Segir skilaboðin fölsuð og vísar ásökunum á bug Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 25. mars 2023 17:27 Þorsteinn er aðgerðarsinni og femínisti sem hefur verið mjög áberandi síðustu ár í jafnréttisbaráttunni. Hann byrjaði að flytja fyrirlestra um karlmennsku og jafnrétti meðfram meistaranáminu sínu í kynjafræði og það gerir hann enn. Þorsteinn heldur einnig úti hlaðvarpinu Karlmennskan. Vísir/Vilhelm Þorsteinn V. Einarsson, kynjafræðingur og umsjónarmaður Karlmennskunnar, vísar ásökunum, um að hann hafi setið um konu fyrir rúmum fimmtán árum síðan, á bug. Hann segir skilaboð, sem eiga að hafa verið send í hans nafni, fölsuð. Skilaboð fóru nýlega í dreifingu á samfélagsmiðlum sem áttu að sýna sögu lettneskrar konu sem sakaði Þorstein um að hafa setið um sig árin 2006 og 2007. Hún á að hafa unnið á Sólon, og sagði Þorstein hafa sýnt af sér „ofbeldisfulla hegðun eltihrellis.“ Vefsíðan fréttin.is fjallaði meðal annars um málið en í skilaboðum til konunnar á Þorsteinn að hafa skotið föstum skotum á ritstjóra miðilsins og kallað hana „klikkaðan batshit skít.“ Síðar fóru fleiri skilaboð í dreifingu, Facebook-skilaboð, sem áttu að sanna að Þorsteinn hafi sent á konuna: „Þú vilt alls ekki hafa mig sem óvin,“ og fleira í þeim dúr. Nafnlaus Twitter-aðgangur Þorsteinn segir skilaboðin fölsuð. „Samkvæmt nafnlausum aðgangi á Twitter, sem virðist búið að eyða núna, á ég að hafa eltihrellt lettneska stelpu sem á að hafa unnið á Sólon 2006/7. Frásögn sem var komið í dreifingu af sama Twitter aðgangi og dreift af fólki sem hefur ekki sýnt þolendum mikla samúð áður. Viku eftir að þessari frásögn var komið í dreifingu fór annað skjáskot af stað, sem átti að sýna skilaboð frá mér til þessarar stelpu þar sem ég á að hafa hótað henni fyrir að vera „segja frá”.“ Hann birtir mynd sem á að sýna mismuninn á raunverulega Facebook-aðgangi hans og þeim sem skilaboðin eiga að hafa verið send úr. Þorsteinn sýnir mismun á hans eigin aðgangi og þeim sem skilaboðin eiga að hafa verið send úr.Facebook Þorsteinn segir að fortíð hans sé engin feluleikur, hann hafi raunsanna innsýn og skilning á karlmennsku, og gert margt sem hann væri ekki stoltur af. Eltihrellir væri hann ekki. „Ég var forréttindafirrt karlremba og að velja að taka feminíska afstöðu þýddi að ég þyrfti að horfast í augu við alla mína fortíð, fordóma, misbresti, mistök, karlrembu og axla ábyrgð. Axla ábyrgð á fortíð og forréttindum til að vera ekki orðin tóm og það hef ég og vil gera af einlægni og auðmýkt. Hann segir að þeir sem hatist út í aktívista, bendi á ofbeldi og varpi ljósi á misrétti og forréttindi, þrái að þagga niður í honum. „Klikkaðasta tilraunin til að þagga niður í mér og gera mig ótrúverðugan er skjáskot, sem margir af mínum helstu „haters“ (þröngur hópur) hafa dreift óspart, af frásögn latneskrar stelpu sem ég á að hafa eltihrellt árið 2006/7. Nafnlaust skjáskot dreift af nafnlausum accounti, sem áður var búinn að drulla yfir þekktar íslenskar baráttukonur – en hefur nú verið lokað.“ Þorsteinn segir ólýsanlega sárt að til sé fólk sem falsi skilaboð í hans nafni.Facebook Jafnréttismál Ástin og lífið Tengdar fréttir „Hversu ömurlegt að ég hafi ekki getað hlustað á konuna mína og bara skilið hana?“ „Til að mætast sem par þarf meira átak en bara samtal. Það er til dæmis mín einlæga og sterka skoðun að allt fólk sem ætli sér að eignast börn saman þurfi að fá faglegan stuðning í samskiptum og nánd. Það ætti bara að vera skilyrði – ég í alvöru held það,“ segir Þorsteinn V. Einarsson í viðtali við Makamál. 25. mars 2021 06:01 „Í femínsku bataferli við karlrembu“ Þorsteinn V Einarsson er kynjafræðingur og skilgreinir sjálfan sig sem femínskan karl-aktívista með brennandi réttlætiskennd. 19. janúar 2021 10:30 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Skilaboð fóru nýlega í dreifingu á samfélagsmiðlum sem áttu að sýna sögu lettneskrar konu sem sakaði Þorstein um að hafa setið um sig árin 2006 og 2007. Hún á að hafa unnið á Sólon, og sagði Þorstein hafa sýnt af sér „ofbeldisfulla hegðun eltihrellis.“ Vefsíðan fréttin.is fjallaði meðal annars um málið en í skilaboðum til konunnar á Þorsteinn að hafa skotið föstum skotum á ritstjóra miðilsins og kallað hana „klikkaðan batshit skít.“ Síðar fóru fleiri skilaboð í dreifingu, Facebook-skilaboð, sem áttu að sanna að Þorsteinn hafi sent á konuna: „Þú vilt alls ekki hafa mig sem óvin,“ og fleira í þeim dúr. Nafnlaus Twitter-aðgangur Þorsteinn segir skilaboðin fölsuð. „Samkvæmt nafnlausum aðgangi á Twitter, sem virðist búið að eyða núna, á ég að hafa eltihrellt lettneska stelpu sem á að hafa unnið á Sólon 2006/7. Frásögn sem var komið í dreifingu af sama Twitter aðgangi og dreift af fólki sem hefur ekki sýnt þolendum mikla samúð áður. Viku eftir að þessari frásögn var komið í dreifingu fór annað skjáskot af stað, sem átti að sýna skilaboð frá mér til þessarar stelpu þar sem ég á að hafa hótað henni fyrir að vera „segja frá”.“ Hann birtir mynd sem á að sýna mismuninn á raunverulega Facebook-aðgangi hans og þeim sem skilaboðin eiga að hafa verið send úr. Þorsteinn sýnir mismun á hans eigin aðgangi og þeim sem skilaboðin eiga að hafa verið send úr.Facebook Þorsteinn segir að fortíð hans sé engin feluleikur, hann hafi raunsanna innsýn og skilning á karlmennsku, og gert margt sem hann væri ekki stoltur af. Eltihrellir væri hann ekki. „Ég var forréttindafirrt karlremba og að velja að taka feminíska afstöðu þýddi að ég þyrfti að horfast í augu við alla mína fortíð, fordóma, misbresti, mistök, karlrembu og axla ábyrgð. Axla ábyrgð á fortíð og forréttindum til að vera ekki orðin tóm og það hef ég og vil gera af einlægni og auðmýkt. Hann segir að þeir sem hatist út í aktívista, bendi á ofbeldi og varpi ljósi á misrétti og forréttindi, þrái að þagga niður í honum. „Klikkaðasta tilraunin til að þagga niður í mér og gera mig ótrúverðugan er skjáskot, sem margir af mínum helstu „haters“ (þröngur hópur) hafa dreift óspart, af frásögn latneskrar stelpu sem ég á að hafa eltihrellt árið 2006/7. Nafnlaust skjáskot dreift af nafnlausum accounti, sem áður var búinn að drulla yfir þekktar íslenskar baráttukonur – en hefur nú verið lokað.“ Þorsteinn segir ólýsanlega sárt að til sé fólk sem falsi skilaboð í hans nafni.Facebook
Jafnréttismál Ástin og lífið Tengdar fréttir „Hversu ömurlegt að ég hafi ekki getað hlustað á konuna mína og bara skilið hana?“ „Til að mætast sem par þarf meira átak en bara samtal. Það er til dæmis mín einlæga og sterka skoðun að allt fólk sem ætli sér að eignast börn saman þurfi að fá faglegan stuðning í samskiptum og nánd. Það ætti bara að vera skilyrði – ég í alvöru held það,“ segir Þorsteinn V. Einarsson í viðtali við Makamál. 25. mars 2021 06:01 „Í femínsku bataferli við karlrembu“ Þorsteinn V Einarsson er kynjafræðingur og skilgreinir sjálfan sig sem femínskan karl-aktívista með brennandi réttlætiskennd. 19. janúar 2021 10:30 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
„Hversu ömurlegt að ég hafi ekki getað hlustað á konuna mína og bara skilið hana?“ „Til að mætast sem par þarf meira átak en bara samtal. Það er til dæmis mín einlæga og sterka skoðun að allt fólk sem ætli sér að eignast börn saman þurfi að fá faglegan stuðning í samskiptum og nánd. Það ætti bara að vera skilyrði – ég í alvöru held það,“ segir Þorsteinn V. Einarsson í viðtali við Makamál. 25. mars 2021 06:01
„Í femínsku bataferli við karlrembu“ Þorsteinn V Einarsson er kynjafræðingur og skilgreinir sjálfan sig sem femínskan karl-aktívista með brennandi réttlætiskennd. 19. janúar 2021 10:30