Adidas setur sig upp á móti merki Black Lives Matter Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. mars 2023 07:15 Merki Adidas er frá 1952. Getty/Brett Carlsen Íþróttavörurisinn Adidas hefur farið þess á leit við yfirvöld í Bandaríkjunum að hafna umsókn Black Lives Matter Global Network Foundation um einkaleyfi á merki stofnunarinnar, sem inniheldur þrjár gular línur. Forsvarsmenn Adidas segja hættu á því að fólk rugli merkinu saman við lógó Adidas, sem einnig inniheldur þrjár línur. Adidas vill sérstaklega koma í veg fyrir að Black Lives Matter lógóið verði notað á vörur sem Adidas framleiðir, svo sem boli, derhúfur og töskur. Fram kemur í dómskjölum í máli Adidas gegn tískuhúsi hönnuðarins Thom Browne að Adidas hafi höfðað fleiri en 90 mál og gert sátt í fleiri en 200 málum sem tengjast merki fyrirtækisins frá árinu 2008. Niðurstaðan í umræddu máli var Thom Browne í vil. Adidas has taken court action to block a trademark filed by Black Lives Matter for its "Three-Stripe" logo. Per the court filings made on March 27th, Adidas claims the Black Lives Matter stripes are too similar to its own. A thread #adidas #BlackLivesMatter #BLM pic.twitter.com/S4b5YFXRdh— Josh Gerben (@JoshGerben) March 28, 2023 Black Lives Matter Global Network Foundation sótti um einkaleyfi á merki sínu árið 2020, til að nota á vörur á borð við fatnað, töskur, armbönd og drykkjakönnur. Nokkuð hefur hallað undan fæti hjá Adidas en fyrirtækið fór illa út úr viðskilnaði sínum við listamanninn Kanye West. Þá var greint frá því í gær að slitnað hefði upp úr samstarfi fyrirtækisins við tónlistarkonuna Beyonce um framleiðslu fatalínunnar Ivy Park. Bandaríkin Black Lives Matter Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Fleiri fréttir Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Sjá meira
Forsvarsmenn Adidas segja hættu á því að fólk rugli merkinu saman við lógó Adidas, sem einnig inniheldur þrjár línur. Adidas vill sérstaklega koma í veg fyrir að Black Lives Matter lógóið verði notað á vörur sem Adidas framleiðir, svo sem boli, derhúfur og töskur. Fram kemur í dómskjölum í máli Adidas gegn tískuhúsi hönnuðarins Thom Browne að Adidas hafi höfðað fleiri en 90 mál og gert sátt í fleiri en 200 málum sem tengjast merki fyrirtækisins frá árinu 2008. Niðurstaðan í umræddu máli var Thom Browne í vil. Adidas has taken court action to block a trademark filed by Black Lives Matter for its "Three-Stripe" logo. Per the court filings made on March 27th, Adidas claims the Black Lives Matter stripes are too similar to its own. A thread #adidas #BlackLivesMatter #BLM pic.twitter.com/S4b5YFXRdh— Josh Gerben (@JoshGerben) March 28, 2023 Black Lives Matter Global Network Foundation sótti um einkaleyfi á merki sínu árið 2020, til að nota á vörur á borð við fatnað, töskur, armbönd og drykkjakönnur. Nokkuð hefur hallað undan fæti hjá Adidas en fyrirtækið fór illa út úr viðskilnaði sínum við listamanninn Kanye West. Þá var greint frá því í gær að slitnað hefði upp úr samstarfi fyrirtækisins við tónlistarkonuna Beyonce um framleiðslu fatalínunnar Ivy Park.
Bandaríkin Black Lives Matter Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Fleiri fréttir Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Sjá meira