Lygilegt myndband sýnir vegfarendur á harðahlaupum frá sprengingunni Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 25. mars 2023 00:34 Eins og sést á myndinni voru vegfarendur í mikilli fjarlægð þegar sprengingin varð. Einn gaskútanna þeyttist um hundrað metra frá byggingunni, í átt að vegfarendunum. Skjáskot Vegfarendur áttu fótum sínum fjör að launa þegar seinni sprengingin varð í nýbyggingu í Eskiási í Garðabænum á fimmta tímanum í dag. Engan sakaði þegar tveir gaskútar sprungu og þeyttust tugi metra frá byggingunni. Lygilegt atvik af vettvangi náðist á myndband. Myndbandið, tekið af Christiaani Braga, má sjá hér að neðan. Aríel Pétursson, sem sést hlaupa fyrir miðju á myndbandinu, býr í næsta húsi við Eskiás. Hann ætlaði að kanna hvort einhver væri slasaður, þar sem viðbragðsaðilar voru ekki mættir á vettvang. Slökkviliðið mætti fljótlega, og sneri Aríel þá við, en í sömu andrá sprakk kútur númer tvö eins og sést á myndbandinu. „Í rauninni er bara mikil mildi að enginn hafi orðið fyrir fljúgandi kútum. Eftir fyrstu sprenginguna skokkaði ég þarna niður eftir því mér sýndist kútastæðan ekki vera þar sem eldtungurnar voru, þá fór ég aðeins nær til þess að sjá hvort einhver væri slasaður á svæðinu,“ segir Aríel í samtali við fréttastofu. Eins og fyrr segir þeyttust gaskútarnir tugi metra. Annar hafnaði á bíl sem gjöreyðilagðist og sá síðari skaust líklega um hundrað metra. Eins og sést á myndbandinu eru Aríel, og aðrir vegfarendur, í töluverðri fjarlægð frá byggingunni. „Gaskúturinn lenti svona á að giska tveimur, þremur metrum frá mér þegar ég var að hlaupa í burtu og kíkti til baka til að stefna mín myndi ekki verða sú sama og kútsins. En fyrst að enginn slasaðist og skemmdir urðu ekki meiri en svo þá er þetta bara dagur eins og hver annar,“ segir Aríel að lokum. Gangandi vegfarendur áttu leið hjá þegar gaskúturinn þeyttist í um hundrað metra við sprenginguna.Vísir/Vilhelm Slökkvilið Garðabær Tengdar fréttir „Þvílík heppni að ekki hafi farið verr“ Engan sakaði þegar tvær sprengingar urðu í gaskútum í nýbyggingu í Garðabæ í dag. Töluverður eldur braust út í kjölfarið. Gaskútur stórskemmdi bíl í nágrenninu og annar þeyttist í um hundrað metra frá nýbyggingunni. Búið er að slökkva eldinn og slökkvilið leitar nú af sér allan grun með hitamyndavélum. 24. mars 2023 16:52 „Maður fær eiginlega bara svona í hjartað“ „Ég var nú bara að spila skák á Chess.com uppi í rúmi, svo sé ég svona í horninu á auganu svona eld-liti og þegar ég lít út sé ég eldtungurnar alveg uppi að krana og svo heyri ég sprenginguna. Og veggirnir og glerið – það hristist allt. Svo hringdi ég beint á neyðarlínuna eins og maður gerir,“ segir Yngvi Snær Bjarnason íbúi við Eskiás. 24. mars 2023 19:30 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Fleiri fréttir Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Sjá meira
Myndbandið, tekið af Christiaani Braga, má sjá hér að neðan. Aríel Pétursson, sem sést hlaupa fyrir miðju á myndbandinu, býr í næsta húsi við Eskiás. Hann ætlaði að kanna hvort einhver væri slasaður, þar sem viðbragðsaðilar voru ekki mættir á vettvang. Slökkviliðið mætti fljótlega, og sneri Aríel þá við, en í sömu andrá sprakk kútur númer tvö eins og sést á myndbandinu. „Í rauninni er bara mikil mildi að enginn hafi orðið fyrir fljúgandi kútum. Eftir fyrstu sprenginguna skokkaði ég þarna niður eftir því mér sýndist kútastæðan ekki vera þar sem eldtungurnar voru, þá fór ég aðeins nær til þess að sjá hvort einhver væri slasaður á svæðinu,“ segir Aríel í samtali við fréttastofu. Eins og fyrr segir þeyttust gaskútarnir tugi metra. Annar hafnaði á bíl sem gjöreyðilagðist og sá síðari skaust líklega um hundrað metra. Eins og sést á myndbandinu eru Aríel, og aðrir vegfarendur, í töluverðri fjarlægð frá byggingunni. „Gaskúturinn lenti svona á að giska tveimur, þremur metrum frá mér þegar ég var að hlaupa í burtu og kíkti til baka til að stefna mín myndi ekki verða sú sama og kútsins. En fyrst að enginn slasaðist og skemmdir urðu ekki meiri en svo þá er þetta bara dagur eins og hver annar,“ segir Aríel að lokum. Gangandi vegfarendur áttu leið hjá þegar gaskúturinn þeyttist í um hundrað metra við sprenginguna.Vísir/Vilhelm
Slökkvilið Garðabær Tengdar fréttir „Þvílík heppni að ekki hafi farið verr“ Engan sakaði þegar tvær sprengingar urðu í gaskútum í nýbyggingu í Garðabæ í dag. Töluverður eldur braust út í kjölfarið. Gaskútur stórskemmdi bíl í nágrenninu og annar þeyttist í um hundrað metra frá nýbyggingunni. Búið er að slökkva eldinn og slökkvilið leitar nú af sér allan grun með hitamyndavélum. 24. mars 2023 16:52 „Maður fær eiginlega bara svona í hjartað“ „Ég var nú bara að spila skák á Chess.com uppi í rúmi, svo sé ég svona í horninu á auganu svona eld-liti og þegar ég lít út sé ég eldtungurnar alveg uppi að krana og svo heyri ég sprenginguna. Og veggirnir og glerið – það hristist allt. Svo hringdi ég beint á neyðarlínuna eins og maður gerir,“ segir Yngvi Snær Bjarnason íbúi við Eskiás. 24. mars 2023 19:30 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Fleiri fréttir Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Sjá meira
„Þvílík heppni að ekki hafi farið verr“ Engan sakaði þegar tvær sprengingar urðu í gaskútum í nýbyggingu í Garðabæ í dag. Töluverður eldur braust út í kjölfarið. Gaskútur stórskemmdi bíl í nágrenninu og annar þeyttist í um hundrað metra frá nýbyggingunni. Búið er að slökkva eldinn og slökkvilið leitar nú af sér allan grun með hitamyndavélum. 24. mars 2023 16:52
„Maður fær eiginlega bara svona í hjartað“ „Ég var nú bara að spila skák á Chess.com uppi í rúmi, svo sé ég svona í horninu á auganu svona eld-liti og þegar ég lít út sé ég eldtungurnar alveg uppi að krana og svo heyri ég sprenginguna. Og veggirnir og glerið – það hristist allt. Svo hringdi ég beint á neyðarlínuna eins og maður gerir,“ segir Yngvi Snær Bjarnason íbúi við Eskiás. 24. mars 2023 19:30