Hyggjast gera allt til að stöðva hvalveiðar Íslendinga í eitt skipti fyrir öll Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. mars 2023 11:54 Leiðir Watson og Sea Shepherd skildu í fyrra en Watson þóttu samtökin vera farin að vinna of náið með opinberum aðilum. epa/Albert Olive Paul Watson, stofnandi baráttusamtakana Sea Shepherd, hyggst sigla skipinu John Paul Dejoria hingað til lands í apríl og gera allt sem í valdi hans stendur til að stöðva hvalveiðar við Ísland. Frá þessu greinir BBC í nokkuð athyglisverðri frétt, þar sem talað er um að unnið sé að undirbúningi leiðangurs til að stöðva veiðiþjófnað við Ísland. Þá er haft eftir Watson, 72 ára, að um sé að ræða fjögurra mánaða aðgerð þar sem þess verður freistað að koma í veg fyrir glæpsamlegar veiðar en ekki standa í vegi lögmætra fyrirtækja. Ekki liggur fyrir um hvað Watson er að tala þar sem einu hvalveiðarnar sem stundaðar eru við Ísland fara fram í samræmi við íslenska löggjöf. Unnið er að viðgerðum á John Paul Dejoria í hafnarborginni Hull. Til stendur að leggja úr höfn og sigla hingað til lands snemma í apríl, þar sem Watson segir áhöfnina munu gera „allt mögulegt“ til að koma í veg fyrir ólöglegar veiðar. Segir hann meðal annars standa til að þvælast fyrir hvalveiðiskipum og þá er haft eftir leiðangursstjóranum Locky Maclean að áhöfn skipsins muni ganga svo langt að leggja sig í hættu til að koma í veg fyrir að skotið sé á hvalina. Markmiðið sé að binda enda á hvalveiðar Íslendinga. Haft er eftir Maclean að Ísland hafi sagt sig úr Alþjóðahvalveiðiráðinu árið 1992 en ekki minnst á það að Ísland gekk aftur í ráðið árið 2002. Hvalveiðar Bretland Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Frá þessu greinir BBC í nokkuð athyglisverðri frétt, þar sem talað er um að unnið sé að undirbúningi leiðangurs til að stöðva veiðiþjófnað við Ísland. Þá er haft eftir Watson, 72 ára, að um sé að ræða fjögurra mánaða aðgerð þar sem þess verður freistað að koma í veg fyrir glæpsamlegar veiðar en ekki standa í vegi lögmætra fyrirtækja. Ekki liggur fyrir um hvað Watson er að tala þar sem einu hvalveiðarnar sem stundaðar eru við Ísland fara fram í samræmi við íslenska löggjöf. Unnið er að viðgerðum á John Paul Dejoria í hafnarborginni Hull. Til stendur að leggja úr höfn og sigla hingað til lands snemma í apríl, þar sem Watson segir áhöfnina munu gera „allt mögulegt“ til að koma í veg fyrir ólöglegar veiðar. Segir hann meðal annars standa til að þvælast fyrir hvalveiðiskipum og þá er haft eftir leiðangursstjóranum Locky Maclean að áhöfn skipsins muni ganga svo langt að leggja sig í hættu til að koma í veg fyrir að skotið sé á hvalina. Markmiðið sé að binda enda á hvalveiðar Íslendinga. Haft er eftir Maclean að Ísland hafi sagt sig úr Alþjóðahvalveiðiráðinu árið 1992 en ekki minnst á það að Ísland gekk aftur í ráðið árið 2002.
Hvalveiðar Bretland Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira