„Mikilvægt í svona leikjum að skora mark snemma“ Arnar Geir Halldórsson skrifar 26. mars 2023 18:45 Jón Dagur í baráttunni í dag. vísir/Getty Jón Dagur Þorsteinsson átti góðan leik fyrir íslenska landsliðið þegar liðið vann stórsigur á Liechtenstein í undankeppni EM í dag Leiknum lauk með 0-7 sigri Íslands og er um að ræða stærsta sigur Íslands í mótsleik. „Það er gott en auðvitað var þetta eitthvað sem við áttum að geta gert. Þetta var skyldusigur en við kláruðum samt vel og það er gott að geta lagt hinn leikinn til hliðar og farið með bros á vör úr þessu verkefni,“ sagði Jón Dagur um stórsigurinn. Aron Einar gerði þrennu fyrir íslenska liðið en hann var í leikbanni gegn Bosníu. Tvö marka Arons komu eftir hornspyrnu frá Jóni Degi. „Nei það voru kannski ekki margir sem bjuggust við því (að Aron myndi skora þrennu) en bara geggjað fyrir hann. Hann þakkaði mér fyrir stoðsendingarnar en það er bara gaman að sjá kallinn skora þrjú,“ sagði Jón Dagur. Hann segir mikilvægt að hafa náð inn marki snemma gegn liði sem spilar jafn varnarsinnaðan fótbolta og Liechtenstein. „Það er mjög mikilvægt í svona leikjum að ná marki snemma. Annars hefðu þeir getað byggt upp sjálfstraust. Þetta var gullfallegt mark í byrjun og gott að fá markið snemma.“ „Þetta voru auðvitað mikil vonbrigði í fyrsta leik. Menn voru búnir að bíða lengi eftir þeim leik og að fá svona skell var mjög erfitt. Það er gott að svara því svona,“ sagði Jón Dagur áður en hann var spurður að því hvort gagnrýnin eftir þann leik hafi haft áhrif á leikmenn liðsins. „Mér sýndist allavega ekki,“ sagði Jón Dagur, sposkur á svip. Klippa: Jón Dagur Þorsteinsson eftir sigurinn gegn Liechtenstein EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Einkunnir úr sigrinum gegn Liechtenstein: Margir góðir en Aron og Jón Dagur báru af Íslenska karlalandsliðið í fótbolta vann vægast sagt öruggan 7-0 sigur er liðið heimsótti Liechtenstein í Vaduz í undankeppni EM 2024 í dag. Eftir að hafa aðeins skorað tvö mörk í fyrri hálfleik opnuðust flóðgáttirnar í þeim síðari og margir leikmenn íslenska liðsins geta gengið sáttir frá borði. 26. mars 2023 18:10 Umfjöllun: Liechtenstein - Ísland 0-7 | Fyrirliðinn gerði þrennu í markasúpu Ísland svaraði fyrir tapið gegn Bosníu með 0-7 sigri gegn Liechtenstein. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, gerði þrennu. Davíð Kristján, Hákon Arnar og Mikael Egill skoruðu allir sitt fyrsta landsliðsmark. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 26. mars 2023 17:55 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Sjá meira
Leiknum lauk með 0-7 sigri Íslands og er um að ræða stærsta sigur Íslands í mótsleik. „Það er gott en auðvitað var þetta eitthvað sem við áttum að geta gert. Þetta var skyldusigur en við kláruðum samt vel og það er gott að geta lagt hinn leikinn til hliðar og farið með bros á vör úr þessu verkefni,“ sagði Jón Dagur um stórsigurinn. Aron Einar gerði þrennu fyrir íslenska liðið en hann var í leikbanni gegn Bosníu. Tvö marka Arons komu eftir hornspyrnu frá Jóni Degi. „Nei það voru kannski ekki margir sem bjuggust við því (að Aron myndi skora þrennu) en bara geggjað fyrir hann. Hann þakkaði mér fyrir stoðsendingarnar en það er bara gaman að sjá kallinn skora þrjú,“ sagði Jón Dagur. Hann segir mikilvægt að hafa náð inn marki snemma gegn liði sem spilar jafn varnarsinnaðan fótbolta og Liechtenstein. „Það er mjög mikilvægt í svona leikjum að ná marki snemma. Annars hefðu þeir getað byggt upp sjálfstraust. Þetta var gullfallegt mark í byrjun og gott að fá markið snemma.“ „Þetta voru auðvitað mikil vonbrigði í fyrsta leik. Menn voru búnir að bíða lengi eftir þeim leik og að fá svona skell var mjög erfitt. Það er gott að svara því svona,“ sagði Jón Dagur áður en hann var spurður að því hvort gagnrýnin eftir þann leik hafi haft áhrif á leikmenn liðsins. „Mér sýndist allavega ekki,“ sagði Jón Dagur, sposkur á svip. Klippa: Jón Dagur Þorsteinsson eftir sigurinn gegn Liechtenstein
EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Einkunnir úr sigrinum gegn Liechtenstein: Margir góðir en Aron og Jón Dagur báru af Íslenska karlalandsliðið í fótbolta vann vægast sagt öruggan 7-0 sigur er liðið heimsótti Liechtenstein í Vaduz í undankeppni EM 2024 í dag. Eftir að hafa aðeins skorað tvö mörk í fyrri hálfleik opnuðust flóðgáttirnar í þeim síðari og margir leikmenn íslenska liðsins geta gengið sáttir frá borði. 26. mars 2023 18:10 Umfjöllun: Liechtenstein - Ísland 0-7 | Fyrirliðinn gerði þrennu í markasúpu Ísland svaraði fyrir tapið gegn Bosníu með 0-7 sigri gegn Liechtenstein. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, gerði þrennu. Davíð Kristján, Hákon Arnar og Mikael Egill skoruðu allir sitt fyrsta landsliðsmark. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 26. mars 2023 17:55 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Sjá meira
Einkunnir úr sigrinum gegn Liechtenstein: Margir góðir en Aron og Jón Dagur báru af Íslenska karlalandsliðið í fótbolta vann vægast sagt öruggan 7-0 sigur er liðið heimsótti Liechtenstein í Vaduz í undankeppni EM 2024 í dag. Eftir að hafa aðeins skorað tvö mörk í fyrri hálfleik opnuðust flóðgáttirnar í þeim síðari og margir leikmenn íslenska liðsins geta gengið sáttir frá borði. 26. mars 2023 18:10
Umfjöllun: Liechtenstein - Ísland 0-7 | Fyrirliðinn gerði þrennu í markasúpu Ísland svaraði fyrir tapið gegn Bosníu með 0-7 sigri gegn Liechtenstein. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, gerði þrennu. Davíð Kristján, Hákon Arnar og Mikael Egill skoruðu allir sitt fyrsta landsliðsmark. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 26. mars 2023 17:55