Útilokar ekki að brjóta hundrað marka múrinn fyrir England Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. mars 2023 19:45 Harry Kane er markahæsti leikmaður enska landsliðsins frá upphafi. Rob Newell - CameraSport via Getty Images Harry Kane, framherji Tottenham Hotspur og enska landsliðsins í fótbolta, segir að það sé ekki óhugsandi að hann muni skora hundrað mörk fyrir þjóð sína áður en skórnir fara á hilluna. Hann segist þó gera sér grein fyrir því að markmiðið sé háleitt. Þessi 29 ára gamli framherji varð markahæsti leikmaður enska landsliðsins frá upphafi þegar hann skoraði úr vítaspyrnu í 2-1 sigri gegn Ítölum síðastliðinn fimmtudag. Hann bætti svo öðru marki við gegn Úkraínu í 2-0 sigri á sunnudaginn og hefur nú skorað 55 mörk í 82 landsleikjum. „Að ná hundrað mörkum verður klárlega erfitt, en við skulum ekki útiloka neitt,“ sagði framherjinn. „Ég er enn ungur. Ég er bara 29 ára og enn í góðu formi og hraustur. Ég vil spila fyrir England eins lengi og ég mögulega get.“ ⚽️Tottenham Hotspur striker Harry Kane believes it is possible for him to reach triple figures in goals for England before he decides to retire."A hundred is not out of the question, it will be extremely tough but we will have to see how the next few years go." pic.twitter.com/4dtNSOWhcC— Planet Sport (@PlanetSportcom) March 28, 2023 Kane fær tækifæri til að bæta við mörkum fyrir enska landsliðið þegar liðið mætir Möltu og Norður-Makedóníu í júní. „Ég býð mig alltaf fram og vil spila hvern einasta leik. Við tökum þetta skref fyrir skref. Næsta skref er að komast yfir sextíu mörk.“ „Að ná hundrað mörkum er ekki ómögulegt. Það verður ótrúlega erfitt, en við sjáum til hvernig gengur á næstu árum,“ sagði framherjinn að lokum. Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Þessi 29 ára gamli framherji varð markahæsti leikmaður enska landsliðsins frá upphafi þegar hann skoraði úr vítaspyrnu í 2-1 sigri gegn Ítölum síðastliðinn fimmtudag. Hann bætti svo öðru marki við gegn Úkraínu í 2-0 sigri á sunnudaginn og hefur nú skorað 55 mörk í 82 landsleikjum. „Að ná hundrað mörkum verður klárlega erfitt, en við skulum ekki útiloka neitt,“ sagði framherjinn. „Ég er enn ungur. Ég er bara 29 ára og enn í góðu formi og hraustur. Ég vil spila fyrir England eins lengi og ég mögulega get.“ ⚽️Tottenham Hotspur striker Harry Kane believes it is possible for him to reach triple figures in goals for England before he decides to retire."A hundred is not out of the question, it will be extremely tough but we will have to see how the next few years go." pic.twitter.com/4dtNSOWhcC— Planet Sport (@PlanetSportcom) March 28, 2023 Kane fær tækifæri til að bæta við mörkum fyrir enska landsliðið þegar liðið mætir Möltu og Norður-Makedóníu í júní. „Ég býð mig alltaf fram og vil spila hvern einasta leik. Við tökum þetta skref fyrir skref. Næsta skref er að komast yfir sextíu mörk.“ „Að ná hundrað mörkum er ekki ómögulegt. Það verður ótrúlega erfitt, en við sjáum til hvernig gengur á næstu árum,“ sagði framherjinn að lokum.
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira