Vaktin: Snjóflóð féllu í Neskaupstað og unnið að rýmingu Tryggvi Páll Tryggvason og Atli Ísleifsson skrifa 27. mars 2023 10:03 Björgunarsveitarmenn að störfum í Starmýri í Neskaupstað í morgun. Björgunarsveitin Gerpir Að minnsta kosti þrjú snjóflóð féllu í Neskaupstað í Norðfirði í morgun og féll eitt þeirra á fjölbýlishús við Starmýri í bænum. Unnið er að rýmingu og búið er að lýsa yfir neyðarstigi almannavarna. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér neðst í fréttinni. Rétt eftir klukkan sex í morgun féll snjóflóð rétt utan við Neskaupstað, og rétt um sjö féll annað flóð. Seinna flóðið féll á nokkur hús. Þriðja flóðið féll svo úr Bakkagili. Ljóst er að eitt af flóðunum skall á nokkrum íbúðarhúsum við göturnar Starmýri og Hrafnsmýri, utarlega í bænum. Talið er að um tíu manns hafi slasast þegar rúður sprungu og snjór fór inn í húsin. Enginn er þó alvarlega slasaður. Grófar útlínur snjóflóðanna sem féllu í morgun miðað við upplýsingar sem liggja fyrir núna, skv. Veðurstofunni.Veðurstofan Umfangsmikil rýming hefur staðið yfir í dag, bæði í Neskaupsstað og á Seyðisfirði, þar sem um 160 hús hafa verið rýmd vegna snjóflóðahættu. Að auki hefur verið ákveðið að rýma á ákveðnu svæði á Eskifirði. Búið er að opna fjöldahjálparstöð í Egilsbúð í Neskaupsstað og Herðubreið á Seyðisfirði. Óvíst er á þessu stigi hversu lengi rýmingin varir. Neyðarstigi Almannavarna hefur verið lýst yfir í Neskaupstað. Nokkuð fjölmennt lið björgunarsveita og annarra viðbragðsaðila er á leið austur til að aðstoða og til að vera til taks ef á reynir. Ertu með myndir af vettvangi? Endilega sendu okkur á ritstjorn@visir.is. Fylgst verður með helstu vendingum í vaktinni hér að neðan. Smellið á F5 eða endurhlaðið síðuna ef vaktin birtist ekki hér að neðan.
Rétt eftir klukkan sex í morgun féll snjóflóð rétt utan við Neskaupstað, og rétt um sjö féll annað flóð. Seinna flóðið féll á nokkur hús. Þriðja flóðið féll svo úr Bakkagili. Ljóst er að eitt af flóðunum skall á nokkrum íbúðarhúsum við göturnar Starmýri og Hrafnsmýri, utarlega í bænum. Talið er að um tíu manns hafi slasast þegar rúður sprungu og snjór fór inn í húsin. Enginn er þó alvarlega slasaður. Grófar útlínur snjóflóðanna sem féllu í morgun miðað við upplýsingar sem liggja fyrir núna, skv. Veðurstofunni.Veðurstofan Umfangsmikil rýming hefur staðið yfir í dag, bæði í Neskaupsstað og á Seyðisfirði, þar sem um 160 hús hafa verið rýmd vegna snjóflóðahættu. Að auki hefur verið ákveðið að rýma á ákveðnu svæði á Eskifirði. Búið er að opna fjöldahjálparstöð í Egilsbúð í Neskaupsstað og Herðubreið á Seyðisfirði. Óvíst er á þessu stigi hversu lengi rýmingin varir. Neyðarstigi Almannavarna hefur verið lýst yfir í Neskaupstað. Nokkuð fjölmennt lið björgunarsveita og annarra viðbragðsaðila er á leið austur til að aðstoða og til að vera til taks ef á reynir. Ertu með myndir af vettvangi? Endilega sendu okkur á ritstjorn@visir.is. Fylgst verður með helstu vendingum í vaktinni hér að neðan. Smellið á F5 eða endurhlaðið síðuna ef vaktin birtist ekki hér að neðan.
Fjarðabyggð Veður Náttúruhamfarir Snjóflóð í Neskaupstað Snjóflóð á Íslandi Tengdar fréttir Fólki mjög brugðið og ýfir upp gömul sár Íbúum í Neskaupstað er mjög brugðið eftir snjóflóðin í morgun, að sögn íbúa í bænum. Fjöldi fólks hefur komið sér fyrir í fjöldahjálparstöð í Egilsbúð. Flóðin ýfa upp gömul sár eftir mannskæð snjóflóð fyrir fjórum áratugum. 27. mars 2023 11:22 Lýsir hvernig hurðin „sprakk“ og snjór ruddist inn Íbúi á annarri hæð húss við Starmýri í Neskaupstað segir snjóflóðið sem féll úr Nesgili í morgun hafa náð inn í íbúðina og fjölskyldumeðlimir orðið fastir inni í herbergi. Fjölskyldumeðlimir hafi meiðst lítillega. 27. mars 2023 11:06 Sjötíu viðbragðsaðilar á leið með flugi austur: „Það er mjög mikil snjóflóðahætta á svæðinu“ Rýming stendur yfir vegna minnst þriggja snjóflóða sem féllu í Neskaupstað í Norðfirði í morgun og taka þær til 160 húsa. Eitt flóðanna féll á fjölbýlishús í bænum og eru tíu slasaðir, enginn alvarlega. Leitarhundar eru á leið austur með þyrlu Landhelgisgæslunnar auk sjötíu viðbragðsaðila sem fara með flugi á svæðið í dag. Mikil snjóflóðahætta er á svæðinu og neyðarstigi almannavarna lýst yfir. 27. mars 2023 12:21 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Fleiri fréttir Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Sjá meira
Fólki mjög brugðið og ýfir upp gömul sár Íbúum í Neskaupstað er mjög brugðið eftir snjóflóðin í morgun, að sögn íbúa í bænum. Fjöldi fólks hefur komið sér fyrir í fjöldahjálparstöð í Egilsbúð. Flóðin ýfa upp gömul sár eftir mannskæð snjóflóð fyrir fjórum áratugum. 27. mars 2023 11:22
Lýsir hvernig hurðin „sprakk“ og snjór ruddist inn Íbúi á annarri hæð húss við Starmýri í Neskaupstað segir snjóflóðið sem féll úr Nesgili í morgun hafa náð inn í íbúðina og fjölskyldumeðlimir orðið fastir inni í herbergi. Fjölskyldumeðlimir hafi meiðst lítillega. 27. mars 2023 11:06
Sjötíu viðbragðsaðilar á leið með flugi austur: „Það er mjög mikil snjóflóðahætta á svæðinu“ Rýming stendur yfir vegna minnst þriggja snjóflóða sem féllu í Neskaupstað í Norðfirði í morgun og taka þær til 160 húsa. Eitt flóðanna féll á fjölbýlishús í bænum og eru tíu slasaðir, enginn alvarlega. Leitarhundar eru á leið austur með þyrlu Landhelgisgæslunnar auk sjötíu viðbragðsaðila sem fara með flugi á svæðið í dag. Mikil snjóflóðahætta er á svæðinu og neyðarstigi almannavarna lýst yfir. 27. mars 2023 12:21