Kristjánsson var með íslenska landsliðinu á HM í Svíþjóð í janúar en andlegir erfiðleikar hans fóru að ágerast eftir mótið. VÍSIR/VILHELM Kristján Örn Kristjánsson fékk send niðrandi skilaboð frá ónefndum leikmanni Vals í aðdraganda þess að hann spilaði gegn Val í Evrópudeildinni í handbolta í síðasta mánuði, skömmu eftir að hafa greint frá því að hann glímdi við kulnun. Kristján, sem er landsliðsmaður og leikmaður franska félagsins PAUC, greindi frá andlegum veikindum sínum í samtali við Vísi um miðjan febrúar. Kristján lét þó á það reyna að ferðast með liðsfélögum sínum heim til Íslands vegna leiksins við Val í Evrópudeildinni 21. febrúar. Hann endaði svo á að gera hlé á veikindaleyfi sínu og spila leikinn, og kveðst hafa fundið styrk til þess í því að vita af fjölskyldu og vinum í Origo-höllinni að Hlíðarenda. „Á þessum tíma var ég að vinna mikið með Jóhanni Inga Gunnarssyni sálfræðingi. Við höfðum verið að spjalla saman annan hvern dag frá því að ég lét lækninn vita að ég gæti ekki meira. Við ákváðum að vinna í þessu stíft, ræða málin og finna lausn, og komum mér á þann stað að mér fannst ég vera tilbúinn að spila gegn Val. Ég var búinn að byggja mig upp í það. En kvöldið fyrir leik fékk ég skilaboð frá andstæðingi í hinu liðinu sem mér þóttu ekki vera ásættanleg. Þau drógu mig aðeins niður og fengu mig til að endurhugsa endurkomuna,“ segir Kristján. Hann upplýsti ekki um það hver hefði sent skilaboðin en hvernig hljómuðu þau? „Veit ekki hvort hann hélt að ég væri að „feika“ eitthvað“ „Hann [sendandinn] sagðist ekki alveg vera að skilja þetta „bíó“ hjá mér. Hvað ég væri að segja í fjölmiðlum að ég væri ekki að fara að spila og væri svo allt í einu mættur á sviðið. Ég veit ekki hvort hann hélt að ég væri að „feika“ eitthvað og með einhver trix til að reyna að rústa Völsurunum. En hann vissi bara ekki neitt um hvað var í gangi á bakvið tjöldin. Það að hann skyldi ekki hringja í mig í staðinn fyrir að senda mér svona skilaboð er bara eins og að sparka í liggjandi mann. Það er bara niðurstaðan. Spark í liggjandi mann með því að senda svona niðrandi ummæli varðandi mína hegðun, þegar ég veit sjálfur hver sannleikurinn er. Ég hætti ekki við að spila við Flensburg [14. febrúar] til að rústa Völsurum eða eitthvað þannig. Þetta er bara fáránlegt. Það er mikið meira á bakvið þetta en virtist vera. Svo má auðvitað segja að hann hafi haft rétt fyrir sér með að ég ætti ekki að spila en það er alltaf hægt að segja það eftir á,“ segir Kristján. „Ókei, ég gat þetta, ætti ég ekki að prófa að fara á æfingu?“ Hann segir skilaboðin hafa fylgt sér inn í leikinn en þessi mikla stórskytta var eins og skugginn af sjálfum sér í 40-31 tapi PAUC. Kristján segir það ekki hafa staðið til að hann spilaði gegn Val fyrr en þáverandi þjálfari PAUC spurði hann kvöldið fyrir leik hvort hann treysti sér til þess. „Fyrsta ákvörðunin var bara að ég kæmi til Íslands með liðinu og myndi hitta Jóhann Inga. Þegar ég var kominn hugsaði ég með mér; „Ókei, ég gat þetta, ætti ég ekki að prófa að fara á æfingu?“ Ég fór þá á æfingu í Valsheimilinu þar sem nokkrir menn fylgdust með og tvítuðu um að ég væri að fara að spila. Eftir það fékk ég svo þessi skilaboð frá leikmanni Vals, sem voru engin vináttuskilaboð. Það gruggaði í mínum málum. Ég hætti að vera með fókusinn á að spila leikinn eins vel og ég gæti. Svo var ég ekkert tilbúinn í leikinn, sem er auðvelt að segja eftir á,“ segir Kristján en styrkurinn frá hans nánustu í stúkunni gaf honum trú á að hann ætti að spila: „Ég vissi að öll fjölskyldan mín og vinir yrðu þarna og það gaf mér þá trú að þetta gæti orðið gaman. Að litla frænka mín ætlaði að koma og hvetja mig. Það gefur manni styrk til að takast á við verkefnið. Ég var líka að koma heim til Íslands og vildi sýna öllum í liðinu hvar ég ætti heima.“ Kristján spilaði gegn Val í Evrópudeildinni í febrúar en var vart skugginn af sjálfum sér. Hann kveðst á mun betri stað andlega í dag og er farinn að spila handbolta á nýjan leik eftir veikindaleyfi.vísir/Diego Röng ákvörðun eftir á að hyggja að spila leikinn Eftir á að hyggja er Kristján þeirrar skoðunar að hann hefði ekki átt að mæta Val heldur taka sér lengri tíma í að vinna í andlegum erfiðleikum sínum, eins og hann svo gerði hér á landi vikurnar eftir leikinn áður en hann hóf að spila aftur með PAUC nýverið. „Það er alveg klárt mál. Ég var ekki fókuseraður á verkefnið þegar ég kom inn á völlinn. Eftir þessi skilaboð [frá leikmanni Vals] var ég líka sérstaklega að spá í þeim. Að núna þyrfti ég sko að standa í honum [þeim sem sendi skilaboðin] og eitthvað slíkt. En þannig vinnur maður ekki leiki.“ Þetta er fyrsti hluti viðtals við Kristján sem birtist í dag og á morgun hér á Vísi. Evrópudeild karla í handbolta Franski handboltinn Landslið karla í handbolta Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Sjá meira
Kristján, sem er landsliðsmaður og leikmaður franska félagsins PAUC, greindi frá andlegum veikindum sínum í samtali við Vísi um miðjan febrúar. Kristján lét þó á það reyna að ferðast með liðsfélögum sínum heim til Íslands vegna leiksins við Val í Evrópudeildinni 21. febrúar. Hann endaði svo á að gera hlé á veikindaleyfi sínu og spila leikinn, og kveðst hafa fundið styrk til þess í því að vita af fjölskyldu og vinum í Origo-höllinni að Hlíðarenda. „Á þessum tíma var ég að vinna mikið með Jóhanni Inga Gunnarssyni sálfræðingi. Við höfðum verið að spjalla saman annan hvern dag frá því að ég lét lækninn vita að ég gæti ekki meira. Við ákváðum að vinna í þessu stíft, ræða málin og finna lausn, og komum mér á þann stað að mér fannst ég vera tilbúinn að spila gegn Val. Ég var búinn að byggja mig upp í það. En kvöldið fyrir leik fékk ég skilaboð frá andstæðingi í hinu liðinu sem mér þóttu ekki vera ásættanleg. Þau drógu mig aðeins niður og fengu mig til að endurhugsa endurkomuna,“ segir Kristján. Hann upplýsti ekki um það hver hefði sent skilaboðin en hvernig hljómuðu þau? „Veit ekki hvort hann hélt að ég væri að „feika“ eitthvað“ „Hann [sendandinn] sagðist ekki alveg vera að skilja þetta „bíó“ hjá mér. Hvað ég væri að segja í fjölmiðlum að ég væri ekki að fara að spila og væri svo allt í einu mættur á sviðið. Ég veit ekki hvort hann hélt að ég væri að „feika“ eitthvað og með einhver trix til að reyna að rústa Völsurunum. En hann vissi bara ekki neitt um hvað var í gangi á bakvið tjöldin. Það að hann skyldi ekki hringja í mig í staðinn fyrir að senda mér svona skilaboð er bara eins og að sparka í liggjandi mann. Það er bara niðurstaðan. Spark í liggjandi mann með því að senda svona niðrandi ummæli varðandi mína hegðun, þegar ég veit sjálfur hver sannleikurinn er. Ég hætti ekki við að spila við Flensburg [14. febrúar] til að rústa Völsurum eða eitthvað þannig. Þetta er bara fáránlegt. Það er mikið meira á bakvið þetta en virtist vera. Svo má auðvitað segja að hann hafi haft rétt fyrir sér með að ég ætti ekki að spila en það er alltaf hægt að segja það eftir á,“ segir Kristján. „Ókei, ég gat þetta, ætti ég ekki að prófa að fara á æfingu?“ Hann segir skilaboðin hafa fylgt sér inn í leikinn en þessi mikla stórskytta var eins og skugginn af sjálfum sér í 40-31 tapi PAUC. Kristján segir það ekki hafa staðið til að hann spilaði gegn Val fyrr en þáverandi þjálfari PAUC spurði hann kvöldið fyrir leik hvort hann treysti sér til þess. „Fyrsta ákvörðunin var bara að ég kæmi til Íslands með liðinu og myndi hitta Jóhann Inga. Þegar ég var kominn hugsaði ég með mér; „Ókei, ég gat þetta, ætti ég ekki að prófa að fara á æfingu?“ Ég fór þá á æfingu í Valsheimilinu þar sem nokkrir menn fylgdust með og tvítuðu um að ég væri að fara að spila. Eftir það fékk ég svo þessi skilaboð frá leikmanni Vals, sem voru engin vináttuskilaboð. Það gruggaði í mínum málum. Ég hætti að vera með fókusinn á að spila leikinn eins vel og ég gæti. Svo var ég ekkert tilbúinn í leikinn, sem er auðvelt að segja eftir á,“ segir Kristján en styrkurinn frá hans nánustu í stúkunni gaf honum trú á að hann ætti að spila: „Ég vissi að öll fjölskyldan mín og vinir yrðu þarna og það gaf mér þá trú að þetta gæti orðið gaman. Að litla frænka mín ætlaði að koma og hvetja mig. Það gefur manni styrk til að takast á við verkefnið. Ég var líka að koma heim til Íslands og vildi sýna öllum í liðinu hvar ég ætti heima.“ Kristján spilaði gegn Val í Evrópudeildinni í febrúar en var vart skugginn af sjálfum sér. Hann kveðst á mun betri stað andlega í dag og er farinn að spila handbolta á nýjan leik eftir veikindaleyfi.vísir/Diego Röng ákvörðun eftir á að hyggja að spila leikinn Eftir á að hyggja er Kristján þeirrar skoðunar að hann hefði ekki átt að mæta Val heldur taka sér lengri tíma í að vinna í andlegum erfiðleikum sínum, eins og hann svo gerði hér á landi vikurnar eftir leikinn áður en hann hóf að spila aftur með PAUC nýverið. „Það er alveg klárt mál. Ég var ekki fókuseraður á verkefnið þegar ég kom inn á völlinn. Eftir þessi skilaboð [frá leikmanni Vals] var ég líka sérstaklega að spá í þeim. Að núna þyrfti ég sko að standa í honum [þeim sem sendi skilaboðin] og eitthvað slíkt. En þannig vinnur maður ekki leiki.“ Þetta er fyrsti hluti viðtals við Kristján sem birtist í dag og á morgun hér á Vísi.
Evrópudeild karla í handbolta Franski handboltinn Landslið karla í handbolta Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Sjá meira