Vaktin: Snjóflóð féllu í Neskaupstað og unnið að rýmingu Tryggvi Páll Tryggvason og Atli Ísleifsson skrifa 27. mars 2023 10:03 Björgunarsveitarmenn að störfum í Starmýri í Neskaupstað í morgun. Björgunarsveitin Gerpir Að minnsta kosti þrjú snjóflóð féllu í Neskaupstað í Norðfirði í morgun og féll eitt þeirra á fjölbýlishús við Starmýri í bænum. Unnið er að rýmingu og búið er að lýsa yfir neyðarstigi almannavarna. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér neðst í fréttinni. Rétt eftir klukkan sex í morgun féll snjóflóð rétt utan við Neskaupstað, og rétt um sjö féll annað flóð. Seinna flóðið féll á nokkur hús. Þriðja flóðið féll svo úr Bakkagili. Ljóst er að eitt af flóðunum skall á nokkrum íbúðarhúsum við göturnar Starmýri og Hrafnsmýri, utarlega í bænum. Talið er að um tíu manns hafi slasast þegar rúður sprungu og snjór fór inn í húsin. Enginn er þó alvarlega slasaður. Grófar útlínur snjóflóðanna sem féllu í morgun miðað við upplýsingar sem liggja fyrir núna, skv. Veðurstofunni.Veðurstofan Umfangsmikil rýming hefur staðið yfir í dag, bæði í Neskaupsstað og á Seyðisfirði, þar sem um 160 hús hafa verið rýmd vegna snjóflóðahættu. Að auki hefur verið ákveðið að rýma á ákveðnu svæði á Eskifirði. Búið er að opna fjöldahjálparstöð í Egilsbúð í Neskaupsstað og Herðubreið á Seyðisfirði. Óvíst er á þessu stigi hversu lengi rýmingin varir. Neyðarstigi Almannavarna hefur verið lýst yfir í Neskaupstað. Nokkuð fjölmennt lið björgunarsveita og annarra viðbragðsaðila er á leið austur til að aðstoða og til að vera til taks ef á reynir. Ertu með myndir af vettvangi? Endilega sendu okkur á ritstjorn@visir.is. Fylgst verður með helstu vendingum í vaktinni hér að neðan. Smellið á F5 eða endurhlaðið síðuna ef vaktin birtist ekki hér að neðan.
Rétt eftir klukkan sex í morgun féll snjóflóð rétt utan við Neskaupstað, og rétt um sjö féll annað flóð. Seinna flóðið féll á nokkur hús. Þriðja flóðið féll svo úr Bakkagili. Ljóst er að eitt af flóðunum skall á nokkrum íbúðarhúsum við göturnar Starmýri og Hrafnsmýri, utarlega í bænum. Talið er að um tíu manns hafi slasast þegar rúður sprungu og snjór fór inn í húsin. Enginn er þó alvarlega slasaður. Grófar útlínur snjóflóðanna sem féllu í morgun miðað við upplýsingar sem liggja fyrir núna, skv. Veðurstofunni.Veðurstofan Umfangsmikil rýming hefur staðið yfir í dag, bæði í Neskaupsstað og á Seyðisfirði, þar sem um 160 hús hafa verið rýmd vegna snjóflóðahættu. Að auki hefur verið ákveðið að rýma á ákveðnu svæði á Eskifirði. Búið er að opna fjöldahjálparstöð í Egilsbúð í Neskaupsstað og Herðubreið á Seyðisfirði. Óvíst er á þessu stigi hversu lengi rýmingin varir. Neyðarstigi Almannavarna hefur verið lýst yfir í Neskaupstað. Nokkuð fjölmennt lið björgunarsveita og annarra viðbragðsaðila er á leið austur til að aðstoða og til að vera til taks ef á reynir. Ertu með myndir af vettvangi? Endilega sendu okkur á ritstjorn@visir.is. Fylgst verður með helstu vendingum í vaktinni hér að neðan. Smellið á F5 eða endurhlaðið síðuna ef vaktin birtist ekki hér að neðan.
Fjarðabyggð Veður Náttúruhamfarir Snjóflóð í Neskaupstað Snjóflóð á Íslandi Tengdar fréttir Fólki mjög brugðið og ýfir upp gömul sár Íbúum í Neskaupstað er mjög brugðið eftir snjóflóðin í morgun, að sögn íbúa í bænum. Fjöldi fólks hefur komið sér fyrir í fjöldahjálparstöð í Egilsbúð. Flóðin ýfa upp gömul sár eftir mannskæð snjóflóð fyrir fjórum áratugum. 27. mars 2023 11:22 Lýsir hvernig hurðin „sprakk“ og snjór ruddist inn Íbúi á annarri hæð húss við Starmýri í Neskaupstað segir snjóflóðið sem féll úr Nesgili í morgun hafa náð inn í íbúðina og fjölskyldumeðlimir orðið fastir inni í herbergi. Fjölskyldumeðlimir hafi meiðst lítillega. 27. mars 2023 11:06 Sjötíu viðbragðsaðilar á leið með flugi austur: „Það er mjög mikil snjóflóðahætta á svæðinu“ Rýming stendur yfir vegna minnst þriggja snjóflóða sem féllu í Neskaupstað í Norðfirði í morgun og taka þær til 160 húsa. Eitt flóðanna féll á fjölbýlishús í bænum og eru tíu slasaðir, enginn alvarlega. Leitarhundar eru á leið austur með þyrlu Landhelgisgæslunnar auk sjötíu viðbragðsaðila sem fara með flugi á svæðið í dag. Mikil snjóflóðahætta er á svæðinu og neyðarstigi almannavarna lýst yfir. 27. mars 2023 12:21 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
Fólki mjög brugðið og ýfir upp gömul sár Íbúum í Neskaupstað er mjög brugðið eftir snjóflóðin í morgun, að sögn íbúa í bænum. Fjöldi fólks hefur komið sér fyrir í fjöldahjálparstöð í Egilsbúð. Flóðin ýfa upp gömul sár eftir mannskæð snjóflóð fyrir fjórum áratugum. 27. mars 2023 11:22
Lýsir hvernig hurðin „sprakk“ og snjór ruddist inn Íbúi á annarri hæð húss við Starmýri í Neskaupstað segir snjóflóðið sem féll úr Nesgili í morgun hafa náð inn í íbúðina og fjölskyldumeðlimir orðið fastir inni í herbergi. Fjölskyldumeðlimir hafi meiðst lítillega. 27. mars 2023 11:06
Sjötíu viðbragðsaðilar á leið með flugi austur: „Það er mjög mikil snjóflóðahætta á svæðinu“ Rýming stendur yfir vegna minnst þriggja snjóflóða sem féllu í Neskaupstað í Norðfirði í morgun og taka þær til 160 húsa. Eitt flóðanna féll á fjölbýlishús í bænum og eru tíu slasaðir, enginn alvarlega. Leitarhundar eru á leið austur með þyrlu Landhelgisgæslunnar auk sjötíu viðbragðsaðila sem fara með flugi á svæðið í dag. Mikil snjóflóðahætta er á svæðinu og neyðarstigi almannavarna lýst yfir. 27. mars 2023 12:21