Útilokar ekki að brjóta hundrað marka múrinn fyrir England Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. mars 2023 19:45 Harry Kane er markahæsti leikmaður enska landsliðsins frá upphafi. Rob Newell - CameraSport via Getty Images Harry Kane, framherji Tottenham Hotspur og enska landsliðsins í fótbolta, segir að það sé ekki óhugsandi að hann muni skora hundrað mörk fyrir þjóð sína áður en skórnir fara á hilluna. Hann segist þó gera sér grein fyrir því að markmiðið sé háleitt. Þessi 29 ára gamli framherji varð markahæsti leikmaður enska landsliðsins frá upphafi þegar hann skoraði úr vítaspyrnu í 2-1 sigri gegn Ítölum síðastliðinn fimmtudag. Hann bætti svo öðru marki við gegn Úkraínu í 2-0 sigri á sunnudaginn og hefur nú skorað 55 mörk í 82 landsleikjum. „Að ná hundrað mörkum verður klárlega erfitt, en við skulum ekki útiloka neitt,“ sagði framherjinn. „Ég er enn ungur. Ég er bara 29 ára og enn í góðu formi og hraustur. Ég vil spila fyrir England eins lengi og ég mögulega get.“ ⚽️Tottenham Hotspur striker Harry Kane believes it is possible for him to reach triple figures in goals for England before he decides to retire."A hundred is not out of the question, it will be extremely tough but we will have to see how the next few years go." pic.twitter.com/4dtNSOWhcC— Planet Sport (@PlanetSportcom) March 28, 2023 Kane fær tækifæri til að bæta við mörkum fyrir enska landsliðið þegar liðið mætir Möltu og Norður-Makedóníu í júní. „Ég býð mig alltaf fram og vil spila hvern einasta leik. Við tökum þetta skref fyrir skref. Næsta skref er að komast yfir sextíu mörk.“ „Að ná hundrað mörkum er ekki ómögulegt. Það verður ótrúlega erfitt, en við sjáum til hvernig gengur á næstu árum,“ sagði framherjinn að lokum. Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Fleiri fréttir Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Sjá meira
Þessi 29 ára gamli framherji varð markahæsti leikmaður enska landsliðsins frá upphafi þegar hann skoraði úr vítaspyrnu í 2-1 sigri gegn Ítölum síðastliðinn fimmtudag. Hann bætti svo öðru marki við gegn Úkraínu í 2-0 sigri á sunnudaginn og hefur nú skorað 55 mörk í 82 landsleikjum. „Að ná hundrað mörkum verður klárlega erfitt, en við skulum ekki útiloka neitt,“ sagði framherjinn. „Ég er enn ungur. Ég er bara 29 ára og enn í góðu formi og hraustur. Ég vil spila fyrir England eins lengi og ég mögulega get.“ ⚽️Tottenham Hotspur striker Harry Kane believes it is possible for him to reach triple figures in goals for England before he decides to retire."A hundred is not out of the question, it will be extremely tough but we will have to see how the next few years go." pic.twitter.com/4dtNSOWhcC— Planet Sport (@PlanetSportcom) March 28, 2023 Kane fær tækifæri til að bæta við mörkum fyrir enska landsliðið þegar liðið mætir Möltu og Norður-Makedóníu í júní. „Ég býð mig alltaf fram og vil spila hvern einasta leik. Við tökum þetta skref fyrir skref. Næsta skref er að komast yfir sextíu mörk.“ „Að ná hundrað mörkum er ekki ómögulegt. Það verður ótrúlega erfitt, en við sjáum til hvernig gengur á næstu árum,“ sagði framherjinn að lokum.
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Fleiri fréttir Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Sjá meira