Óboðlegt lánasjóðskerfi bjóði upp á hagnaðardrifnar ákvarðanir Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 23. mars 2023 20:00 Yfirlögfræðingur umboðsmans skuldara kallar eftir lagabreytingu. arnar halldórsson Yfirlögfræðingur hjá umboðsmanni skuldara segir ótækt að einkaaðilar stundi innheimtu fyrir lánasjóð námsmanna enda hafi þeir hag af því að fá greiddan innheimtukostnað. Hún vill að innheimtan sé á vegum ríkisins en ekki lögmanna út í bæ og segir það stór mistök að ábyrgðarmannakerfið hafi ekki verið lagt af í heild sinni. Í gær sögðum við frá 82 ára konu sem þurfti að selja húsið sitt til að greiða upp gamalt námslán sonar síns sem hún gekk í ábyrgð fyrir á tíunda áratugnum svo hann kæmist í nám. Sýslumaður hyggst nú framkvæma fjárnám hjá henni vegna útistandandi kröfu en á þeim tíma var það skilyrði að lántakendur hefðu ábyrgðarmann á bak við sig. Þeim reglum hefur nú verið breytt og er lántakandi í dag einn ábyrgðarmaður skuldar sinnar, reglunum var þó ekki breytt afturvirkt í tilviki þeirra lántakenda sem voru í vanskilum og er því hópur fólks þarna úti sem varð eftir. „Fyrir einu og hálfu áru síðan þá notar stjúpfaðir minn jarðarfararsjóðinn sinn til að borga upp skuldabréf. Nú er komin enn ein krafan á móður mína sem stendur ein eftir með eitt skuldabréf. Það er komin beiðni um fjárnám, það er komin beiðni um gjaldþrotaskipti á 82 ára gamla konu sem hefur verið tvisvar veik af krabbameini. Ég veit ekki hvað þeir ætla sér að gera. Taka prjónana hennar og fjölskyldumyndirnar?“ spurði Páll Melsted Ríkharðsson í kvöldfréttum í gær. Miklar afleiðingar Yfirlögfræðingur hjá embætti umboðsmanns skuldara segir það hafa verið mistök að leggja ábyrgðarmannakerfið ekki af í heild sinni. „Því við sjáum núna afleiðingarnar af þessum málum þar sem við erum með ábyrgðarmenn, stundum í þeirri stöðu að geta ekki staðið undir þessum skuldbindingum og það eru engar lausnir í boði,“ segir Lovísa Ósk Þrastardóttir, yfirlögfræðingur hjá umboðsmanni skuldara. Árangurslaust fjárnám hjá 105 manns Í nýlegu svari háskólaráðherra við fyrirspurn þingmanns Vinstri grænna kemur fram að heildarupphæð þeirra ábyrgða sem enn hvíla á lánasjóðnum, eftir niðurfellingu þeirra, nemi um fjórum milljörðum króna. Sjóðurinn hefur fengið rúmar 16 milljónir frá ábyrgðarmönnum vegna gjaldfallinna lána á árinu 2021 og sama ár var gert árangurslaust fjárnám hjá 105 ábyrgðarmönnum. Lovísa segir þessar tölur sýna að innheimtan þjóni ekki árangri. „Það er eins og þú segir, þarf innheimtan að vera með þessum hætti ef ljóst er að um ógjaldfæra einstaklinga er að ræða og innheimtan þjónar ekki árangri?“ Skoða þurfi innheimtuhætti lánasjóðsins Hún segist mjög gagnrýnin á innheimtukerfi lánasjóðsins sem virðist ganga harkalega að ábyrgðarmönnum. „Í dag er innheimtunni hjá Menntasjóðnum úthýst til einkaaðila, lögmanna á stofum sem vissulega hafa hag af því að innheimta því þá fá þær innheimtukostnaðinn greiddan.“ Óeðlilegt sé að einkaaðilar stundi innheimtuna enda geti ákvarðanir þeirra verið drifnar áfram af hagnaðarsjónarmiðum. Eðlilegra væri að innheimtan væri á vegum ríkisins og segir Lovísa að alvarlega þurfi að skoða innheimtuhætti lánasjóðsins. Kallar eftir lagabreytingu Starfsmenn umboðsmanns skuldara hafa reglulega viðrað áhyggjur af þessari stöðu bæði við háskólaráðherra, félagsmálaráðherra og framkvæmdastjóra lánasjóðsins en Lovísa segist vona að raddir þeirra fái að heyrast í starfshópi sem endurskoðar nú lög um menntasjóð námsmanna. „Það sem við sjáum alveg klárlega er að það þarf að breyta löggjöfinni á þann hátt að veita heimildir til niðurfellingar gagnvart lánþegum og ábyrgðarmönnum sem hafa bara einfaldlega ekki tök á að greiða af skuldbindingum.“ Námslán Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Þurfti að selja húsið til að greiða upp gamalt námslán sonar síns Sýslumaður hyggst framkvæma fjárnám hjá 82 ára gamalli konu vegna námslána sem hún gekk í ábyrgð fyrir á tíunda áratugnum hjá syni sínum. Annar sonur konunnar segir skítt að þegar ábyrgðarmannakerfið var afnumið hafi það ekki náð til ábyrgða á lánum í vanskilum. Konan segir málið eyðileggja fyrir henni efri árin. 22. mars 2023 19:12 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Í gær sögðum við frá 82 ára konu sem þurfti að selja húsið sitt til að greiða upp gamalt námslán sonar síns sem hún gekk í ábyrgð fyrir á tíunda áratugnum svo hann kæmist í nám. Sýslumaður hyggst nú framkvæma fjárnám hjá henni vegna útistandandi kröfu en á þeim tíma var það skilyrði að lántakendur hefðu ábyrgðarmann á bak við sig. Þeim reglum hefur nú verið breytt og er lántakandi í dag einn ábyrgðarmaður skuldar sinnar, reglunum var þó ekki breytt afturvirkt í tilviki þeirra lántakenda sem voru í vanskilum og er því hópur fólks þarna úti sem varð eftir. „Fyrir einu og hálfu áru síðan þá notar stjúpfaðir minn jarðarfararsjóðinn sinn til að borga upp skuldabréf. Nú er komin enn ein krafan á móður mína sem stendur ein eftir með eitt skuldabréf. Það er komin beiðni um fjárnám, það er komin beiðni um gjaldþrotaskipti á 82 ára gamla konu sem hefur verið tvisvar veik af krabbameini. Ég veit ekki hvað þeir ætla sér að gera. Taka prjónana hennar og fjölskyldumyndirnar?“ spurði Páll Melsted Ríkharðsson í kvöldfréttum í gær. Miklar afleiðingar Yfirlögfræðingur hjá embætti umboðsmanns skuldara segir það hafa verið mistök að leggja ábyrgðarmannakerfið ekki af í heild sinni. „Því við sjáum núna afleiðingarnar af þessum málum þar sem við erum með ábyrgðarmenn, stundum í þeirri stöðu að geta ekki staðið undir þessum skuldbindingum og það eru engar lausnir í boði,“ segir Lovísa Ósk Þrastardóttir, yfirlögfræðingur hjá umboðsmanni skuldara. Árangurslaust fjárnám hjá 105 manns Í nýlegu svari háskólaráðherra við fyrirspurn þingmanns Vinstri grænna kemur fram að heildarupphæð þeirra ábyrgða sem enn hvíla á lánasjóðnum, eftir niðurfellingu þeirra, nemi um fjórum milljörðum króna. Sjóðurinn hefur fengið rúmar 16 milljónir frá ábyrgðarmönnum vegna gjaldfallinna lána á árinu 2021 og sama ár var gert árangurslaust fjárnám hjá 105 ábyrgðarmönnum. Lovísa segir þessar tölur sýna að innheimtan þjóni ekki árangri. „Það er eins og þú segir, þarf innheimtan að vera með þessum hætti ef ljóst er að um ógjaldfæra einstaklinga er að ræða og innheimtan þjónar ekki árangri?“ Skoða þurfi innheimtuhætti lánasjóðsins Hún segist mjög gagnrýnin á innheimtukerfi lánasjóðsins sem virðist ganga harkalega að ábyrgðarmönnum. „Í dag er innheimtunni hjá Menntasjóðnum úthýst til einkaaðila, lögmanna á stofum sem vissulega hafa hag af því að innheimta því þá fá þær innheimtukostnaðinn greiddan.“ Óeðlilegt sé að einkaaðilar stundi innheimtuna enda geti ákvarðanir þeirra verið drifnar áfram af hagnaðarsjónarmiðum. Eðlilegra væri að innheimtan væri á vegum ríkisins og segir Lovísa að alvarlega þurfi að skoða innheimtuhætti lánasjóðsins. Kallar eftir lagabreytingu Starfsmenn umboðsmanns skuldara hafa reglulega viðrað áhyggjur af þessari stöðu bæði við háskólaráðherra, félagsmálaráðherra og framkvæmdastjóra lánasjóðsins en Lovísa segist vona að raddir þeirra fái að heyrast í starfshópi sem endurskoðar nú lög um menntasjóð námsmanna. „Það sem við sjáum alveg klárlega er að það þarf að breyta löggjöfinni á þann hátt að veita heimildir til niðurfellingar gagnvart lánþegum og ábyrgðarmönnum sem hafa bara einfaldlega ekki tök á að greiða af skuldbindingum.“
Námslán Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Þurfti að selja húsið til að greiða upp gamalt námslán sonar síns Sýslumaður hyggst framkvæma fjárnám hjá 82 ára gamalli konu vegna námslána sem hún gekk í ábyrgð fyrir á tíunda áratugnum hjá syni sínum. Annar sonur konunnar segir skítt að þegar ábyrgðarmannakerfið var afnumið hafi það ekki náð til ábyrgða á lánum í vanskilum. Konan segir málið eyðileggja fyrir henni efri árin. 22. mars 2023 19:12 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Þurfti að selja húsið til að greiða upp gamalt námslán sonar síns Sýslumaður hyggst framkvæma fjárnám hjá 82 ára gamalli konu vegna námslána sem hún gekk í ábyrgð fyrir á tíunda áratugnum hjá syni sínum. Annar sonur konunnar segir skítt að þegar ábyrgðarmannakerfið var afnumið hafi það ekki náð til ábyrgða á lánum í vanskilum. Konan segir málið eyðileggja fyrir henni efri árin. 22. mars 2023 19:12