Gengst við að hafa ekki lýst starfsferli sínum rétt Bjarki Sigurðsson skrifar 24. mars 2023 09:15 Edda Falak hefur miðlað því til ritstjórnar Heimildarinnar að hún hafi í viðtölum fyrir tveimur árum ekki lýst með réttum hætti stöðu sinni gagnvart tilteknum fyrirtækjum á sviði fjármála þegar hún bjó í Danmörku. Vísir/Vilhelm Edda Falak, blaðamaður hjá Heimildinni, hefur gengist við því að hafa ekki lýst stöðu sinni hjá ákveðnum fyrirtækjum á sviði fjármála í Danmörku rétt. Biðst hún velvirðingar á þessu en Heimildin segir að starfsferill hennar hafi ekki haft nokkur áhrif á hlutverk hennar innan fjölmiðilsins. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Heimildin sendi fjölmiðlum í dag. Yfirlýsingin kemur í kjölfar opins bréfs sem Frosti Logason fjölmiðlamaður birti hér á Vísi um að hann hafi sannanir um að Edda Falak hafi logið til um starfsferil sinn í viðtölum hjá fjölmiðlum. „Edda hefur miðlað því til ritstjórnar að hún hafi í viðtölum fyrir tveimur árum ekki lýst með réttum hætti stöðu sinni gagnvart tilteknum fyrirtækjum á sviði fjármála þegar hún bjó í Danmörku og stundaði nám við Copenhagen Business School árin áður. Hún biðst velvirðingar á missögninni,“ segir í yfirlýsingunni. Starfsferill og námsferill Eddu hafi ekki verið ráðandi þáttur í ákvörðun Heimildarinnar um samstarf við hana heldur hafi það verið auðsýndur ferill hennar þegar kemur að því að veita þolendum ofbeldis rödd og rými til að deila reynslu sinni. „Frá því að hún hóf störf á ritstjórn Heimildarinnar hefur verið fylgt ritstjórnarstefnu og starfsreglum Heimildarinnar. Ritstjórn Heimildarinnar tryggir og ber ábyrgð á að starfsfólk ritstjórnar fylgi reglum um vinnubrögð blaðamennsku við störf sín. Hvergi hefur borið skugga þar á,“ segir í yfirlýsingunni. Tekið er fram að lögfræðingur á vegum Frosta hafi að undanförnu verið í samskiptum við Heimildina og lagt fram kröfur í tengslum við frásögn fyrrverandi sambýliskonu Frosta, Eddu Pétursdóttur, í þætti Eddu Falak. Þar lýsti hún skriflegum hótunum hans í hennar garð. „Í svari við umfjöllununum um margvíslegar yfirlýsingar Frosta um Eddu skal tekið fram að á undanförnum mánuðum hefur hún mátt þola ítrekaðar tilraunir til þöggunar, þar sem hún hefur meðal annars verið dregin fyrir dómstóla vegna starfa sinna. Allt hefur þetta lagst þungt á hana,“ segir í yfirlýsingunni. Annar þáttur Eddu Falak hjá Heimildinni í samnefndum þætti hennar er væntanlegur í næstu viku en hann er að fullu leyti frágenginn. Hér fyrir neðan má lesa yfirlýsinguna í heild sinni. Vegna starfa og dagskrárgerðar Eddu Falak fyrir Heimildina er rétt að taka fram að bakgrunnur í fjármálum, hvorki nám, námsgráða né möguleg störf, hafði ekki nokkur áhrif á hlutverk hennar eða ákvarðanir því tengdar af hálfu ritstjórnar Heimildarinnar. Frá því að hún hóf störf á ritstjórn Heimildarinnar hefur verið fylgt ritstjórnarstefnu og starfsreglum Heimildarinnar. Ritstjórn Heimildarinnar tryggir og ber ábyrgð á að starfsfólk ritstjórnar fylgi reglum um vinnubrögð blaðamennsku við störf sín. Hvergi hefur borið skugga þar á. Edda hefur miðlað því til ritstjórnar að hún hafi í viðtölum fyrir tveimur árum ekki lýst með réttum hætti stöðu sinni gagnvart tilteknum fyrirtækjum á sviði fjármála þegar hún bjó í Danmörku og stundaði nám við Copenhagen Business School árin áður. Hún biðst velvirðingar á missögninni. Ráðandi þáttur í ákvörðun forsvarsfólks Heimildarinnar um samstarf í síðasta mánuði var hins vegar auðsýndur ferill Eddu sem viðkemur því að veita þolendum rödd og rými til að deila reynslu sinni, í málum sem hafa samfélagslegt mikilvægi og sýna gjarnan fram á bresti í kerfum sem verja ættu viðkomandi. Í störfum með Heimildinni er unnið eftir verklagi sem felur meðal annars í sér að afla gagna og viðbragða, í því skyni að geta miðlað víðtækum áhrifum ofbeldis á fólk sem á sér gjarnan engan málsvara. Vegna umfjallana hlaðvarpstjórnandans Frosta Logasonar um Eddu og opins bréfs hans til Heimildarinnar, sem hefur verið til umfjöllunar í fréttamiðlum, er rétt að taka fram að lögfræðingur á vegum Frosta hefur undanfarið verið í samskiptum við Heimildina og lagt fram kröfur í tengslum við frásögn fyrrverandi sambýliskonu hans af skriflegum hótunum hans í hennar garð, en frásögn hennar, studd gögnum, kom fram í viðtali við Eddu Falak í fyrra. Í svari við umfjöllununum um margvíslegar yfirlýsingar Frosta um Eddu skal tekið fram að á undanförnum mánuðum hefur hún mátt þola ítrekaðar tilraunir til þöggunar, þar sem hún hefur meðal annars verið dregin fyrir dómstóla vegna starfa sinna. Allt hefur þetta lagst þungt á hana. Annar þáttur Eddu hjá Heimildinni, sem er að fullu leyti frágenginn, er væntanlegur í komandi viku. Fyrir hönd Heimildarinnar, Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Þórður Snær Júlíusson ritstjórar, Jón Trausti Reynisson framkvæmdastjóri og Edda Falak blaðamaður. Fjölmiðlar Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Innlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Fleiri fréttir Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Bein útsending frá setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Heimildin sendi fjölmiðlum í dag. Yfirlýsingin kemur í kjölfar opins bréfs sem Frosti Logason fjölmiðlamaður birti hér á Vísi um að hann hafi sannanir um að Edda Falak hafi logið til um starfsferil sinn í viðtölum hjá fjölmiðlum. „Edda hefur miðlað því til ritstjórnar að hún hafi í viðtölum fyrir tveimur árum ekki lýst með réttum hætti stöðu sinni gagnvart tilteknum fyrirtækjum á sviði fjármála þegar hún bjó í Danmörku og stundaði nám við Copenhagen Business School árin áður. Hún biðst velvirðingar á missögninni,“ segir í yfirlýsingunni. Starfsferill og námsferill Eddu hafi ekki verið ráðandi þáttur í ákvörðun Heimildarinnar um samstarf við hana heldur hafi það verið auðsýndur ferill hennar þegar kemur að því að veita þolendum ofbeldis rödd og rými til að deila reynslu sinni. „Frá því að hún hóf störf á ritstjórn Heimildarinnar hefur verið fylgt ritstjórnarstefnu og starfsreglum Heimildarinnar. Ritstjórn Heimildarinnar tryggir og ber ábyrgð á að starfsfólk ritstjórnar fylgi reglum um vinnubrögð blaðamennsku við störf sín. Hvergi hefur borið skugga þar á,“ segir í yfirlýsingunni. Tekið er fram að lögfræðingur á vegum Frosta hafi að undanförnu verið í samskiptum við Heimildina og lagt fram kröfur í tengslum við frásögn fyrrverandi sambýliskonu Frosta, Eddu Pétursdóttur, í þætti Eddu Falak. Þar lýsti hún skriflegum hótunum hans í hennar garð. „Í svari við umfjöllununum um margvíslegar yfirlýsingar Frosta um Eddu skal tekið fram að á undanförnum mánuðum hefur hún mátt þola ítrekaðar tilraunir til þöggunar, þar sem hún hefur meðal annars verið dregin fyrir dómstóla vegna starfa sinna. Allt hefur þetta lagst þungt á hana,“ segir í yfirlýsingunni. Annar þáttur Eddu Falak hjá Heimildinni í samnefndum þætti hennar er væntanlegur í næstu viku en hann er að fullu leyti frágenginn. Hér fyrir neðan má lesa yfirlýsinguna í heild sinni. Vegna starfa og dagskrárgerðar Eddu Falak fyrir Heimildina er rétt að taka fram að bakgrunnur í fjármálum, hvorki nám, námsgráða né möguleg störf, hafði ekki nokkur áhrif á hlutverk hennar eða ákvarðanir því tengdar af hálfu ritstjórnar Heimildarinnar. Frá því að hún hóf störf á ritstjórn Heimildarinnar hefur verið fylgt ritstjórnarstefnu og starfsreglum Heimildarinnar. Ritstjórn Heimildarinnar tryggir og ber ábyrgð á að starfsfólk ritstjórnar fylgi reglum um vinnubrögð blaðamennsku við störf sín. Hvergi hefur borið skugga þar á. Edda hefur miðlað því til ritstjórnar að hún hafi í viðtölum fyrir tveimur árum ekki lýst með réttum hætti stöðu sinni gagnvart tilteknum fyrirtækjum á sviði fjármála þegar hún bjó í Danmörku og stundaði nám við Copenhagen Business School árin áður. Hún biðst velvirðingar á missögninni. Ráðandi þáttur í ákvörðun forsvarsfólks Heimildarinnar um samstarf í síðasta mánuði var hins vegar auðsýndur ferill Eddu sem viðkemur því að veita þolendum rödd og rými til að deila reynslu sinni, í málum sem hafa samfélagslegt mikilvægi og sýna gjarnan fram á bresti í kerfum sem verja ættu viðkomandi. Í störfum með Heimildinni er unnið eftir verklagi sem felur meðal annars í sér að afla gagna og viðbragða, í því skyni að geta miðlað víðtækum áhrifum ofbeldis á fólk sem á sér gjarnan engan málsvara. Vegna umfjallana hlaðvarpstjórnandans Frosta Logasonar um Eddu og opins bréfs hans til Heimildarinnar, sem hefur verið til umfjöllunar í fréttamiðlum, er rétt að taka fram að lögfræðingur á vegum Frosta hefur undanfarið verið í samskiptum við Heimildina og lagt fram kröfur í tengslum við frásögn fyrrverandi sambýliskonu hans af skriflegum hótunum hans í hennar garð, en frásögn hennar, studd gögnum, kom fram í viðtali við Eddu Falak í fyrra. Í svari við umfjöllununum um margvíslegar yfirlýsingar Frosta um Eddu skal tekið fram að á undanförnum mánuðum hefur hún mátt þola ítrekaðar tilraunir til þöggunar, þar sem hún hefur meðal annars verið dregin fyrir dómstóla vegna starfa sinna. Allt hefur þetta lagst þungt á hana. Annar þáttur Eddu hjá Heimildinni, sem er að fullu leyti frágenginn, er væntanlegur í komandi viku. Fyrir hönd Heimildarinnar, Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Þórður Snær Júlíusson ritstjórar, Jón Trausti Reynisson framkvæmdastjóri og Edda Falak blaðamaður.
Vegna starfa og dagskrárgerðar Eddu Falak fyrir Heimildina er rétt að taka fram að bakgrunnur í fjármálum, hvorki nám, námsgráða né möguleg störf, hafði ekki nokkur áhrif á hlutverk hennar eða ákvarðanir því tengdar af hálfu ritstjórnar Heimildarinnar. Frá því að hún hóf störf á ritstjórn Heimildarinnar hefur verið fylgt ritstjórnarstefnu og starfsreglum Heimildarinnar. Ritstjórn Heimildarinnar tryggir og ber ábyrgð á að starfsfólk ritstjórnar fylgi reglum um vinnubrögð blaðamennsku við störf sín. Hvergi hefur borið skugga þar á. Edda hefur miðlað því til ritstjórnar að hún hafi í viðtölum fyrir tveimur árum ekki lýst með réttum hætti stöðu sinni gagnvart tilteknum fyrirtækjum á sviði fjármála þegar hún bjó í Danmörku og stundaði nám við Copenhagen Business School árin áður. Hún biðst velvirðingar á missögninni. Ráðandi þáttur í ákvörðun forsvarsfólks Heimildarinnar um samstarf í síðasta mánuði var hins vegar auðsýndur ferill Eddu sem viðkemur því að veita þolendum rödd og rými til að deila reynslu sinni, í málum sem hafa samfélagslegt mikilvægi og sýna gjarnan fram á bresti í kerfum sem verja ættu viðkomandi. Í störfum með Heimildinni er unnið eftir verklagi sem felur meðal annars í sér að afla gagna og viðbragða, í því skyni að geta miðlað víðtækum áhrifum ofbeldis á fólk sem á sér gjarnan engan málsvara. Vegna umfjallana hlaðvarpstjórnandans Frosta Logasonar um Eddu og opins bréfs hans til Heimildarinnar, sem hefur verið til umfjöllunar í fréttamiðlum, er rétt að taka fram að lögfræðingur á vegum Frosta hefur undanfarið verið í samskiptum við Heimildina og lagt fram kröfur í tengslum við frásögn fyrrverandi sambýliskonu hans af skriflegum hótunum hans í hennar garð, en frásögn hennar, studd gögnum, kom fram í viðtali við Eddu Falak í fyrra. Í svari við umfjöllununum um margvíslegar yfirlýsingar Frosta um Eddu skal tekið fram að á undanförnum mánuðum hefur hún mátt þola ítrekaðar tilraunir til þöggunar, þar sem hún hefur meðal annars verið dregin fyrir dómstóla vegna starfa sinna. Allt hefur þetta lagst þungt á hana. Annar þáttur Eddu hjá Heimildinni, sem er að fullu leyti frágenginn, er væntanlegur í komandi viku. Fyrir hönd Heimildarinnar, Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Þórður Snær Júlíusson ritstjórar, Jón Trausti Reynisson framkvæmdastjóri og Edda Falak blaðamaður.
Fjölmiðlar Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Innlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Fleiri fréttir Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Bein útsending frá setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Sjá meira