Sviptir hulunni af elstu ljósmynd Íslandssögunnar Snorri Másson skrifar 23. mars 2023 08:56 Í Íslandi í dag var greint frá fundi á elstu varðveittu ljósmyndum sem teknar hafa verið á Íslandi. Myndirnar eru teknar nokkrum vikum áður en myndin sem áður var sögð sú elsta var tekin, vorið 1845. Guðmundur J. Guðmundsson fann ljósmyndirnar í austurrísku tímariti eftir umfangsmikið grúsk, en ekki í góðum gæðum, og það vantar þar ljósmynd sem önnur mynd skyggir á. Rætt er við Guðmund í innslaginu hér að ofan og viðkomandi myndir skoðaðar í viðkomandi tímariti. Nú leitar Guðmundur logandi ljósi að betri myndum af myndunum - og jafnvel frummyndunum sjálfum. Hann hefur haft samband við ótal aðila, ljósmyndarann austurríska, tímaritið sjálft, meinta eigendur myndanna, utanríkisráðuneytið og marga fleiri. Margt hefur verið reynt en ekkert hefur árangur borið. Nú eru Árbæjarsafn og Ljósmyndasafn Reykjavíkur að sögn Guðmundar að vinna að málinu. Guðmundur J. Guðmundsson sagnfræðingur hefur þýtt ferðasögu Idu Pfeiffer um Ísland og telur ljóst að á ljósmynd af ljósmyndum Pfeiffer leynist önnur ljósmynd sem einnig sé tekin í sömu ferð. Hana þurfi að finna - og til þess þurfi að ná tali af ljósmyndaranum.Vísir/Arnar Eins og sjá má á ljósmyndinni er efni aftari ljósmyndarinnar ósjáanlegt vegna hinnar sem er ofan á. Á fremri myndinni telur Guðmundur hins vegar að greina megi kot eða tómthús, líklega í Reykjavík, sem hinn austurríski ferðabókahöfundur Ida Pfeiffer mun hafa tekið fljótlega eftir að hún steig á land í Hafnarfirði árið 1845. Ljósmyndir Idu Pfeiffer. Þær hafa aldrei fyrr en nú birst Íslendingum, en þær hafa birst, í þessari mynd, í austurrísku tímariti. Ida Pfeiffer Vitað var að Ida kunni að ljósmynda, en ekki að hún hefði gert það á Íslandi. „Þegar ég er að undirbúa þýðinguna á bók Idu Pfeiffer um Íslandsferðina, rakst ég á nokkrar greinar og í þeim kom fram að hún lærði að gera daguerrotípur [frumstæð ljósmyndunaraðferð]. Ég taldi nú víst að hún hefði ekki farið með myndavélina til Íslands en síðan rekst ég á í þessari sömu bók að það kemur fram, að hún er með myndavélina. Hún lendir nefnilega í vandræðum því tollarar vissu ekkert hvað þetta var og héldu að þetta væri óskaplegt njósnatækni,“ segir Guðmundur. Í kjölfar þessa kannar Guðmundur málið enn betur og finnur loks grein í austurrísku tímariti um ferðir Idu, þar sem birt er ljósmynd af tveimur ljósmyndum Pfeiffer af Íslandi. Þessi ljósmynd af ljósmyndum er hvorki í fullnægjandi gæðum né getur maður séð báðar myndirnar, en það breytir því ekki hve mjög Guðmundur kættist við þennan fund. „Ég varð alveg ofboðslega spenntur og reyndi að hafa samband í fyrsta lagi við manninn sem skrifaði þessa grein. Hann svaraði ekki. Síðan ljósmyndarann sem tók myndirnar. Hann svaraði ekki,“ segir Guðmundur og sömu sögu var að segja um flesta þá sem hann hefur reynt að ná í. Nú heldur leit hans áfram að ljósmyndum hins austurríska ljósmyndara af ljósmyndum Idu Pfeiffer í samstarfi við viðeigandi yfirvöld. Ida Pfeiffer var trúlega víðförlasta kona sinnar samtíðar. Bækur hennar voru þýddar á fjölmörg tungumál og hvarvetna metsölubækur.Vísir Úr káputexta um Íslandsferð Idu Pfeiffer: Vorið 1845 steig á land í Hafnarfirði kona að nafni Ida Pfeiffer. Hún var ein á ferð, ferðabókahöfundur að viða að sér efni í bók um Norðurlönd. Hún hafði gert sér háar hugmyndir um land og þjóð og varð ekki fyrir vonbrigðum með náttúru landsins. En kynnin af innfæddum ollu henni vonbrigðum. Henni fannst þeir latir, ágjarnir og hinir mestu sóðar. Meðal þeirra staða sem Ida heimsótti voru Reykholt, Þingvellir og Geysir, auk þess sem hún gekk á Heklu, fyrst kvenna að talið er. Ida Pfeiffer var trúlega víðförlasta kona sinnar samtíðar. Bækur hennar voru þýddar á fjölmörg tungumál og hvarvetna metsölubækur. Lýsing hennar á Íslendingum fékk ekki góða dóma íslenskra samtímamanna en er óneitanlega merkileg heimild um upplifun evrópskrar millistéttarkonu á landi og þjóð um miðja nítjándu öld. Ljósmyndirnar sem áður voru taldar þær elstu í sögu landsins. Eftir Alfred des Cloizeaux 1845: Tvær daguerreótýpur frá Reykjavík.Musée des arts et métiers du C.N.A.M.- París. Ljósmyndun Íslensk fræði Ísland í dag Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Fleiri fréttir Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Sjá meira
Rætt er við Guðmund í innslaginu hér að ofan og viðkomandi myndir skoðaðar í viðkomandi tímariti. Nú leitar Guðmundur logandi ljósi að betri myndum af myndunum - og jafnvel frummyndunum sjálfum. Hann hefur haft samband við ótal aðila, ljósmyndarann austurríska, tímaritið sjálft, meinta eigendur myndanna, utanríkisráðuneytið og marga fleiri. Margt hefur verið reynt en ekkert hefur árangur borið. Nú eru Árbæjarsafn og Ljósmyndasafn Reykjavíkur að sögn Guðmundar að vinna að málinu. Guðmundur J. Guðmundsson sagnfræðingur hefur þýtt ferðasögu Idu Pfeiffer um Ísland og telur ljóst að á ljósmynd af ljósmyndum Pfeiffer leynist önnur ljósmynd sem einnig sé tekin í sömu ferð. Hana þurfi að finna - og til þess þurfi að ná tali af ljósmyndaranum.Vísir/Arnar Eins og sjá má á ljósmyndinni er efni aftari ljósmyndarinnar ósjáanlegt vegna hinnar sem er ofan á. Á fremri myndinni telur Guðmundur hins vegar að greina megi kot eða tómthús, líklega í Reykjavík, sem hinn austurríski ferðabókahöfundur Ida Pfeiffer mun hafa tekið fljótlega eftir að hún steig á land í Hafnarfirði árið 1845. Ljósmyndir Idu Pfeiffer. Þær hafa aldrei fyrr en nú birst Íslendingum, en þær hafa birst, í þessari mynd, í austurrísku tímariti. Ida Pfeiffer Vitað var að Ida kunni að ljósmynda, en ekki að hún hefði gert það á Íslandi. „Þegar ég er að undirbúa þýðinguna á bók Idu Pfeiffer um Íslandsferðina, rakst ég á nokkrar greinar og í þeim kom fram að hún lærði að gera daguerrotípur [frumstæð ljósmyndunaraðferð]. Ég taldi nú víst að hún hefði ekki farið með myndavélina til Íslands en síðan rekst ég á í þessari sömu bók að það kemur fram, að hún er með myndavélina. Hún lendir nefnilega í vandræðum því tollarar vissu ekkert hvað þetta var og héldu að þetta væri óskaplegt njósnatækni,“ segir Guðmundur. Í kjölfar þessa kannar Guðmundur málið enn betur og finnur loks grein í austurrísku tímariti um ferðir Idu, þar sem birt er ljósmynd af tveimur ljósmyndum Pfeiffer af Íslandi. Þessi ljósmynd af ljósmyndum er hvorki í fullnægjandi gæðum né getur maður séð báðar myndirnar, en það breytir því ekki hve mjög Guðmundur kættist við þennan fund. „Ég varð alveg ofboðslega spenntur og reyndi að hafa samband í fyrsta lagi við manninn sem skrifaði þessa grein. Hann svaraði ekki. Síðan ljósmyndarann sem tók myndirnar. Hann svaraði ekki,“ segir Guðmundur og sömu sögu var að segja um flesta þá sem hann hefur reynt að ná í. Nú heldur leit hans áfram að ljósmyndum hins austurríska ljósmyndara af ljósmyndum Idu Pfeiffer í samstarfi við viðeigandi yfirvöld. Ida Pfeiffer var trúlega víðförlasta kona sinnar samtíðar. Bækur hennar voru þýddar á fjölmörg tungumál og hvarvetna metsölubækur.Vísir Úr káputexta um Íslandsferð Idu Pfeiffer: Vorið 1845 steig á land í Hafnarfirði kona að nafni Ida Pfeiffer. Hún var ein á ferð, ferðabókahöfundur að viða að sér efni í bók um Norðurlönd. Hún hafði gert sér háar hugmyndir um land og þjóð og varð ekki fyrir vonbrigðum með náttúru landsins. En kynnin af innfæddum ollu henni vonbrigðum. Henni fannst þeir latir, ágjarnir og hinir mestu sóðar. Meðal þeirra staða sem Ida heimsótti voru Reykholt, Þingvellir og Geysir, auk þess sem hún gekk á Heklu, fyrst kvenna að talið er. Ida Pfeiffer var trúlega víðförlasta kona sinnar samtíðar. Bækur hennar voru þýddar á fjölmörg tungumál og hvarvetna metsölubækur. Lýsing hennar á Íslendingum fékk ekki góða dóma íslenskra samtímamanna en er óneitanlega merkileg heimild um upplifun evrópskrar millistéttarkonu á landi og þjóð um miðja nítjándu öld. Ljósmyndirnar sem áður voru taldar þær elstu í sögu landsins. Eftir Alfred des Cloizeaux 1845: Tvær daguerreótýpur frá Reykjavík.Musée des arts et métiers du C.N.A.M.- París.
Úr káputexta um Íslandsferð Idu Pfeiffer: Vorið 1845 steig á land í Hafnarfirði kona að nafni Ida Pfeiffer. Hún var ein á ferð, ferðabókahöfundur að viða að sér efni í bók um Norðurlönd. Hún hafði gert sér háar hugmyndir um land og þjóð og varð ekki fyrir vonbrigðum með náttúru landsins. En kynnin af innfæddum ollu henni vonbrigðum. Henni fannst þeir latir, ágjarnir og hinir mestu sóðar. Meðal þeirra staða sem Ida heimsótti voru Reykholt, Þingvellir og Geysir, auk þess sem hún gekk á Heklu, fyrst kvenna að talið er. Ida Pfeiffer var trúlega víðförlasta kona sinnar samtíðar. Bækur hennar voru þýddar á fjölmörg tungumál og hvarvetna metsölubækur. Lýsing hennar á Íslendingum fékk ekki góða dóma íslenskra samtímamanna en er óneitanlega merkileg heimild um upplifun evrópskrar millistéttarkonu á landi og þjóð um miðja nítjándu öld.
Ljósmyndun Íslensk fræði Ísland í dag Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Fleiri fréttir Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Sjá meira