Þurfti að selja húsið til að greiða upp gamalt námslán sonar síns Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 22. mars 2023 19:12 Páll segir spyr hvers vegna stjórnvöldum hafi ekki þótt ástæða til að afnema fyrirkomulag ábyrgðarmanna afturvirkt? arnar halldórsson Sýslumaður hyggst framkvæma fjárnám hjá 82 ára gamalli konu vegna námslána sem hún gekk í ábyrgð fyrir á tíunda áratugnum hjá syni sínum. Annar sonur konunnar segir skítt að þegar ábyrgðarmannakerfið var afnumið hafi það ekki náð til ábyrgða á lánum í vanskilum. Konan segir málið eyðileggja fyrir henni efri árin. Árið 1993 gekkst Hulda Guðmundsdóttir í ábyrgð fyrir námsláni sonar hennar svo hann gæti tekið lán til að komast í nám í Bandaríkjunum. Á þeim tíma var krafa að lántakendur hefðu ábyrgðarmann á bak við sig en þeim reglum hefur nú verið breytt og er lántakandi í dag einn ábyrgðarmaður skuldar sinnar. Þegar þetta svokallaða ábyrgðarmannakerfi var lagt af var það ekki gert afturvirkt í þeim tilvikum þar sem lántakendur voru í vanskilum. Notaði jarðarfararsjóðinn til að greiða skuldir Sonur Huldu hefur ekki alltaf verið borgunarmaður og sýslumaður því gengið að henni síðustu þrjátíu ár og hefur Hulda meðal annars þurft að selja fasteign sína til þess að greiða upp námslán sonar síns. „Fyrir einu og hálfu áru síðan þá notar stjúpfaðir minn jarðarfararsjóðinn sinn til að borga upp skuldabréf. Nú er komin enn ein krafan á móður mína sem stendur ein eftir með eitt skuldabréf. Það er komin beiðni um fjárnám, það er komin beiðni um gjaldþrotaskipti á 82 ára gamla konu sem hefur verið tvisvar veik af krabbameini. Ég veit ekki hvað þeir ætla sér að gera. Taka prjónana hennar og fjölskyldumyndirnar? Enda sjá allir heilvita menn að þetta er komið út í einhverja vitleysu,“ segir Páll Melsted Ríkharðsson. Páll segir að auðvitað eigi bróðir hans að greiða námslánið sjálfur, en takist það ekki eigi að ganga að honum en ekki öldruðum foreldrum hans.arnar halldórsson Þyrfti engan ábyrgðarmann ef lánið væri tekið í dag Hulda býr nú í leiguíbúð eftir að hafa þurft að selja húsnæði sitt til að greiða upp hluta lánsins. Ef þetta sama lán væri tekið í dag, þyrfti engan ábyrgðarmann, en lánasjóðurinn gengur nú fast á eftir Huldu. Páll segir mjög óeðlilegt að stjórnvöldum hafi þótt ástæða til að afnema þessa ábyrgð ábyrgðarmanna - en ekki ástæða til að gera það afturvirkt í tilviki þeirra sem voru í vanskilum. „Því þarna er komin mismunun á fólki. Það er hópur þarna sem sleppur við þetta en annar hópur sem verður eldri og eldri sem er að gangast í ábyrgð fyrir einhverju sem var tekið fyrir þrjátíu árum. Sömu reglur ættu að ganga yfir alla. Auðvitað á bróðir minn að borga sínar skuldir, en þá finnst mér að það ætti að ganga á eftir honum en ekki öldruðum foreldrum hans.“ Námslánið tvöfaldast Hulda segir að á tíunda áratugnum hafi það tíðkast og verið sjálfsagt að foreldrar hjálpuðu börnum sínum að taka námslán með því að gangast í ábyrgð. „Manni fannst alveg sjálfsagt, það var ekki öðrum til að dreifa,“ segir Hulda. Námslánið hefur á þessum þrjátíu árum tvöfaldast vegna dráttarvaxta. Vonar að ekki séu margir í sömu sporum „Þetta hefur þau áhrif á mig að þetta keyrir mig niður. Ég vona að það séu ekki margir foreldrar í okkar sporum.“ Páll vill sjá stjórnvöld fella þessar ábyrgðir úr gildi. „Ég myndi vilja að stjórnvöld og lánasjóðurinn myndi líta á þetta mál og fella þessar ábyrgðir úr gildi.“ Eyðileggur efri árin Hvernig sérðu framhaldið? „Ég sé það ekki, ég vil bara ekki hugsa um það. Við erum komin á þann aldur að við stöndum ekki undir þessu. Þetta eyðileggur fyrir okkur elliárin.“ Námslán Fjármál heimilisins Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Árið 1993 gekkst Hulda Guðmundsdóttir í ábyrgð fyrir námsláni sonar hennar svo hann gæti tekið lán til að komast í nám í Bandaríkjunum. Á þeim tíma var krafa að lántakendur hefðu ábyrgðarmann á bak við sig en þeim reglum hefur nú verið breytt og er lántakandi í dag einn ábyrgðarmaður skuldar sinnar. Þegar þetta svokallaða ábyrgðarmannakerfi var lagt af var það ekki gert afturvirkt í þeim tilvikum þar sem lántakendur voru í vanskilum. Notaði jarðarfararsjóðinn til að greiða skuldir Sonur Huldu hefur ekki alltaf verið borgunarmaður og sýslumaður því gengið að henni síðustu þrjátíu ár og hefur Hulda meðal annars þurft að selja fasteign sína til þess að greiða upp námslán sonar síns. „Fyrir einu og hálfu áru síðan þá notar stjúpfaðir minn jarðarfararsjóðinn sinn til að borga upp skuldabréf. Nú er komin enn ein krafan á móður mína sem stendur ein eftir með eitt skuldabréf. Það er komin beiðni um fjárnám, það er komin beiðni um gjaldþrotaskipti á 82 ára gamla konu sem hefur verið tvisvar veik af krabbameini. Ég veit ekki hvað þeir ætla sér að gera. Taka prjónana hennar og fjölskyldumyndirnar? Enda sjá allir heilvita menn að þetta er komið út í einhverja vitleysu,“ segir Páll Melsted Ríkharðsson. Páll segir að auðvitað eigi bróðir hans að greiða námslánið sjálfur, en takist það ekki eigi að ganga að honum en ekki öldruðum foreldrum hans.arnar halldórsson Þyrfti engan ábyrgðarmann ef lánið væri tekið í dag Hulda býr nú í leiguíbúð eftir að hafa þurft að selja húsnæði sitt til að greiða upp hluta lánsins. Ef þetta sama lán væri tekið í dag, þyrfti engan ábyrgðarmann, en lánasjóðurinn gengur nú fast á eftir Huldu. Páll segir mjög óeðlilegt að stjórnvöldum hafi þótt ástæða til að afnema þessa ábyrgð ábyrgðarmanna - en ekki ástæða til að gera það afturvirkt í tilviki þeirra sem voru í vanskilum. „Því þarna er komin mismunun á fólki. Það er hópur þarna sem sleppur við þetta en annar hópur sem verður eldri og eldri sem er að gangast í ábyrgð fyrir einhverju sem var tekið fyrir þrjátíu árum. Sömu reglur ættu að ganga yfir alla. Auðvitað á bróðir minn að borga sínar skuldir, en þá finnst mér að það ætti að ganga á eftir honum en ekki öldruðum foreldrum hans.“ Námslánið tvöfaldast Hulda segir að á tíunda áratugnum hafi það tíðkast og verið sjálfsagt að foreldrar hjálpuðu börnum sínum að taka námslán með því að gangast í ábyrgð. „Manni fannst alveg sjálfsagt, það var ekki öðrum til að dreifa,“ segir Hulda. Námslánið hefur á þessum þrjátíu árum tvöfaldast vegna dráttarvaxta. Vonar að ekki séu margir í sömu sporum „Þetta hefur þau áhrif á mig að þetta keyrir mig niður. Ég vona að það séu ekki margir foreldrar í okkar sporum.“ Páll vill sjá stjórnvöld fella þessar ábyrgðir úr gildi. „Ég myndi vilja að stjórnvöld og lánasjóðurinn myndi líta á þetta mál og fella þessar ábyrgðir úr gildi.“ Eyðileggur efri árin Hvernig sérðu framhaldið? „Ég sé það ekki, ég vil bara ekki hugsa um það. Við erum komin á þann aldur að við stöndum ekki undir þessu. Þetta eyðileggur fyrir okkur elliárin.“
Námslán Fjármál heimilisins Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira