„Maður fær eiginlega bara svona í hjartað“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 24. mars 2023 19:30 Yngvi Snær Bjarnason var að tefla heima hjá sér þegar hann heyrði sprengingu. Stöð 2 „Ég var nú bara að spila skák á Chess.com uppi í rúmi, svo sé ég svona í horninu á auganu svona eld-liti og þegar ég lít út sé ég eldtungurnar alveg uppi að krana og svo heyri ég sprenginguna. Og veggirnir og glerið – það hristist allt. Svo hringdi ég beint á neyðarlínuna eins og maður gerir,“ segir Yngvi Snær Bjarnason íbúi við Eskiás. Tvær öflugar sprengingar urðu í gaskútum í nýbyggingu á fimmta tímanum í dag. Nokkur eldur braust út og allt tiltækt slökkvilið var kallað út. Annar gaskútanna þeyttist á bifreið og stórskemmdi hana mjög. Hinn skaust tugi metra og mjóu mátti muna að kúturinn hafi hæft gangandi vegfaranda. Slökkvistarfi er nú lokið á vettvangi. „Fimm mínútum seinna þá kemur hin sprengingin sem mér var eiginlega verri finnst mér. Þremur eða fjórum mínútum eftir að ég hringdi þá kom slökkviliðið, allt tiltekið lið, á staðinn. Maður fær eiginlega bara svona í hjartað, yfir því hvort einhver hafi verið uppi á plötunni, hvort einhver hafi verið að vinna við þetta – að bræða pappann. En sjónarvottar hafa sagt að ekkert hafi komið fyrir, það voru allir komnir niður,“ segir Yngvi Snær. Mikil mildi var að engan sakaði, að sögn Guðmundar Guðjónssonar varðstjóra slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. „Seinni partinn í dag fáum við tilkynningu frá vegfarendum í 112 þar sem tilkynnt er um eld á þaki í nýbyggingu og við sáum strax á leiðinni að svartan reyk stíga upp. Þegar við erum um það bil hálfnaðir hingað þá fáum við tilkynningu um að það hafi orðið sprenging. Og svo þegar við erum rétt að lenda á vettvangi þá verður önnur sprenging og gaskúturinn fer í raun og veru fram hjá slökkvibílnum og munaði minnstu að hann hefði lent á fólki. Þannig að það skapaðist gríðarleg hætta hérna þegar þessir gaskútar sprungu.“ Guðmundur Guðjónsson varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins segir að mjóu hafi mátt muna.Vísir/Vilhelm Guðmundur segir að fleiri gaskútar hafi verið á þakinu. Slökkviliðið hafi því strax hafist handa við að fara upp á þak og kæla kútana sem þar voru. „Slökkvistarfi er lokið, það var í raun og veru ekki mikill eldur í byggingunni heldur logaði bara í þakpappa. Það gekk vel að ráða niðurlögum eldsins. Við erum bara búnir að vera núna síðasta einn og hálfan tímann að slökkva í glóð sem reynist í einangrun. En slökkvistarfi er að mestu leyti lokið,“ segir Guðmundur Slökkvilið Garðabær Tengdar fréttir „Þvílík heppni að ekki hafi farið verr“ Engan sakaði þegar tvær sprengingar urðu í gaskútum í nýbyggingu í Garðabæ í dag. Töluverður eldur braust út í kjölfarið. Gaskútur stórskemmdi bíl í nágrenninu og annar þeyttist í um hundrað metra frá nýbyggingunni. Búið er að slökkva eldinn og slökkvilið leitar nú að sér allan grun með hitamyndavélum. 24. mars 2023 16:52 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira
Tvær öflugar sprengingar urðu í gaskútum í nýbyggingu á fimmta tímanum í dag. Nokkur eldur braust út og allt tiltækt slökkvilið var kallað út. Annar gaskútanna þeyttist á bifreið og stórskemmdi hana mjög. Hinn skaust tugi metra og mjóu mátti muna að kúturinn hafi hæft gangandi vegfaranda. Slökkvistarfi er nú lokið á vettvangi. „Fimm mínútum seinna þá kemur hin sprengingin sem mér var eiginlega verri finnst mér. Þremur eða fjórum mínútum eftir að ég hringdi þá kom slökkviliðið, allt tiltekið lið, á staðinn. Maður fær eiginlega bara svona í hjartað, yfir því hvort einhver hafi verið uppi á plötunni, hvort einhver hafi verið að vinna við þetta – að bræða pappann. En sjónarvottar hafa sagt að ekkert hafi komið fyrir, það voru allir komnir niður,“ segir Yngvi Snær. Mikil mildi var að engan sakaði, að sögn Guðmundar Guðjónssonar varðstjóra slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. „Seinni partinn í dag fáum við tilkynningu frá vegfarendum í 112 þar sem tilkynnt er um eld á þaki í nýbyggingu og við sáum strax á leiðinni að svartan reyk stíga upp. Þegar við erum um það bil hálfnaðir hingað þá fáum við tilkynningu um að það hafi orðið sprenging. Og svo þegar við erum rétt að lenda á vettvangi þá verður önnur sprenging og gaskúturinn fer í raun og veru fram hjá slökkvibílnum og munaði minnstu að hann hefði lent á fólki. Þannig að það skapaðist gríðarleg hætta hérna þegar þessir gaskútar sprungu.“ Guðmundur Guðjónsson varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins segir að mjóu hafi mátt muna.Vísir/Vilhelm Guðmundur segir að fleiri gaskútar hafi verið á þakinu. Slökkviliðið hafi því strax hafist handa við að fara upp á þak og kæla kútana sem þar voru. „Slökkvistarfi er lokið, það var í raun og veru ekki mikill eldur í byggingunni heldur logaði bara í þakpappa. Það gekk vel að ráða niðurlögum eldsins. Við erum bara búnir að vera núna síðasta einn og hálfan tímann að slökkva í glóð sem reynist í einangrun. En slökkvistarfi er að mestu leyti lokið,“ segir Guðmundur
Slökkvilið Garðabær Tengdar fréttir „Þvílík heppni að ekki hafi farið verr“ Engan sakaði þegar tvær sprengingar urðu í gaskútum í nýbyggingu í Garðabæ í dag. Töluverður eldur braust út í kjölfarið. Gaskútur stórskemmdi bíl í nágrenninu og annar þeyttist í um hundrað metra frá nýbyggingunni. Búið er að slökkva eldinn og slökkvilið leitar nú að sér allan grun með hitamyndavélum. 24. mars 2023 16:52 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira
„Þvílík heppni að ekki hafi farið verr“ Engan sakaði þegar tvær sprengingar urðu í gaskútum í nýbyggingu í Garðabæ í dag. Töluverður eldur braust út í kjölfarið. Gaskútur stórskemmdi bíl í nágrenninu og annar þeyttist í um hundrað metra frá nýbyggingunni. Búið er að slökkva eldinn og slökkvilið leitar nú að sér allan grun með hitamyndavélum. 24. mars 2023 16:52